Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Qupperneq 25
ísrael og Brasilíu þar sem kannanir sýna að meiri líkur eru á að kona verði myrt af eiginmanni eða kærasta en utanaðkomandi manni. í Bandaríkjunum eru líka á bilinu 22 til 35 af hundraði þeirra kvenna á barneignaraldri, sem koma á slysavarðstofur, með meiðsl sem stafa af heimilis- ofbeldi. Ofbeldi gegn konum hefur oft kynferðislegan undirtón eða er kynferðislegs eðlis en einnig má tengja það beint þungun og móðurhlutverkinu. Bandarískar kannanir sýna að fjórðungur kvenna, sem sæta misþyrmingum, eru einnig beittar ofbeldi á meðan þær eru þungaðar. í þeim samfélögum, þar sem synir þykja miklu æskilegri en dætur, er hætta á að konum sé „refsað" fyrir að eignast dætur. Svona er saga konu frá sveitahéruðum Veracruz í Mexíkó: „Maðurinn minn reiddist mér mjög fyrir að hafa bara eignast þrjár stúlkur. Fimm mánuðum eftir síðasta barnsburðinn barði hann mig mjög illa og sagðist ætla að drepa mig. Hann kastaði mér til jarðar, sparkaði í mig fyrir að eignast eina stúlkuna enn og sagðist ætla að gefa hana.“ í sumum samfélögum beita karlar ofbeldi til þess að hafa stjórn á kynhegðun og frjósemi kvenna. Konur frá Úganda og Zimbabwe sögðu rannsakendum að þær yrðu barðar ef þær yrðu ekki ófrískar eða ef í Ijós kæmi að þær notuðu getnaðarvarnir. Konur frá Perú og Mexíkó skýrðu frá því að þær þyrðu ekki að ræða getnaðarvarnir við menn sína því þær óttuðust ofbeldisfull viðbrögð þeirra. Konum um heim allan er mikil hætta búin af því að vera neyddar til samfara án þess að nota verjur. Sem dæmi má nefna óæskilegar þunganir, hættulegar fóstureyðingar og sjúkdóma sem smitast við kynmök, þ.m.t. alnæmi. í afrískum samfélögum er hefð fyrir því að karlar búi við fjölkvæni, og verðið, sem greitt er fyrir brúðina, þýðir að þeir hafa stjórn á kynhegðun og þungunum eiginkvenna sinna. „Konur eiga hvorki kost á að hafna kynlífsathöfnum innan hjónabands né að krefjast þess að notaðar séu verjur og því er mest hætta á að ungar stúlkur smitist af alnæmi í hjónabandi," segja konur þær sem rannsakað hafa þessa hluti í Zimbabwe. í Bandaríkjunum hafa margar rannsóknir, innbyrðis óháðar, staðfest að líkur á að fórnarlambið smitist af kyn- sjúkdómi við nauðgun séu á bilinu 4 til 30 af hundraði. Sjúkdómar, sem smitast við kynmök, eru einnig stað- festing á kynferðislegum misþyrmingum ungra barna. Rannsókn í Nígeríu sýndi árið 1988 að 16 af hundraði allra kvenna og stúlkna með kynsjúkdóma voru undir 5 ára aldri, og að önnur 6 af hundraði voru á aldrinum 6 til 15 ára. Læknar á einni helstu kynsjúkdómadeild höfuðborgar- innar Harare í Zimbabwe veittu á aðeins einu ári 907 stúlkum undir 12 ára aldri meðferð við kynsjúkdómum. „Og það er bara efsti hluti ísjakans því mikill meirihluti stúlknanna fær aldrei meðferð," segir Eunice Njovana sem eitt sinn stóð fyrir verkefni um ofbeldi gegn konum. Sálræn áföll Konur um allan heim skaddast á líkama af völdum ofbeldis og kynferðislegra þvingana, en bæði konur og stúlkubörn skaddast einnig á sálinni. Ef áfallið er ekki mjög alvarlegt verða konurnar oft hlédrægar og bældar en það getur einnig leitt til þunglyndis og sjálfsvíga. Bandarískar rannsóknir staðfesta að um þriðjungur kvenna, sem orðið hafa fyrir líkamlegri misbeitingu á heimilinu, býr við þunglyndi, og að um fjórðungur kvenna, sem reyna sjálfsvíg, hafa verið fórnarlömb líkamlegrar eða kynferðislegrar misbeitingar eða hvors tveggja. Það veldur líka drengjum sálrænu tjóni að alast upp á heimili þar sem ofbeldi er beitt og þannig eykst hættan á að heimilisofbeldið gangi í arf til næstu kynslóðar. Piltar fara að fordæmi feðra sinna þegar þeir setja á stofn fjöl- skyldu. Stúlkur, sem einungis hafa kynnst bælingu og skorti á sjálfstrausti, feta einnig í fótspor fórnarlambanna mæðra sinna. Viðbrögð gegn ofbeldi Stöðugt eykst skilningur fólks um víða veröld á því að grípa þurfi til aðgerða til að útrýma ofbeldi gegn konum. Þegar hefur verið komið á fót fjölda alþjóðlegra, þjóðlegra og staðbundinna grasrótarsamtaka. Hjá WHO er stöðugt haft auga með stöðu mála og þar kemur fram að verið sé að stofna kvennahópa í hundraðatali á öllum stigum í hnattrænu samhengi. Komið hefur verið á fót kvenna- athvörfum víða um heim og þau hafa sannað gildi sitt í löndum á borð við Argentínu, Ástralíu, Kostaríku, Indland og Japan. í ríkjum á borð við Indland og Belís og meðal frumbyggja Kanada hafa staðbundin samfélög tekið höndum saman um að setja ofbeldisfulla eiginmenn undir eftirlit og að telja þá á að temja sér nýja siði. Víða í Rómönsku-Ameríku og Asíu hefur verið komið á laggirnar sérstökum lögreglustöðvum sem hafa það afmarkaða verkefni að taka á ofbeldi gegn konum. í löndum á borð við Jamaíku og Kanada hefur mökum og börnum verið boðið að taka þátt í námskeiðum um hvernig leysa eigi deilumál án átaka. Sem dæmi um önnur verkefni má nefna námskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðisgreinum auk námskeiða fyrir lögreglu- menn en víða þarf að sýna þeim fram á að heimilisofbeldi sé jafnalvarlegur hlutur og aðrar gerðir ofbeldis. Þessu til viðbótar er verið að opna nýjar neyðarmið- stöðvar og athvörf fyrir konur og börn sem flýja ofbeldi og grimmd nær daglega víða um heim. Ef þú vilt lesa meira . . . er hægt að panta upplýsingamöppu frá WHO um ofbeldi gegn konum á heimasíðunni: www.who.int/frh-whd (Þessi upplýsingamappa er einkum ætluð heilbrigðisstéttum). Panos-stofnunin: www.panos.org.uk/ Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 209

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.