Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 34
ein heild. Við erum þjónustuaðili og eigum að veita góða þjónustu og virka sem öryggisnet fyrir íbúana. Þá þýðir ekki að vera að naga yfir því hver þurrkar gifsblettinn af gólfinu. Stundum þurrkar hjúkrunarkonan hann og stund- um læknirinn." Betri yfirsýn i heilsugæslu Halla telur að það sé bara vísir að heilsugæslu í Reykjavík. Ástæðan sé meðal annars sú að heilsugæslan hafi ekki verið byggð upp á Reykjavíkursvæðinu eins og á landsbyggðinni. En hvernig er heilsugæslunni þá háttað á Egilsstöðum? „Stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilsugæsl- unni eru tvö og hálft, á sjúkrahúsinu eru átta stöðugildi skráð en fimm eru setin eins og er. Starf hjúkrunar- fræðinganna á sjúkrahúsinu hefur breyst mikið vegna upp- byggingar í heilsugæslunni. Áður voru rúmin 30 á sjúkra- húsinu nánast öll upptekin. Síðan var opnað sambýli fyrir aldraða og þá losnuðu nokkur rúm.“ Halla segir það kostinn við að stjórna bæði á heilsugæsl- unni og sjúkrahúsinu að það sé auðveldara að skipuleggja heildarþjónustuna. „Þetta sá ég fyrst eftir að ég kom hingað og við byrjuðum að byggja upp heimahjúkrunina. Við það fækkaði ótímabærum innlögnum og fleiri pláss losnuðu fyrir veikari sjúklinga eða þá sem voru í endurhæfingu." Þetta gerði það að verkum að nú eru auð pláss á sjúkra- húsinu, sem þekktist vart á Egilsstöðum. „Sumir verða nátt- úrlega órólegir yfir því, en mér finnst þetta fullkomlega eðli- legt. Ef byggt er upp á einum stað minnkar þörfin á öðrum. En Egilsstaðir er svo lítill staður að sveiflurnar geta verið miklar. Á næsta ári gæti verið stútfullt hjá okkur." Förum eigin leiðir Höllu líkar vel að vinna bæði við stjórnun og klíník, hins vegar segist hún hafa tilhneigingu til að láta stjórnunina sitja á hakanunp. Henni finnst þó mikilvægt að geta nýtt sér reynsluna af hvorutveggja. „Við gerum hlutina hér á Egilsstöðum ekki alltaf eins og yfirvaldið fyrir sunnan hefur boðað, því að við vitum að það eru ekki allar aðstæður eins. Við förum eigin leiðir að vissu leyti og reynum að bæta þjónustuna." Það hefur marga kosti að vinna í heilsugæslu finnst Höllu. „Við getum hrundið af stað átaki eins og í slysavörn- um og síðan fylgst með því hvort það er mælanlegur árangur því allt hér er tölvuskráð. Núna erum við að skoða hvers eðlis heimaslysin eru? Eru þetta bara skrámur sem fólk heldur að það ráði ekki við? Er allur þessi fjöldi skráðra heimaslysa bara óöryggi foreldra?" Vill leggja stofnanir niður! Halla segir að það sé samstarf á milli heilsugæslunnar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. „Við höfum tekið að okkur að gera eitthvað sem þeim er ætlað og öfugt. Við leggjum mikið upp úr góðu samstarfi og höldum samráðs- 114 Halla Eiríksdóttir. fundi. Það er verið að reyna að byggja upp þjónustu þannig að fólk geti búið hérna þó eitthvað ami að. Stefna Svæðis- skrifstofunnar er að flytja fólk af stofnunum út í samfélagið. í þeim skilningi er ég alltaf að vinna gegn stofnunum ég vil bara leggja þær niður!!“ „Ég er búin að éta ofan í mig allar þær kenningar sem ég hjakkaði í þegar ég vann á barnadeild: Börn eiga hvergi að vistast nema á sérhæfðum stofnunum þar sem þörfum þeirra er sinnt... Ég kunni þetta utanað,“ segir hún. En þegar hún fór úr þröngu samfélagi stórs sjúkrahúss og yfir í lítið mann- eskjulegt samfélag setti hún hagsmuni fjölskyldunnar ofar faglegum þörfum sínum. Það þjóni betur hagsmunum barns að vera heima hjá sér heldur en að fara til Reykjavíkur af því að þar er sjúkrahús. „Þetta er eitt af því sem við höfum lært af þeim viðhorfum sem höfð eru að leiðarljósi á Svæðisskrif- stofunni." Þannig sér Halla framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Úti á landi verði bráðatilfellum sinnt, minniháttar lyfjafræðilegum málum, endurhæfingu og öldruðum. Það verði ekki gert meira á minni stöðum eins og Egilsstöðum þar sem þjón- ustan er borin uppi af heilsugæslulæknum. „Þetta er mín skoðun og alls ekki allir sammála henni.“ Engin deild á bak við mig „Það sem ég rak mig á í heilsugæslunni er hvað maður er berskjaldaður. Ég hef ekki heila deild á bak við mig eins og hjúkrunarfræðingar á stórum deildum hafa. Ég hef líka rek- ið mig á að sumir hjúkrunarfræðingar geta ekki unnið við svona aðstæður. Þær ’þola ekki að vera einar. Ég hélt að það væri áhugavert fyrir hjúkrunarfræðingana að fara á milli heilsugæslunnar og sjúkradeildar en þær vildu það ekki. Þær kusu stöðugleikann sem fylgir því að vera á ákveðinni deild.“ Á heilsugæslunni segir hún að hjúkrunarfræðingurinn geti ekki tekið vaktina eftir fastri rútínu. Það þarf að sinna bráðatilfellum sem koma á stöðina. Jafnvel fyrir hjúkrunar- Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.