Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 9
Sigrún K. Barkardóttir deildarstjóri skólahjúkrunar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur -skóU(mvka í 6. og 10. bekk í Reykjavík -til skóUkjúkYmAY'^Y'ÆðÍH.^A ÚTDRÁTTUR Tilgangur rannsóknarinnar var aö kanna viðhorf nemenda í grunnskólum Reykjavíkur til skólahjúkrunarfræðinga. Þýðið (N=49) voru nemar í 6. og 10. bekk í þremur grunnskólum í Reykjavík. Notuð var rýnihópaaðferð og tekin voru viðtöl við sex hópa. Tveir hópar (einn úr 6. bekk og einn úr 10. bekk) voru frá hverjum skóla. Helstu niðurstöður voru þær að allir þátttakendurnir vissu af skólahjúkrunarfræðingnum í skólanum og nær allir höfðu nýtt sér þjónustu hans, aðallega vegna kvilla eða áverka. Tæpur helmingur þátttakenda hafði ákveðna skoðun á hlutverki skólahjúkrunarfræðinga og helstu óskir þátttakenda voru meiri viðvera hjúkrunarfræðinga og að aðstaða hans væri aðgengilegri. Einnig vildu yngri nem- endurnir aukna fræðslu og þeir eldri aukinn sálfélagslegan stuðning. INNGANGUR Þessi grein byggist á rannsókn sem gerð var haustið 1997 í þremur grunnskólum í Reykjavík og var hún hluti af meistaranámi höfundar við University of Minnesota í Bandaríkjunum. Tekin voru upp á segulband viðtöl við sex hópa og þau síðan skráð og flokkuð í þrjá meginflokka: reynsla, álit og óskir. Niðurstöðum rannsóknarinnar er skipt í þessa þrjá meginflokka og settar upp töflur til að auðvelda lestur niðurstaðna. Sögu skólahjúkrunar má rekja til loka nítjándu aldar þegar hjúkrunarfræðingar í London voru fengnir til þjón- ustu í nokkrum skólum vegna lélegs aðbúnaðar og mikilla veikinda skólabarna. Árangurinn af þjónustu hjúkrunar- fræðinganna var slíkur að fleiri skólar fóru fram á þessa þjónustu (Hawkins, Hayes og Corliss, 1994). Á þeim rúmlega 100 árum sem liðin eru hefur mikil þróun orðið á hlutverki skólahjúkrunarfræðinga. Igoe og Speer (1996) hafa bent á að starf skólahjúkrunarfræðinga hefur breyst úr eftirliti með smitsjúkdómum yfir í úrlausn flóknari mála, s.s. félagslegra og tilfinningalegra erfiðleika, hegðunar- vanda og tæknivandamála. Aukin tækni innan heilbrigðis- kerfisins á síðustu 20 árum hefur orðið til þess að börn með andlega og/eða líkamlega fötlun hafa nú tækifæri til að lifa sjálfstæðara lífi þrátt fyrir fötlunina. Þessi börn eiga rétt á almennri skólagöngu en vegna fötlunarinnar þurfa þau oft mikla aðstoð innan skólans. Það á einnig við um börn með langvinna sjúkdóma því góð aðstaða og aðstoð er nauðsynleg til þess að þau geti stundað skólann. Skólahjúkrunarfræðingar geta oft veitt slíka aðstoð og samhæft aðgerðir milli heimilis og skóla (Anderson, 1994; Igoe og Speer, 1996). Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að heilsugæsla í skólum er hagkvæm og aðgengileg, skólahjúkrunarfræðingar eru inni í skólunum og þeir hafa þekkingu og færni til að auka heilbrigði barna og mögu- leika þeirra til náms (Igoe, 1994; Klerman, 1988; Rassarelli, 1994). Hlutverk skólahjúkrunarfæðinga hefur breyst mikið á undanförnum árum en mikið hefur vantað upp á að það hafi verið skilgreint í samræmi við þessar breytingar. Þetta hefur valdið ruglingi og misskilningi innan skólanna og hafa rannsóknir sýnt að skólastjórnendur, kennarar og jafnvel foreldrar hafa takmarkaðan skilning á störfum skóla- hjúkrunarfræðinga (Conrad og Wehrwein, 1992; Goodwin og Keefe, 1984; Miller og Hopp, 1988; Johnson, 1996). Með því að skilgreina og skýra út hlutverk skólahjúkrunar- fræðinga má greiða úr misskilningi og gera má ráð fyrir að árangur af starfi þeirra aukist (Þarson og Felton, 1992). Hér á landi hefur sú þróun verið að árið 1977 gaf Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur út starfslýsingu fyrir skólahjúkr- unarfræðinga sem síðast var endurskoðuð 1991 (Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, 1991). Hverri heilsuverndarstöð er í sjálfsvald sett hvort sú starfslýsing er notuð eða ekki. Faghópur skólahjúkrunarfræðinga hefur í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gefið út hefti um stefnu og hlutverk skólahjúkrunarfræðinga sem er ætlað að aðstoða þá við að skilgreina og samræma störf sfn (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2000). Nokkrir rannsakendur hafa kannað hvernig skóla- Sigrún K. Barkardóttir lauk MS- ÁMtk prófi í heilsugæsluhjúkrun frá W 'f University of Minnesota í Bandaríkjunum árið 1998. Hún er deildarstjóri skólahjúkrunar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 193

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.