Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Qupperneq 5
Formannspistill „Að safna hálftímum1' Herdís Sveinsdóttir Verslunarmannafélag Reykjavíkur var með heilsíðuauglýsingu I Morgunblaðinu j síðasta mánuði þar sem stóð undir fallegri mynd af móður og dóttur: „Núna byrjum við mamma að safna hálftímum. Bráðum getum við tekið okkur frí saman á venjulegum mánudegi." í auglýsingunni kom jafnframt fram að frá 1. október styttist virkur vinnutími hjá afgreiðslufólki og skrifstofufólki um 30 mínútur. Verður 36 klukkustundir og 15 mínútur án kaffitíma. Hvernig er þetta með okkur hjúkrunarfræðinga? Ég held að við vitum öll að við söfnum ekki hálftímum, við fórnum hálftímum. Það segja mér hjúkrunarfræðingar starfandi á Landsþítala - háskólasjúkrahúsi að það taki þá allt að hálftíma á hverjum degi að skipta um föt og koma sér upp á deild. Þannig eru þeir mættir á spítalann 15-20 mínútum áður en vaktin hefst og eru sjaldnast sestir út í þíl fyrr en 15-20 mínútum eftir að vakt lýkur. Þetta eru 2,5 klukkustundir á viku. Út frá þessu má áætla að vinnuvika hjúkrunarfræðinga sé allt að 42,5 stundum. í undirbúningsvinnu kjaranefndar vegna komandi samninga hafa flætt inn athugasemdir við vinnutímann og vaktaálag. 100% vaktavinna er einfaldlega meiri vinna en sem nemur 40 stundum á viku fyrir utan álag sem fylgir því að vinna vaktavinnu, segja hjúkrunarfræðingar. í nágrannalöndum okkar er viðurkennt að vaktavinnu fylgir ákveðið álag og er t.d. í Noregi full vinna hjúkrunarfræðinga í næturvinnu eingöngu 33 stundir. Hjúkrunarfræð- ingar sjálfir hafa skilgreint fullt starf sem 32 stundir á viku með því að velja í miklu mæli að vinna 80% en það er meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður úr rannsókn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á álagi í starfi eru að birtast nú í haust. Þar kemur fram að hjúkrunarfræðingar búa við það að þeir geta iðulega ekki tekið sér umsamið matarhlé í vinnutímanum, þeir geta sjaldan farið út af deildinni til að taka sér matarhlé, rúm 20% hjúkrunarfræðinga gátu árið 1998 ekki fengið sumarleyfi á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir, þeir eru iðulega kallaðir út til að vinna á frídögum, þeir þurfa að sæta fyrirvaralausum breytingum á vöktum og komast ekki úr vinnunni á réttum tíma vegna álags. Þess má einnig geta að hjúkrunarfræðingar á sjúkrastofnunum búa við óstöðugt vinnuumhverfi hvað varðar fjölda sjúklinga á deild. Þannig nefndu 34% hjúkrunarfræðinganna að í vikunni, áður en þeir tóku þátt í rannsókninni, hefði aukarúmum verið bætt við á deildinni, allt frá einum og upp í sjö daga. f samræmi við umræðu nú í haust þá finnst 65% hjúkrunarfræðinga að það sé undirmannað á deildinni og einungis 0,9% að það sé yfirmannað. Fleiri upplýsingar eru um vinnu- umhverfið sem ég ætla ekki að ræða nú en verða vonandi kynntar í næsta blaði. Hjúkrunarfræðingar fagna því að sjálfsögðu að aðrir fái styttan vinnutíma. Ljóst er þó að það reynir á langlundargeð hjúkrunarfræðinga að sjá stéttir sem vinna að mestu dagvinnu semja um styttingu vinnutímans á meðan þeir sjálfir vinna undir stöðugu álagi og þurfa að skila sínum 40-42,5 stundum allar vikur. Komið er að því að safna, ekki hálftímum heldur klukkutímum í aukna samveru með fjölskyldu og vinum. Að venju þá hvet ég hjúkrunarfræðinga til að hafa samband og láta okkur í stjórn félagsins vita af því hvað brennur á þeim varðandi fag- og félagsmálin. Haustkveðjur, Herdís. losar stxflur og 1 ét t i i' öndun Fæst í öllum apótekum Hreint nef er jafn mikiIvægt og hreinar tennur STÉRIMAR / Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 189

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.