Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 5
t. k. Formannspistill K.um afnám launamismununar Asta Milli 60-80% hjúkrunarfræðinga á fjölmörgum heilbrigðisstofnunum á Reykjavíkursvæðinu sögðu störfum sínum lausum frá og með 1. apríl sl. Ákvörðun um uppsögn er ákvörðun hvers og eins hjúkrunarfræðings, tekin að vel íhuguðu máli. Þegar svo margir einstaklingar taka svo alvarlega ákvörð- un verða skilaboðin ekki misskilin. Sem formaður í fagstéttarfélagi hjúkrunar- fræðinga hlýt ég að hafa djúpstæðar áhyggjur af málinu, bæði vegna af- komu félagsmanna og vegna reksturs heilbrigðisstofnananna. Hjúkrunarfræðingar eru að öllu jöfnu seinþreyttir til vandræða. Mikið þarf til að einstaklingar, sem lokið hafa margra ára námi til að gegna sérhæfð- um, áþyrgðarmiklum störfum í þágu samfélagsins, segi upp störfum sínum. Af samræðum mínum við þessa hjúkrunarfræðinga er Ijóst að þeim er verulega misboðið. Ástæðurnar virðast vera einkum þessar: / fyrsta lagi: Léleg laun. Nýútskrif- uðum hjúkrunarfræðingi bjóðast laun sem nemur rétt rúmlega eitt hundrað þúsund krónum á mánuði. Hjúkrunar- fræðingur sem starfað hefur við hjúkr- un í meira en 20 ár hefur um 120 þúsund krónur í dagvinnulaun á mánuði. í öðru lagi: Launamismunun sem hjúkrunarfræðingar eru beittir. Sama stofnun og hjúkrunarfræðingurinn ræð- ur sig til hefur boðið nýútskrifuðum verkfræðingum, náttúrufræðingum og sjúkraþjálfurum sem eru með sömu lengd menntunar að baki um 25%- 40% hærri laun með því að greiða þeim fasta yfirvinnu auk taxtalauna. Nýútskrifaður læknakandidat hefur samkvæmt kjarasamningi 40% hærri grunnlaun en hinn nýútskrifaði hjúkrun- arfræðingur og 10% hærri laun en deildarstjóri yfir stórri sjúkradeild sem Möller veltir um 100-200 milljónum króna á ári. / þriðja lagi: Hjúkrunarfræðingum í almennum störfum er misboðið þegar heilbrigðisstofnanir vilja skilgreina störf þorra þeirra í A-ramma í kjarasamningi félagsins sem ýmsar opinberar stofn- anir raða einungis nemendum og byrj- endum í starfi í. Hjúkrunarfræðingum finnst að heilbrigðisstofnanir séu með þessu að setja störf þeirra niður. Hjúkr- unarfræðingar telja að skilgreining á störfum í A-ramma sé ekki lýsandi fyrir störf þeirra og það sé í raun niðurlægj- andi að eiga að hlíta því að störf þeirra séu skilgreind á þann veg að þau séu „unnin undir stjórn og á ábyrgð ann- arra“. Skilgreiningar á römmum eru alveg sambærilegar í öllum kjarasamningum aðildarfélaga Bandalags háskóla- manna. Það hefur þann kost að hægt er að bera saman flokkun starfa há- skólamanna milli stéttarfélaga, starfs- hópa, kynja og stofnana. Nú er lokið samningsgerð á fjölda stofnana ríkis og Reykjavíkurborgar. Það hefur komið í Ijós í mörgum þeirra stofnanasamn- inga sem liggja fyrir að A-ramminn er lítið notaður og þá yfirleitt einungis ætlaður nemendum og byrjendum í starfi, enda gefur skilgreiningin á A- ramma tilefni til þess. Samningar stéttarfélaga háskóla- manna um nýtt launakerfi Oþnuðu enn- fremur á að föst yfirvinna sem greidd hefur verið til viðbótar grunnlaunum yrði tekin inn í föst laun í nýju kerfi, en margir hópar háskólamanna hafa, sem betur fer um langt skeið notið betri kjara en kjarasamningar kveða á um. Aðrir hópar hafa hins vegar verið á strípuðum töxtum. Það á við um flesta hjúkrunarfræðinga. í fjölmörgum stofn- anasamningum sem nú þegar liggja fyrir hafa „yfirborganir" verið teknar inn í grunnlaun, en um leið hefur launa- munur milli starfshópa, stofnana og kynja komið í Ijós. Stjórnvöldum var Ijóst að þau voru að taka ákveðna áhættu með að draga „yfirborganir" upp á yfirborðið, ekki síst í Ijósi þess að stjórnvöld hafa jafnan neitað að slíkt viðgengist í opinberum stofnunum. Stjórnvöld sýndu kjark að taka á ónýtu launakerfi. Þau verða líka að sýna kjark að taka á því launamisrétti sem loksins er komið upp á yfirborðið. Eftir að hafa skoðað fjölda stofnana- samninga virðist sem háskólamönnum með sambærilega menntun og hjúkrun- arfræðingar sem gegna störfum sem gera kröfu um sambærilega ábyrgð, sérhæfni og sjálfstæði sé almennt rað- að í B-ramma. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga gerir auðvitað kröfur um að störf hjúkrunarfræðinga, menntun og reynsla séu ekki lakar metin í nýju launa- kerfi en störf og persónubundnir þættir hjá öðrum háskólamönnum. Það er krafa félagsins að vinnuveitendur, stjórn- völd og stofnanir, standi við fyrirheitin um að „jafna þann launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að útskýra nema á grundvelli kyns. Með nýju launa- kerfi gefst tækifæri til að vinna að þeim markmiðum" eins og segir í yfirlýsingu Ijármálaráðherra og Reykjavíkurborgar með kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 9. júní 1997. Nú er komið að efndum hjá vinnuveitendum. Hjúkrunarfræðingar hafa sem ein- staklingar með uppsögnum sínum gef- ið skýr skilaboð. Þeir ætla ekki að taka því að vera láglaunakvennahóþur á fjársveltum láglaunastofnunum. Mark- mið Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er að tryggja í stofnanasamningum í nýju launakerfi að lágmarkskjör hjúkr- unarfræðinga verði í engu lakari en kjör annarra háskólamanna með sambæri- lega menntun, sérhæfni og ábyrgð. 85 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 Ljósm.: Lára Long
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.