Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 31
brigðisþjónustunnar og í ákveðnum sjúklingahópum 6%- 68% (Korniewicz og Kelly, 1995, Sussman og Beezhold, 1995). Algengi ofnæmisins meðal heilbrigðisstarfsmanna hefur mælst á bilinu 7 % til 10% (Sussman og Beezhold, 1995) en heilbrigðisstarfsmenn með aðra þekkta ofnæmis- sjúkdóma mældust mun oftar með latexofnæmi eða í um 30% tilfella (Hunt og fl., 1995). Meðal sjúklinga, bæði fullorð- inna og nýbura, sem hafa oft farið í aðgerðir hefur algengi mælst um 6,5% en 18 til 68% meðal barna sem fæðast með klofinn hrygg sem krefst margra aðgerða á fyrstu æviárum (Sussman og Beezhold, 1995; Korniewicz og Kelly, 1995). Engin rannsókn á algengi latexofnæmis hefur verið gerð á íslandi en árið 1996 höfðu 30 manns greinst með það (Davíð Gíslason og Unnur Steina Björnsdóttir, 1996). Enn eru fá I. stigs ofnæmistilfelli þekkt á landinu en fleiri og fleiri starfsmenn innan heilbrigðisstétta (skurðhjúkrunar- fræðingar, skurðlæknar og tannlæknar) hafa á undanförn- um árum myndað IV.stigs ofnæmissvörun. Inni á sjúkrastofnunum eru mörg efni sem geta valdið húðvandamálum hjá starfsfólki. Mikil hanskanotkun og stöðugur handþvottur getur leitt til exems og ofnæmis. Sterkja (púður) sem vinnuhönskum er velt upp úr og áhrif efna sem bakteríur gefa frá sér (endotoxine) við dauð- hreinsun, geta skapað húðvandmál sem auðvelda aðgang latexpróteina að líkamanum (Grötsch, Leimbeck, Sonnen- schein, 1992). Púðrið hefur slæm áhrif á bata aðgerðar- sjúklinga því það berst með hönskum starfsfólks, þó þeir séu skolaðir með vatni, inn í líkamann og getur valdið sam- gróningum (Ellis, 1990; Heese, Hintzenstern, Klaus-Peter, Koch og Hornstein,1991; Fay, 1991). Tíminn sem verið er í hönskum, skiptir máli því að sviti og núningur auka gegn- dræpi húðar fyrir próteinum (Turjanmaa, Laurila, Makinen- Kiljunen, Reunala, 1988). Mælingar á latexpróteinum í and- rúmslofti á skurðstofum sýna að latexhanskar með púðri eru meginástæðan fyrir dreifingu slíkra próteina út í and- rúmsloftið (Heilman, Jones, Swanson, Yunginger, 1996). Púðrið bindur próteinin sem berast síðan að slímhúð bæði með snertingu t.d. af verkfærum, sem notuð eru við tann- lækningar og skurðaðgerðir, og um öndunarfæri með úða- smiti (Heilman, Jones, Swanson, Yunginger, 1996; Bo, 1997). Loks hefur komið í Ijós að latexpróteinin sitja eftir á húðinni eftir notkun á púðurlausum hönskum (Beezhold, Kostyal, Wiseman, 1994; Korniewicz og Kelly, 1995; Bubak og Fransway, 1992; Swanson, Bubak, Hunt, 1994). Margir hafa reynt að verja hendur sínar með áburðum en notkun þeirra eykur viðloðun latexpróteina á höndum og er því varasöm. Þeim mun mikilvægara er að þvo hendur fyrir og eftir hanskanotkun til þess að losna við latexprótein af höndunum (Beezhold, Kostyal, Wiseman, 1994). Skipulögð vinnubrögð Með skipulagningu geta hjúkrunarfræðingar unnið að fræðslu og fyrirbyggingu á latexofnæmi. Þannig skila vinnu- brögðin árangri bæði fyrir sjúklingahópa og samstarfsfólk. Umönnun sjúklinga með latexofnæmi byggist á forvörnum og heildrænni hjúkrun. Án þekkingar um sjúkdóminn, al- gengi hans og þróun er ekki hægt að veita bestu mögu- legu hjúkrun. Fræðsla um sjúkdóminn er mjög mikilvæg fyrir allar heilbrigðisstéttir. Það lendir oft á hjúkrunarfræð- ingum að skipuleggja og framkvæma stórar aðgerðir innan sjúkrahúsanna. Heildarferli um fræðslu og meðferð latexof- næmis hafa verið unnin til leiðbeiningar fyrir sjúkrastofnanir. Þar er lagt til að stofna latexhóp með fólki sem tekur ákvarðanir um innkaup og vinnubrögð annars vegar og hins vegar fólki sem vinnur í tengslum við starfsfólk og skjól- stæðinga. Dæmi um samsetningu slíks hóps, markmið hópsins og markmið einstaklinga í hópnum má sjá í töflu 1. íslenskir ofnæmissérfræðingar hafa meðhöndlað þá 30 einstaklinga sem hingað til hafa greinst með latexofnæmi á landinu. Þeir hafa kynnt sjúkdóminn og leiðbeint sjúkra- stofnunum varðandi sjúkdóminn. íslenskir ofnæmissér- fræðingar hafa unnið eftir ráðleggingum starfshóps á vegum amerískra ofnæmislækna og birt þær í Læknablað- inu. Þær eru eftirfarandi: • Að finna þá sem eru í áhættuhópum. • Að spyrja þá sem eru á leið í aðgerð um einkenni sem geta bent til latexofnæmis. • Að rannsaka sjúklinga í áhættuhópum og með grun- samleg einkenni fyrir latexofnæmi. • Að tryggja að þeir sem hafa latexofnæmi geti farið í að- gerðir í latexfríu umhverfi. • Að merkja þá sem hafa þekkt latexofnæmi með Medic Alert merkjum. • Að þeir sem fengið hafa alvarleg einkenni beri á sér adrenalínsprautu (Epi-Pen) í öryggisskyni (Davíð Gísla- son og Unnur Steina Björnsdóttir, 1996). Lokaorð Latexofnæmi má líkja við faraldur innan heilbrigðisstétta og ákveðinna sjúklingahópa en unnið er ötullega að því að hefta útbreiðslu hans. Vegna þess hve latex er algengt í umhverfinu er erfitt að lifa með slíkt ofnæmi. Það ógnar bæði lífi og starfsgetu fólks sem þjáist af því. Hjúkrunar- fræðingar verða að vera meðvitaðir um sjúkdóminn og einkenni hans og geta greint áhættuhópa. Þeir verða að geta skapað latexfrítt umhverfi og komið í veg fyrir alvarlega ofnæmissvörun. Þeir verða að þekkja leiðir til þess að hefta útbreiðslu latexofnæmis og verja sína eigin heilsu. Síðast en ekki síst þurfa hjúkrunarfræðingar að fylgjast með rannsóknum og þróun á latexofnæmi og nota þekkingu sína'í þágu sjúklinga, sjálfra sín og samstarfs- manna. Heimildaskrá Beezhold, D.H., kostyal, D.A. og Wiseman, J. (1994). The transfer of protein allergens from latex gloves: A study of influencing factors. AORN Journal, 59 (3), 605-613. Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 74. árg. 1998 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.