Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 36
sinni deild og vann mikið með ófaglærðu fólki. Hún lenti þess
vegna fyrir tilviljun í því hlutverki að fræða aðra. „Það lá vel
fyrir mér því ég var nýbúin að læra. Öll fræðin í fersku minni
ennþá." Það var því ekki óeðlilegt að Dagbjört færi að kenna
þegar hún ákvað að minnka við sig á Kleppi. Hún var
stundakennari í heilbrigðisfræði í Þroskaþjálfaskólanum í 4
vetur og kenndi einnig um tíma í Hjúkrunarskólanum. Síðan
söðlaði Dagbjört alveg um. Hún fór í skurðstofuhjúkrun og
vann á skurðdeild á Landakoti í 4 ár. Sonur hennar var að
byrja í skóla og hún kaus reglulegri vinnutíma.
Burt úr borginni
Dagbjört var enn að þreifa fyrir sér á þessum tíma. Hún
flutti til Akureyrar og fór að vinna á geðdeildinni á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu. Þetta var haustið 1986 og hún var fyrir
norðan í eitt ár. Að því ári liðnu lá leiðin aftur til Reykjavíkur
og hún réð sig til vinnu á barnadeildinni á Landakoti.
En það var eins og Dagbjört fyndi sig ekki aftur í
Reykjavík eftir veru sína úti á landi. „Það kallaði alltaf á mig
að fara út á land aftur. Ég hafði séð öðru hvoru auglýst
eftir hjúkrunarfræðingi í Reykjahlíð. í sumarfríinu mínu 1988
fór ég að skoða stöðina hér.“ Það hafði ekki verið hjúkrun-
arfræðingur í fastri vinnu í Mývatnssveit í hátt á þriðja ár.
Sama haust fékk Dagbjört sig lausa frá Landakoti og fór
norður aftur.
Vinnuveitanda Dagbjartar þótti haustið heppilegur tími
til að hefja störf. Skólarnir væru að fara í gang og það væri
gott að fylgja krökkunum eftir. En fyrir Dagbjörtu voru við-
brigðin mikil. „Þetta var ekki mjög góður tími tii að fara til
fjalla. Það var hrikalegur vetur - ofboðslega snjóþungt."
Það er langur og erfiður fjallvegur til Húsavíkur og ferðir
læknanna ekki tíðar. Dagbjört var mikið ein.
Fyrstu skrefin
Þegar Dagbjört kom á stöðina í Reykjahlíð var enginn á
staðnum til að leita ráða hjá. Samskiptin fóru því fram í
gegnum síma að mestu. Fyrstu árin kom læknir á stöðina
einu sinni í viku. „Þeir voru fimm iæknarnir sem skiptust á
að koma og því hafði ég engan ákveðinn tengilið. Hjúkrun-
arforstjórinn var í barnseignarfríi og sú sem ieysti hana af
setti mig inn í starfið." Dagbjört hafði þess vegna nokkuð
frjálsar hendur til að móta starfsemina.
Það var ákveðin grundvallarþjónusta sem Dagbjört
þurfti að veita: Skólahjúkrun, ungbarnaeftirlit, viðvera á
stöðinni og heimahjúkrun. Þetta var full vinna og hún starf-
aði frá upphafi mjög sjálfstætt. „Það hefur bæði kosti og
galla. Ég fékk hjálp annarra með því að hringja og leita
ráða. Hjúkrunarfræðingarnir á Húsavík höfðu að vísu ekki
unnið í þessu umhverfi, en ég fékk mikinn stuðning frá
Unni Harðardóttur, hjúkrunarfræðingi í Reykjadal."
Þær hjálpuðust að hjúkrunarfræðingarnir í Mývatnssveit
og Reykjadal. „Við Unnur hittumst og ræddum saman og
þegar eitthvað kom upp á leitaði ég helst til hennar. Það
116
var léttir fyrir hana þegar ég kom til Mývatns því hún var í
svipuðum aðstæðum og ég.“ Fyrir um ári síðan hætti Unn-
ur að starfa í Reykjadalnum og Dagbjört fer þangað einu
sinni í viku til að sinna brýnustu verkefnunum.
Slysin gera ekki boð á undan sér
Hvernig var starfseminni í Mývatnssveit háttað fyrstu árin?
„Það var erfitt að samræma hina ýmsu þætti starfsins. í
upphafi hafði ég of mikla viðveru á stöðinni. Ég hélt að þar
yrði meira álag en reyndist vera. En slysin koma auðvitað
ekki frá tíu til tólf þegar hægt er að sinna reglubundum
störfum, svo sem ungbarnaeftirliti." Skólarnir voru tveir á
þessum tíma, og Dagbjört reyndi að fara einu sinni í viku í
hvorn skóla. Við bættist ungbarneftirlit og viðvera með
læknunum á stöðinni. „Núna koma læknarnir tvisvar í viku.
Mér finnst nauðsynlegt að hitta samstarfsfólkið, bera undir
það mál sem snúa að sjúklingum mínum. Það er líka gott
að hafa einhvern úr stéttinni til að tala við.“
Dagbjört þurfti að byrja á að byggja upp heimahjúkrun-
ina. „Það var sá þáttur í starfi mínu sem jókst hægt og síg-
andi. Eftir langan tíma rankaði ég við mér. Það var ekki
eðlilegt hvað fór mikill tími í heimahjúkrun. Ég hafði ekki
orðið tíma til að gera allt sem ég þurfti."
Það var því á miðju ári 1992 að Sigrún Skarphéðins-
dóttir, sjúkraliði, sem býr í sveitinni varfengin í íhlaupavinnu
í heimahjúkrun. „Það er eiginlega mesta breytingin sem
orðið hefur á starfinu. Það var svo gott að fá aðra mann-
eskju til að starfa með og ræða málin. Við skiptum sjúk-
lingum þannig með okkur að ég tek þá sem þurfa flóknari
lyfjameðferð og eru með alvarlegri veikindi, en hún sér
frekar um elliumönnun, böðun og þess háttar." Sigrún er
nú í 60% vinnu við heimahjúkrunina.
V
Að búa á vinnustaðnum
Hvað fannst Dagbjörtu erfiðast fyrstu misserin við Mývatn?
„Það að vera algjörlega ein og þessi ofboðslega krafa frá
íbúunum: Ég var þeirra hjúkrunarfræðingur að nóttu sem
degi. Ef eitthvað bjátaði á þá varð ég að koma.“ En þetta
viðhorf íbúanna breyttist þegar frá leið.
Senniiega bætti ekki úr skák að íbúð Dagbjartar var á
heilsugæslustöðinni fyrstu tvö árin. „Þá var ég í vinnunni
24 tíma á sólarhring. Svo kom fólk til að kaupa lyf og þá
settist það og spjallaði. Þetta var því vægast sagt mjög
ólíkt allri vinnu sem ég hafði áður unnið. í desember 1990
flutti ég síðan í Vagnbrekku. Það var góð tilfinning að gera
eins og aðrir að keyra í og úr vinnu.“
Þrátt fyrir að íbúarnir hafi í fyrstu verið kröfuharðir segir
Dagbjört að allir hafi tekið mjög vel á móti sér. „Ég naut
þess eflaust að vera ættuð úr Reykjadal. Sérstaklega
fannst eldra fólkinu það þekkja mig af því að amma og afi
voru úr næstu sveit. Það vissi einhver deili á mér.“
Of dýrt að hætta að reykja!
Starf Dagbjartar er fjölbreytt að því leyti að hún fæst við
Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998