Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 23
Við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina er ofbeldi gegn konum sagt vera eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál heims. Þar er nú unnið að því í samráði við þjóðir heims að vinna bug á vandanum. Hjá Sameinuðu þjóðunum er nú unnið að samninga- gerð við ríki þar sem menn eru tregir til að hrófla við þeirri hefð að líta á kúgun kvenna og ofbeldi gegn þeim sem einkamál eða að réttlæta megi það með vísan til menn- ingarlegrar forsögu, trúarbragða eða hefða. Vandamálið þekkist ekki aðeins í íslömskum ríkjum og þróunarlöndunum. Sem dæmi má nefna að Bandaríkja- menn hafa enn ekki fullgilt CEDAW-sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að útrýma allri mismunun gegn konum. Umheimurinn er nú að stíga fyrstu skrefin til að útrýma öllu ofbeldi gegn konum og það ferli verður enginn dans á rósum eins og Panos-stofnunin hefur gert sér grein fyrir. Dæmigert fyrir það kynbundna ofbeldi, sem konur eru beittar, er að það á sér yfirleitt stað innan veggja heimilisins og víða er litið á það sem viðurkenndan þátt í fjölskyldu- og félagslífi. Konur hafa auk þess hvorki félagslegt né fjárhagslegt bolmagn til að flýja ofbeldisfullt heimilislíf því algengast er að karlar séu skráðir fyrir heimili, landi og peningum fjölskyldunnar. i Panos-skýrslunni er vitnað á eftirfarandi hátt til móður í Kambódíu sem ráðlagði dóttur sinni að snúa heim til ofbeldisfulls eiginmanns: „Gerðu það að snúa aftur heim. Ekki óttast mann- inn þinn, hann ber þig ekki til bana. í versta falli misþyrmir hann þér uns þú missir meðvitund." Þótt hægt virðist miða er þó mikilvægt að alþjóðasam- félagið skuli hafa sett ofbeldi gegn konum á verkefnalista sinn. Kínversk kona fór í mál við mann sinn vegna ofbeldis hans. Hún vann málið þótt maður hennar héldi því fram að misþyrmingar eiginkonu væru einkamál sem kæmi dóm- stólum ekkert við. Masai-konan Agnes Siviankoi frá Kenýa vann svipað mál gegn eiginmanni sínum. „Ég berst fyrir hönd allra Masai-kvenna og nú vita þær að hægt er að bregðast við ofbeldinu," sagði hún. Alheimsvandamál Kannanir síðustu áratuga hafa leitt í Ijós að ofbeldi er alheimsvandamál og að gerendur eru af öllum þjóðernum og úr öllum þrepum samfélagsins. Formlegt jafnrétti ríkir að vísu í mörgum vestrænum ríkjum en konur verða samt víða að búa við ofbeldi og kynferðislega áreitni á mörkum þess sem samfélagið getur sætt sig við. Þegar vísindakonan Lori Heise og samstarfsfólk hennar kynnti sér afleiðingar ofbeldis gegn konum á heilbrigði í vanþróuðum ríkjum kom í Ijós að konur verða fyrir mestu ofbeldi í samfélögum þar sem þær eru hvað mest háðar körlum fjárhagslega og þar sem frelsi þeirra eru takmörk sett, hvort sem er heima eða á opinberum vettvangi. Stúlkum er hætta búin vegna ofbeldis jafnvel áður en þær fæðast. Stefna kínverskra stjórnvalda um eitt barn á fjölskyldu hefur leitt til þess að væntanlegir foreldrar gera allt sem hægt er til að tryggja að þeirra eina barn verði drengur. Áætlað hefur verið að árið 1987 hafi „vantað" um hálfa milljón stúlkna, annaðhvort vegna þess að fóstrum var eytt eða vegna þess að þær voru myrtar fljótlega eftir fæðingu til að fá rými fyrir son. [ héraðinu Punjab á Indlandi er helmingi líklegra að stúlkur en drengir á aldrinum tveggja til fjögurra ára deyi úr hitabeltissjúkdómum á borð við blóðkreppusótt og lungnabólgu vegna skorts á aðhlynningu, umönnun og meðferð. í Bangladesh eru þrefalt meiri líkur á að stúlkur séu vannærðar en drengir. Umskurður kvenna Umskurður kvenna með tilheyrandi skemmdum á kynfærum er víða stundaður í Afríku á ungum stúlkum. Stundum er snípurinn skorinn af eða innri eða ytri skapa- barmar eða jafnvel hvort tveggja er fjarlægt. í sumum samfélögum er sárið svo saumað saman og jafnvel leg- göngin líka. Umskurður kvenna er framkvæmdur án svæfingar og við sóðaleg og frumstæð skilyrði. Aðgerðirnar eru afar sársaukafullar og hættulegar og stúlkurnar deyja oft, ýmist af völdum meðfylgjandi sýkinga eða síðar þegar sárið er rifið upp við samfarir eða barnsburð. Rannsókn í Súdan sýndi að helmingi meiri líkur eru á að umskornar konur verði ófrjóar en aðrar vegna sýkinga af ýmsu tagi sem koma til þegar erfitt er að losa líkamann við þvag og blóð. Um 130 milljónir kvenna um heim allan hafa verið umskornar á einn eða annan hátt. Einni af hverjum fimm nauðgað Bandarískar rannsóknir gefa til kynna að allt að fimmtungur kvenna verði einhvern tíma á ævinni fórnarlamb nauðgunar eða nauðgunartilraunar. Kanadískar, nýsjálenskar og kóreskar rannsóknir sýna svipaðar áhættulíkur fyrir konur. Það er einnig staðfest að nauðganir eru yfirleitt ekki framkvæmdar af ókunnum mönnum heldur kunningjum, nágrönnum, ættingjum, eiginmönnum og kærustum. Upp- lýsingar frá dómstólum í Perú, Malaslu, Bandaríkjunum og ýmsum öðrum löndum sýna að fórnarlömbin þekkja 60 til 80 af hundraði nauðgara. Erfitt er að meta tíðni nauðgana í hjónabandi, ekki síst vegna þess að bannhelgi hvílir yfir umræðu um þau mál í mörgum samfélögum. Súdanski læknirinn Nahid Toubia segir að konur eigi einfaldlega ekki til orð yfir þennan glæp 207 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.