Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 24
ýmsum öörum óljósum kvörtunum og vansældareinkenn- um. Á þessum aldri eiga börn erfitt með að skilgreina og tjá tilfinningar sínar eða orða líðan með öðru en líkamleg- um kvörtunum. Unglingsaldurinn getur verið sérlega erfiður fyrir unglinga sem búa við ofbeldi. Það sem hefur komið fram um börn á skólaaldri á einnig við um unglinga, en þeir eru einnig í sérstakri áhættu á öðrum sviðum. Á þessum aldri eiga sér stað miklar breytingar á þroska og tilfinningum, sem veitist mörgum unglingum ærið að fást við þó ekki komi til of- beldi. Unglingar sem búa við ofbeldi eiga oft í miklum tilfinningalegum erfiðleikum þar sem þeir lifa í skjóli skammar, sektar, vonbrigða og niðurlægingar vegna þess leyndarmáls sem ofbeldið er. Þeir ala oft þá von í brjósti að einhver komi og „bjargi“ þeim. Þeir sveiflast á milli vonar og vonleysis um að nú sé ástandið að lagast og tilfinningin um að hafa litla sem enga stjórn á eigin lífi gerist áleitin. Á unglingsaldri hefst tímabil kynferðislegrar aðlöðunar þar sem unglingarnir falla oftast inn í þann farveg sem þeir þekkja fyrir bæði varðandi kynhlutverk og samskipti. Það gefur því auga leið að unglingar sem búa við ofbeldi á heimilum sínum geta, á þessu sviði, verið sérlega illa staddir. Þeir eiga oft í töluverðum erfiðleikum varðandi samsömun í félagahópi, sumir taka upp andfélagslega hegðun, aðrir verða ofurábyrgir fyrir fjölskyldum sínum og ekki er óalgengt að sjá þá lokast inni í sjálfum sér. Þeir sveiflast gjarnan á milli ástar og haturs á foreldrum sínum og á milli vonar og vonleysis varðandi ástandið. Þeir eiga að geta sótt bæði öryggi og andlega næringu til foreldra sinna en fá jafnvel hvorugt. í könnunum kemur margoft í Ijós að ákveðin tengsl eru á milli andfélagslegrar hegðunar unglinga, vímuefnaneyslu, þunglyndis, almennrar vanlíðunar, vændis, sjálfsvíga, sjálfs- vígstilrauna og ofbeldis á heimilum. { Niðurlag Andlegu ofbeldi hefur stundum verið líkt við köngulóarvef, listilega spunnum, sem sést aðeins þegar betur er að gáð og nokkuð vitað hvar hans er að leita. Við nánari skoðun sést síðan hve vandlega og úthugsað hver þráður er spunninn og hve erfitt er að losna án stuðnings. Ofbeldi á heimilum er flókinn vefur hegðunar og tilfinninga. Konurnar festist í samskiptum sem ógna andlegri og líkamlegri heilsu þeirra - og barnanna. Þær sitja fastar í þessum samskiptum á meðan þær trúa því að það séu þær sem orsaki ofbeldið og með því að „læra“ á mennina þá geti þær komið í veg fyrir ofbeldið. Þær sitja einnig fastar ef stuðningsaðilar eru með nokkuð staðlaða mynd af ofbeldi sem reynsla hluta kvennanna rúmast jafnvel illa eða ekki innan. Vinnan út úr ofbeldinu hefst fyrir alvöru þegar konurnar átta sig á þessum staðreyndum. í kjölfarið hætta þær að vernda mennina, sem neyðast þá til að horfast í augu við eigin gerðir og afleiðingar þeirra. Að mennirnir átti sig og óski sjálfir að leita sér aðstoðar er mikilvæg forsenda þess að jákvæðar breytingar geti átt sér stað í samböndunum. Breytingar sem annað hvort gætu leitt af sér áframhald- andi ofbeldislaus sambönd eða skilnað. Hingað til hefur komið í Ijós að þrátt fyrir bestu aðstæður og góðan stuðn- ing þá þróast þessi sambönd oftar til skilnaðar. Ástæðan hefur m.a. verið talin sú að „eyðileggingin" er orðin of mikil og grunnur góðra fyrirheita, sem lagt var af stað með í upphafi brast. Það tekur mislangan tíma fyrir konur, sem búið hafa við ofbeldi að endurheimta geðheilsu sína að nýju, eins og hún er skilgreind hér í upphafi greinarinnar. Konurnar verða seint samar, þar sem ofbeldið er einfaldlega þannig reynsla. Reynslan getur þó með góðum stuðningi og tímanum orðið dýrmæt, jafnvel eins og perla vísdóms og leikni þar sem konunum tekst þá að nota hana til að auka persónu- legt innsæi og innri styrk. í stað þess að búa við öryggi og alhliða andlega og líkamlega næringu þá búa börn, sem alast upp við ofbeldi á heimilum sínum við stöðugan kvíða, ótta, reiði, stjórn- leysi, vanmátt og ringlureið. Þau þurfa jafnvel alla ævi að glíma við afleiðingarnar bæði á sál og líkama og í flestum samskiptum við aðra, nokkuð sem getur dregið verulega úr tækifærum þeirra á að „njóta sín“ í lífinu. Þau læra takmarkað um hvað einkennir venjulegt heimilislíf, því á heimilum sínum búa þau e.t.v. með feðrum sem eru sjálf- miðaðir, illa sveigjanlegir og leysa gjarnan ágreining með valdi. Á móti geta síðan mæðurnar verið svo yfirþyrmdar af ofbeldinu að hjá þeim er lítið öryggi og skjól að finna. Tilfinningalega má því segja að mörg þessara barna, eins og mæðurnar, séu heimilislaus. Eins og konunum, er einnig hægt að hjálpa börnunum og þar liggur ábyrgðin alfarið hjá hinum fullorðnu. Sérlega er mikilvægt að heilbrigðis- og uppeldisstéttir þrói með sér næmni og skilning á áhrifum ofbeldis og séu minnugar þess í öllum stuðningi sínum að ofbeldi á heimilum er eitt af best geymdu leyndarmálum flestra barna. Heimildaskrá Abel, S, Buszewicz, M., Davison, S., Johnson, S. og Staples., E. (1996). Planning community mental health services for women. London: Routledge. Fogel, I.C. Woods, F.N. (1995). Women's Health Care. A comprehensive handbook. London: Sage Publications Ltd. Heise, L. Pitanguy, J. og Germain, A. (1994). Violence Against Women: The Hidden Health Burden. World Bank Discussion Papers. Jasse, G.P. Wolfe, A.D. og Wilson, S.K. (1990) Children og battered women. London: Sage Publication Ltd. Kirkwood, C. (1993). Leaving abusive partners. London: Sage Publication Ltd. Samtök um Kvennaathvarf. (1996). Ársskýrssla. Reykjavík: Samtök um Kvennaathvarf. Saunders, A. (1995). ,,/f hurts me too.“ Children's experiences of domestic violence and refuge lives. London: National institute for Socialwork. Stark, E, og Flitcraft, A. (1996). Women at risk. California: Sage Publications, Inc. 104 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.