Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 52
Vigdís Jónsdóttir Kjaramál Um U^MAvk^kuíU og kÁmArkso tKiA.ukímA Vinnutímasamningurinn er samningur milli heildarsamtaka launa- manna og vinnuveitenda á íslandi um að hrinda í framkvæmd til- skipun Evrópusambandsins um skipulagningu á vinnutíma. Tilskipun þessi erhluti EES-samningsins. Meginmarkmið tilskipunarinnar og vinnutímasamningsins erað setj'a lágmarkskröfur um vinnuvemd og heilsuvemd starfsmanna. I k/arasamningi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem undirrítaður var 9. júní 1997 voru reglur um vinnutíma síðan útfærðar nánar. Hér á eftir verða helstu reglur samninganna er varða lágmarkshvíld og hámarksvinnutíma útskýrðar nánar. Þessi kafli er unninn upp úr bæklingi um sama efni eftir Vigdísi Jónsdóttur og Birgi Björn sigurjónsson sem gefinn er út af BHM. Skipulagning vinnunnar Vinnu skal skipuleggja með tilliti til ákvæða vinnutímasamningsins um lágmarkshvíld, hámarksvinnu hlé, vikulegan frídag og árlegt orlof. í engum tilvikum verði reglubundin eða fyrirséð starfsemi leyst með þeim hætti sem brýtur í bága við þessi ákvæði. Hámarksvinna Almennt er óheimilt að vinna umfram 13 stundir á hverjum 24 klst. Virkur meðalvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtalinni, skal ekki vera umfram 48 klst. Æskilegt er að vinnutími sé sem jafnastur frá einni viku til annarrar. Viðmiðunartímabil við útreikning á meðalvinnutíma á viku skal vera sex mánuðir, janúar til júní og júlí til desember. Hvíldarákvæði Starfsmaður á rétt á a.m.k. 15 mínútna hléi, ef daglegur vinnutírhi hans er lengri en sex klukkustundir. Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum 24 klst, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klukkustunda samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til næturvinnutímabils og verði því við komið skal tímabilið frá kl. 23:00 til 06:00 vera innan hvíldartímans. Á hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður fá a.m.k. einn frí- dag sem tengist beint daglegum hvíldartíma, alla jafna á sunnu- degi. Hjá vaktavinnumönnum telst annar frídagur vikunnar vera vikulegur hvíldardagur. Sjá nánari skýringar og umfjöllun um hvíldardaginn hér á eftir. Stytting daglegs hvíldartíma: Undantekningartilvik Heimilt er að víkja frá meginreglunni um 11 klst. samfellda hvíld í undantekningartilvikum: 1. Skipuleg vaktaskipti: í allt að 8 klst. við skipuleg vaktaskipti, þ.e. þegar skipt er af einni tegund vaktar yfir á aðra, t.d. skipt af reglubundinni kvöldvakt yfir á reglubundna morgunvakt. Þetta á ekki við þegar starfsmaður lýkur yfirvinnu og fer yfir á reglubundna vakt. ( því tilviki skal starfsmaður fá 11 klst. lág- markshvíld. 2. Almannaheill eða björgun verðmæta: í allt að 8 klst. þegar almannaheill krefst þess eða um er að ræða björgun verðmæta. 3. Truflun á starfsemi vegna ytri aðstæðna: Ef truflun verður á starfsemi vegna ytri aðstæðna. Ef þessi heimild til fráviks frá 11 klst. samfelldri hvíld á sólarhring er nýtt, skal almennt koma samsvarandi hvíld í staðinn. 4. Nauðsynleg heilbrigðis- eða öryggisþjónusta: Ef halda þarf uppi nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu og ekki er unnt að tryggja 11 klst. samfellda hvöd á eftir, skal koma til frítökuréttur sem nemur 1V2 klst fyrir hverja klst. sem vantar upp á að 11 klst. lágmarkshvöd náist. Frestun daglegrar hvíldar: Undantekningartilfelli Við sérstakar aðstæður getur vinnuveitandi beðið starfsmann um að mæta til vinnu áður en 11 klst. samfelldri hvöd er náð sbr. 2.-4. lið í kaflanum hér að framan. Heimilt er þá að fresta hvödinni að hluta þar til síðar. Við slíka frestun skapast frítökuréttur á dagvinnutíma, 1V2 klst fyrir hverja klst. sem hvödin skerðist samkvæmt eftirfarandi reglum: ATHUGIÐ: Reglurnar hér á eftir geta aðeins átt við í undantekningartilvikum og við sérstakar aðstæður, enda er meginreglan sú að starfsmenn mega ekki vinna í lengri tíma en 13 klst. á hverjum 24 klst. Vinnulota allt að 16 klst. Sú staða getur komið upp að starfsmenn þurfi að vinna umfram 13 klst. t.d. vegna forfalla eða af öðrum ófyrirséðum ástæðum. Kjarasamningarnir heimila slíka aukavinnu þannig að vinnulota geti orðið allt að 16 stundir og skal þá almennt veita 11 klst. hvíld strax eftir það. Sé starfsmaður kvaddur til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð, myndast frítökuréttur fyrir þann tíma sem vantar upp á skv. reglunni um 1 '/2 klst. á móti hverri frestaðri klst. Dæmi: Starfsmaður vinnur reglubundinn vinnudag 08-16. Vegna forfalla annars starfsmanns er hann beðinn um að vinna frá 16- 24. Hann á þá rétt á 11 klst. samfelldri hvíld á eftir án skerðingar á dagvinnulaunum og álagi. Ef hann nær ekki 11 klst. hvöd, t.d. vegna þess að nauðsynlegt er að hann mæti kl 08 daginn eftir, þá safnast frítökuréttur IV2 klst. á móti hverri klst. og myndi hann í þessu dæmi nema 3»1 V2 klst.=4,5 klst. Vinna á frídegi í 13 klst. eða lengur Ef starfsmaður er kallaður út á frídegi og vinnur samfellt 13 klst. eða lengur fyrir upphafi venjubundinnar/skipulagðar vinnulotu og meirihluti vinnunnar fellur á tímabilið frá 23-06, skal honum tryggð a.m.k. 8 klst. samfelld hvöd að lokinni 16 klst. vinnu án skerðingar á dagvinnulaun- um og álagi (sbr. 2. mgr. 2.4.2.2 í kjarasamningi félagsins). í almennu vinnutímareglunum er litið á vinnu og frítöku innan hvers sólarhrings frá reglubundnu upphafi vinnudags. Þess vegna geta komið upp þær aðstæður að starfsmaður vinni samfellt í allt 132 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.