Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 11
innihélt atriði þar sem fram kom að nemandinn hefði séð til
skólahjúkrunarfræðingsins eða hefði reynslu af þjónustu
hans. Dæmi um svör í þessum flokki voru: „Hjúkrunar-
fræðingurinn gerði...“, „ég sá hana gera...“ og „ég hef farið
til hennar...". Annar flokkurinn, „álit“, gaf hugmynd um það
sem nemendur héldu að skólahjúkrunarfræðingurinn gerði
í skólanum og flokkuðust þau svör sem innihéldu „ég held
hún geri...“ saman í flokk. Þriðji flokkurinn, „óskir“, innihélt
atriði þar sem fram kom ósk um breytingu. Dæmi um
setningar í þessum flokki voru því: „Hjúkrunarfræðingurinn
ætti að gera...“, „hún gæti gert..." og „hún væri hjálplegri
ef hún gerði...“. Undirflokkar voru síðan búnir til innan
hvers aðalflokks, þar sem það átti við, til þess að greina
svörin betur. Innan „reynslu" flokksins var búinn til undir-
flokkurinn „líkaði/líkaði ekki“ og dæmi um svör í þessum
flokki voru: „Hún er aldrei við“, „það er erfitt að komast til
hennar“. Þar sem þjónusta skólahjúkrunarfræðinga er
mjög margvísleg þótti áhugavert að greina á milli líkam-
legrar og sálfélagslegrar þjónustu og fræðslu. Svör í
reynsluflokknum voru því flokkuð í þessa þrjá þætti.
Líkamleg þjónusta fól í sér bráðahjálp og mat á líkamlegu
ástandi, sálfélagsleg þjónusta fól í sér viðtöl og andlegan
stuðning og fræðsla fól í sér heilbrigðisfræðslu og kynn-
ingu skólahjúkrunarfræðings á sér og sínum störfum.
Til að samræma flokkunina var óháður aðili (hjúkrunar-
fræðingur með MS-gráðu í heilsugæsluhjúkrun) fenginn til
að lesa yfir svörin og flokka þau í aðalflokka. Sú flokkun
var síðan borin saman við flokkun höfundar og þau svör
sem ekki flokkuðust eins (20 atriði) voru yfirfarin og flokkuð
sameiginlega af höfundi og óháða aðilanum.
NIÐURSTÖÐUR
Alls tóku 49 nemendur þátt í rannsókninni, 23 í 6. bekk og
26 í 10. bekk. Fleiri stúlkur en drengir tóku þátt bæði í 6.
og 10. bekk (tafla 1). Allir nemendurnir vissu af skóla-
hjúkrunarfræðingnum í skólanum en aðeins 10 nemendur
(20%) vissu hvað hann hét og aðeins einn nemandi (2%)
vissi hvenær hann væri við.
Reynsla nemenda
Allir þátttakendurnir, fyrir utan tvo sem voru nýir í skól-
anum, höfðu farið til skólahjúkrunarfræðingsins og flestir
þeirra voru ánægðir með það sem hjúkrunarfræðingurinn
hafði gert fyrir þá. Allir nemendurnir í 6. bekk og yfir helm-
ingur nemenda í 10. bekk höfðu leitað til skólahjúkrunar-
fræðingsins vegna líkamlegra kvilla eða áverka (tafla 2).
Tafla 1. Þátttakendur í rannsókninni
Þátttakendur Stúlkur Drengir Alls
(N=49) (N=31) (N=18) (N=49)
Nemendur í 6. bekk 13(57%) 10(43%) 23 (100%)
Nemendur í 10. bekk 18(70%) 8 (30%) 26 (100%)
Einungis nemendur í 10. bekk höfðu fengið kynfræðslu hjá
skólahjúkrunarfræðingi í kennslustund og hlutfallslega fleiri
nemendur í 10. bekk nefndu að skólahjúkrunarfræð-
ingurinn hefði komið inn í bekkinn til að kynna sig. Allt að
þriðjungur nema í 6. bekk og örfáir í 10. bekk nefndu að
skólahjúkrunarfræðingurinn hefði ekki gert neitt fyrir þá
eða að þeir væru búnir að gleyma hvað gert hefði verið.
Þrátt fyrir að flestir þátttakendur væru ánægðir með
það sem hjúkrunarfræðingurinn gerði fyrir þá nefndu mjög
fáir atriði tengd þjónustunni sem þeir voru mjög ánægðir
með, en töluverður hópur nefndi atriði sem þeir voru
ósáttir við (tafla 3). Tæplega helmingur nemenda (N=22)
var ósáttur við að hjúkrunarfræðingur væri ekki við þegar
þeir þyrftu á þjónustunni að halda. Algeng viðbrögð voru:
„Alltaf þegar ég kom þá var hún ekki við“, „ég hef farið
þangað einu sinni en reynt örugglega tuttugu sinnum'1.
Nokkrir nemendur kvörtuðu yfir því að fá ekki verkjalyf í
skólanum og sögðu nemendur í 10. bekk t.d.: „Hún getur
ekki einu sinni gefið panódíl, ekki einu sinni ef maður er að
drepast úr hausverk", „hún gaf mér ekkert", „veistu að
maður getur bara farið út í apótek og keypt panódíl“.
Nokkrir nemendanna voru ósáttir við staðsetningu
skólahjúkrunarfræðingsins í skólanum. Nemandi í 6. bekk
sagði: „Hún er niðri í kjallara og það er eiginlega aldrei opið
þangað". Tæplega þriðjungur nemenda í 10. bekk var
óánægður með kynfræðsluna. Þeim fannst að kennslan
ætti að koma fyrr eða að nota ætti aðra kennsluaðferð.
Nemendur í 6. bekk, sem voru ósáttir við það sem
hjúkrunarfræðingurinn gerði fyrir þá, sögðu: „Hún gerði
ekki neitt“, „hún sagði bara alltaf: þetta lagast".
Álit
Tæplega helmingur þátttakenda svaraði spurningunni hvað
þeir héldu að skólahjúkrunarfræðingur gerði í skólanum
(tafla 4). Af þeim sem svöruðu nefndu flestir líkamlega
þjónustu, t.d.: „Hún hjálpar okkur ef við erum meidd“ og
„hún gefur okkur sprautur svo við verðum ekki veik“. Nokkrir
nefndu sálfélagslega þætti, s.s.: „Hún talar við mann“ og
„hún hjálpar þér ef þú vilt læra eitthvað sem hún kann“.
Einnig töldu nokkrir að hjúkrunarfræðingurinn gerði allt.
Óskir
Nokkur munur var á óskum nemenda í 6. og 10. bekk
(tafla 5). Mikill meirihluti þátttakenda vildi að skólahjúkr-
unarfræðingurinn væri meira við í skólanum. Nemandi í 6.
bekk sagði: „Okkur finnst hún ætti að vera oftar við, á
hverjum degi“ og óskir nemenda í 10. bekk voru t.d.: “Hún
ætti að vera hér allan daginn" og „hún ætti að vera hér
meira og ef hún er ekki þá á einhver annar að vera í
staðinn". Nemendur í 6. bekk óskuðu eftir því að
skólahjúkrunarfræðingur kenndi meira og nefndi t.d. einn
nemandinn: „Mér finnst að hún ætti að koma í bekkinn og
kenna okkur eitthvað um sjúkdóma“ og annar sagði: „Hún
195
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000