Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1998, Blaðsíða 47
Heilbrígðisstofnunín Húsavík óskar eftir hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum til eftirtalinna starfa: Sumarafleysingarstaða í Mývatnssveit: Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingarstarf í 3 mánuði við heilsugæslustöðina í Mývatnssveit frá 1. júlí 1998. Um er að ræða fjölbreytt starf í fögru umhverfi. Húsnæði í boði á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Áslaug Halldórsdóttir, deildarstjóri, í síma 464 0500 Ljósmóðir óskast: Heilbrigðisstofnunin Húsavík óskar að ráða Ijósmóður til starfa frá 1. september 1998. Starf Ijósmóður við stofnunina felur í sér m.a. fæðingarhjálp, umönnun barna og sængurkvenna í sængurlegu, mæðraeftirlit og foreldrafræðslu. Við leitum að Ijósmóður sem er tilbúin að taka virkan þátt í mótun og uppbyggingu þjónustunnar, stefnumótun og gæðastarfi. Nánari upplýsingar gefur Dagbjört Pyrí Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 464 0500 eða 464 0542. Hjúkrunarfræðingar óskast: Stöður hjúkrunarfræðinga við stofnunina eru einnig lausar til umsóknar frá 1. september 1998. Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á 22 rúma sjúkradeild, 24 rúma öldrunardeild og skurðdeild. Einstaklingshæfð aðlögun í boði ásamt reynslutíma á öllum deildum ef óskað er. Heilbrigðisstofnunin Húsavík samanstendur af deildarskiptu sjúkrahúsi, fæðingardeild, skurðdeild og heilsugæslustöð. Verið er að vinna að stefnumótun stofnunarinnar og taka hjúkrunarfræðingar virkan þátt í því starfi. Starfsmannastefna stofnunarinnar byggir á faglegum styrk starfsfólks og tækifæri til símenntunar. Allar nánari upplýsingar gefur Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 464 0500 og 464 0542. Hjúkrunarheimilið Skjól Kleppsvegi 64, Reykjavík Hjúkrunarfræðinga vantar til sumarafleysinga. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 568 8500. Heilsugæslustöðin Borgarnesí Hjúkrunarfræðingar - Hjúkrunarfræðinemar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í sumarafleysingar og í fastar stöður. Einnig vantar Ijósmóður í afleysingar frá 1. ágúst -15. september n.k. 50% staða. Upplýsingar gefur Rósa Marinósdóttir, hjúkrunarforstjóri, sími 437 1400. Sjúkrahús Akraness Verðandi hjúkrunarfræðingar! Okkur á Sjúkrahúsi Akraness vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á: handlækningadeild lyflækningadeild öldrunardeild „Starfsþjálfunarár" skipulagt að óskum hvers og eins. Aðlögun með reyndum hjúkrunar- fræðingum. Hringið og kynnið ykkur kjörin! Hjúkrunarfræðinemar! Viljum ráða hjúkrunarfræðinema til starfa á allar deildir sjúkrahússins í sumar. Hjá okkur fáið þið góða reynslu fyrir framtíðina! Hringið og fáið upplýsingar um hvað í boði er. Hjúkrunarfræðingar! Okkur vantar hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst á handlækningadeild og lyflækningadeild. Á sjúkrahúsi Akraness fer fram mjög fjölbreytt starfsemi. í sumar þegar Hvalfjarðargöngin verða tekin í notkun verður aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur. Þið eruð velkomin að koma og skoða stofnunina og fá frekari upplýsingar um starfsemina. Upplýsingar gefur Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 431 2311 og 431 2450 (heima). Eir, hjúkrunarheimílið í Grafaruogí Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðinemar Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á Eir, hjúkrunarheimilið í Grafarvogi í sumar- afleysingar frá 1. júní á allar vaktir heimilisins. Einnig vantar nú þegar hjúkrunarfræðing á fastar næturvaktir. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Birna Kr. Svavarsdóttir, í síma 587 3200 Heilhrigðisstofnunin Blöndósi Óskar að ráða hjúkrunarfræðing með Ijósmæðramenntun, ráðningartími eftir samkomulagi. Einnig vantar okkur hjúkrunarfræðinga eða hjúkrunarfræðinema til sumarafleysinga. Á sjúkrasviði er ný blönduð deild, dvalardeild auk fæðingardeildar. Hafið samband og leitið frekari upplýsinga. Sveinfríður Sigurpálsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sími 452 4206. Heilsugæslustöðin Hueragerði Óskar eftir að ráða hjúkrunarforstjóra frá 1. júlí 1998. Umsóknarfrestur er til 12. maí 1998. Vinsamlegast sendið umsóknir til stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar Hveragerði. Upplýsingar veita læknir í síma 483 5050 og stjórnarformaður í farsíma 892 2688. ATVINNA Landspítalinn ...í þágu mannúðar og vísinda.. Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra (100% starf) er laust til umsóknar við líknardeild sem fyrirhugað er að opna síðar á þessu ári við endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi. Deildin er ætluð sjúklingum með ólæknandi og langtgengna sjúkdóma sem þurfa á líknarmeðferð að halda. Fyrirhugað er að deildin verði 12-14 rúma legudeild og dagdeild. Hlutverk yfirmanna deildarinnar verður m.a. að byggja upp og þróa liknardeildina, stjórnun starfsmanna, bera ábyrgð á fræðslu og gæðamati. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun, reynslu í stjórnun starfsmanna og nauðsynleg er reynsla í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi meistaragráðu í hjúkrun. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 5. maí 1998. Nánari upplýsingar veita Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri endurhæfingar- og hæfingardeildar Landspítalans í Kópavogi sími 560 2700 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 560 1000. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Heilsugæslustöðin Vopnaffirðí Hjúkrunarforstjóra vantar við Heilugæslustöðina á Vopnafirði vegna sumarafleysinga 4 vikur í júlí (ágúst). Nánari upplýsingar gefa, Adda Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri í vs. 473 1225 og hs. 473 1108 einnig Emil Sigurjónsson, framkv.stjóri í vs. 473 1225, 473 1520 og GSM 895 2488. Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum Hjúkrunarfrærðingur Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum óskar eftir hjúkrunarfræðingum til afleysinga og í fastar stöður á sjúkrahúsið hand- og lyflækningadeild öldrunardeild á heilsugæslu í heimahjúkrun á heilsugæslu Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss, Selma Guðjónsdóttir og hjúkrunarforstjóri heilsugæslu ,Guðný Bogadóttir í síma 481 1955. 127 Tímarit Hjúkrunarfræöinga ■ 2. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.