Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 44
Frá stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Samþykkt um „Nefnd á vegum stjórnar og siðanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur fjallað um drög að frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Á þessu stigi málsins vill stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga koma á framfæri eftir- farandi sjónarmiðum sínum: Stjórnin átelur að frumvarp um gagna- grunna á heilbrigðissviði var ekki unnið í víðtækara samráði og samstarfi við fag- fólk í heilbrigðisþjónustu en raun ber vitni. Stjórnin varar við að svo mikilvægt mál sem frumvarp til laga um gagna- grunna á heilbrigðissviði verði að lögum á yfirstandandi þingi. Vegna óljóss orðalags víða í frumvarpinu, möguleika á mismun- andi túlkun á einstökum greinum þess og frumvarpinu í heild, árekstrum við Stjórnarskrá íslands og ýmis grundvallar- lög í heilbrigðisþjónustu s.s. lög um rétt- indi sjúklinga og lög um skráningu og meðíerð persónuupplýsinga, telur félagið nauðsynlegt að fram fari ítarleg skoðun og umræða á frumvarpinu áður en það verður að lögum. Stjórnin sér ýmsa kosti við að þróaðir verði gagnagrunnar í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að auka þekkingu og þróun í heilbrigðisvísindum og auð- velda stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er það grundvallaratriði að persónuvernd í slíkum gagnagrunnum verði að fullu tryggð. Sjúklingar eiga að geta treyst því að við þá sé haldinn trúnaður er þeir leita þjónustu heilbrigðis- kerfisins, sbr. ákvæði laga um þagnar- skyldu heilbrigðisstarfsmanna. í sjúkra- skrár er safnað upplýsingum um heilsufar og félagslegar aðstæður sjúklinga f þeim tilgangi m.a. að tryggja rétta ákvarðana- töku og samfellu í meðferð. Þau drög að frumvarpi um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði sem liggja fyrir tryggja ekki nægjan- lega persónuvernd einstaklinga og geta skaðað traust milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. QAQlAAA'ClÁlA.t/i Uppsagnír hjúkrunarfræðinga — A.U)fct UK ■S'tjÓVKAY' — í frumvarpinu er gert ráð fyrir að að- gengi að upplýsingum úr sjúkraskrám séu háðar samþykki viðkomandi heil- brigðisstofnunar eða heilbrigðisstarfs- manns. Stjórnin bendir á að í lögum um réttindi sjúklinga er skýrt kveðið á um að sjúklingur þarf fyrirfram að gefa samþykki sitt fyrir þátttöku í vísindarannsóknum. Eitt af markmiðum gagnagrunna á heil- brigðissviði sbr. umrætt frumvarp er að þeir nýtist til vísindarannsókna. Stjórn fé- lagsins álítur það vera grundvallaratriði að drög að frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði séu skoðuð með hliðsjón af þessum skýlausa rétti einstaklinga til að taka afstöðu til þátttöku í vísinda- rannsóknum. Stjórnin telur óeðlilegt að pólitískt yfirvald, í þessu tilviki heilbrigðisráðherra, hafi allan ákvörðunarrétt um veitingu starfsleyfa til gerðar og starfrækslu gagnagrunna á heilbrigðissviði. Stjórnin setur fyrirvara á að einkaaðili fái einkaleyfisréttá gagnagrunni með heilsufarsupplýsingum allra íslendinga. Slíkt einkaleyfi yrði ekki veitt nema með ströngum skilyrðum um persónuvernd og aðgang, bæði slíks fyrirtækis og annarra aðila, að gagnagrunni. Stjórnin álítur að efni frumvarpsins kalli á kynningu og umræðu meðal al- mennings, fagfólks og stjórnmálamanna áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar. Þegar um er að ræða svo viða- mikið og viðkvæmt mál, eins og gagna- grunnur með öllum heilsufarsuppiýsing- um landsmanna er, telur félagið nauð- synlegt, ekki síst út frá tæknilegum og siðfræðilegum þáttum þess, að almenn sátt náist um málið áður en það verður að lögum. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga mun gefa frekari umsögn um frumvarpið til heilbrigðisráðherra og Alþingis. Samþykkt á fundi 6. apríl 1998 Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi stjórnar félagsins mánudaginn 30. mars. 1998, vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga: „Fjölmargir hjúkrunarfræðingar starfandi á heilbrigðisstofnunum hafa á undanförnum dögum tilkynnt að þeir hafi þegar sagt upp eða muni segja upp störfum sínum frá 1. apríl n.k. vegna óánægju með launakjör. Starfsemi og árangur heilbrigðis- stofnana byggir á sérhæfðri þekk- ingu starfsmanna sem þeir hafa öðlast gegnum langt og strangt nám og reynslu við sérhæfð störf á sínu sviði. Það er því mikið áhyggjuefni þegar stór hópur hjúkrunarfræðinga sér þá leið eina færa að segja upp störfum sínum og hverfa til annarra starfa vegna langvarandi óánægju með launakjör og vinnuaðstæður. Á undanförnum árum hefur niður- skurður og hagræðing á heilbrigðis- stofnunum bitnað verulega á að- stæðum starfsmanna. Komið hefur í Ijós að launakjör háskólamenntaðra starfsmanna heilbrigðiskerfisins eru mun lakari en hjá öðrum stofnunum ríkisins. Heilbrigðisstofnanir eru ekki lengur samkeppnishæfar um starfs- fólk við aðrar stofnanir ríkisins, hvað þá við fyrirtæki á almennum markaði. Er nú svo komið að heilbrigðiskerfið er orðið að láglaunasvæði. Yfirvofandi er atgervisflótti hjúkrunar- fræðinga og annarra sérhæfra starfsmanna frá heilbrigðisstofnunum. Við svo búið verður ekki unað og skorar stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á stjórnvöld að snúa þessari þróun við. [slenskt heilbrigðiskerfi er í húfi.“ 124 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.