Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 39
fólks er haföi lokið námi við Nightingale skólann. Florence hafði allan tímann haft afgerandi áhrif á menntunina og það var enginn sem mælti því mót að hún væri óumdeil- anlegur höfundur hjúkrunar sem starfsgreinar. En það var einnig mikil andstaða í þjóðfélaginu. Því var haldið fram að í Nightingale skólanum væri of mikil áhersla á hinn siðræna þátt hjúkrunar, að kröfurnar til hjúkrunar- náms og -starfs væru alltof miklar og þess vegna yrði of lítil fjölgun í stéttinni. Álit margra var að aðlaga bæri námið nútímalegri háttum. Það átti að gerast með fullgildingu að afloknu prófi og hjúkrunarkonurnar síðan skráðar í samtök enskra hjúkrunarkvenna. Ég taldi tímann ekki rétt valinn fyrir þessar breytingar. Mín skoðun var að svo róttækar breytingar heyrðu framtíð- inni til, eftir önnur þrjátíu eða fjörutíu ár. Ennþá var hjúkrun- arstarfið nýtt og lítt mótað. Þegar um er að ræða siðrænt inntak eru mín orð þessi: Tæknin mun þróast en hjúkrun má aldrei verða eingöngu tæknileg, jafnvel þó að í Ijós komi að margir geti náð valdi á henni. Próf og fullgilding hæfir reyndar vel þeim sem er í verkfræði en hjúkrunarkona verður dag hvern að staðfesta að hún hafi starfið á valdi sínu og læri jafnframt af því. Baráttan um þessi sjónarmið varð hörð og þrungin beiskju frá beggja hálfu. Að nokkrum árum liðnum féll þó allt í Ijúfa löð og mótherjar voru sáttir. Við réttum hvert öðru sáttahönd og slíðruðum sverðin því innbyrðis átök voru aðeins til skaða fyrir sameiginlegan málstað, framgang hjúkrunarinnar. Eftir þetta dró Florence sig út úr öllu opinberu lífi. Hún var komin á áttræðisaldur. Um skeið hafði hún í raun og veru haft ýmsu að sinna í sínu einkalífi. Faðir hennar, sem hún hafði ávallt verið í góðum tengslum við, var látinn og það voru margvísleg störf varðandi miklar landareignir fjöl- skyldunnar sem sinna varð og fjárhagslegar og hagnýtar ákvarðanir sem þurfti að taka. En hvernig hafði fjölskyldu- lífið verið öll þessi ár og sambandið innbyrðis? Að mörgu leyti varð það betra með árunum enda þótt ég fyndi fyrir skilningsleysi þeirra á því sem altók huga minn. Þau böðuðu sig í frægðarljómanum af mér en tilheyrðu annars áfram hinni glöðu og áhyggjulausu yfir- stétt. Þegar móðirin veiktist og varð út úr heiminum féll það í hlut Florence að annast hana. Pop systir hennar hafði gifst Sir Henry Verney, sem áður hafði biðlað til Florence. Eftir lát Pop urðu reyndar hann og Florence miklir mátar og studdu hvort annað á þeirra efri árum. En Florence var ógefna dóttirin í húsinu og hún hlaut því að leggja áhuga- mál sín til hliðar og ábyrgjast móður sína. Þetta urðu fimm erfið ár. Mér finnst ég hafa verið mín- um átján þúsund börnum, hermönnunum, meiri móðir en hún var mér allt mitt líf. /Ty/qí io. iootii irakrr, PABS UBI. W y *------ ^........... CÍM- K /ZctSrUs, u/á/c-Cj' //e-s /Á4U-/0U' CccSÁ/c^-cr*- 0/ Rithönd Florence Nightingale. Fanny varð níutíu og tveggja ára gömul og undir lokin alveg blind og utan við sig, en meðfærileg og þakklát. Að lokum urðum við fullkomlega sáttar og það var vel. Mín eigin elli varð betri vegna þess að beiskjan í garð móður minnar var horfin. Florence hafði ævinlega átt tryggan og trúan aðstoðar- mann þar sem Mai frænka hennar var. Mai frænka var einstök. Við höfðum átt okkar erfiðu stundir sem oftast var mér að kenna. En hún var mér kær, ef til vill öllum öðrum fremur. Sam frændi, eiginmaður Mai, var árum saman eins konar lífvörður og einkaritari Flo og þess þarfnaðist hún oft. Ágangur fólks sem vildi hitta hana var mikill og bréfa- dyngjan sem þurfti að svara var með ólíkindum. Eitt sinn er henni nær féllust hendur skrifaði hún: „Engu er líkara en allt mannkynið sé fætt í heiminn í því augnamiði einu að sitja og skrifa mér!” Áhugi Florence og athygli beindist á efri árum í æ ríkara mæli að fjölskyldunni og því sem næst henni stóð. Hún sem hafði verið líkust hauki og óþrjótandi orkulind, og allt sitt líf unnið af eldlegum áhuga, fann sig mildast og fá sálarró. Hennar efstu ár urðu björt og hlý. Sjálf skrifar hún: „Ég er að verða svo gæf! Hæf fyrir konur eins og tamn- ingamenn segja þegar baldinn foli loks lætur að taum!” Alla tíð hafði Florence haft mikið aðdráttarafi á annað fólk, ekki síst karlmenn. Meðal hennar nánustu vina var Sir Benjamín Jowett, prófessor í guðfræði og grísku við há- skólann í Oxford. Samband þeirra var hlýtt og innilegt og hann hefði gjarnan viljað giftast henni. Florence var því mótfallin en þau voru vinir um þriggja áratuga skeið. Þegar þau voru bæði orðin öldruð skrifaði hann henni eitt sinn: „Mundu það Florence, að hamingjusamasti, besti og sannasti hluti ævinnar eru síðustu æviárin. Við verðum að kunna að nota þau. Ekki eingöngu til að afkasta svo miklu heldur til að gera betur og af meiri alúð það sem við tökum okkur fyrir hendur." Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.