Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Side 28
Gretelise Holm
blaðamaður
-HoAð Qitur kjúkv'uiMv’{ólk mx\, -til
koma i uía •fvjY'ív' ofbdAí?
WHO hefur veitt baráttu gegn kynbundnu ofbeldi forgang
og gefið út leiðbeiningar um hvernig hjúkrunarfólk og aðrar
heilbrigðisstéttir geta stuðlað að því að koma í veg fyrir
ofbeldi gegn konum og stúlkum.
Hjúkrunarfólk og annað starfsfólk í opinbera heilbrigðis-
geiranum gegnir lykilhlutverki við að koma í veg fyrir kyn-
bundið ofbeldi en konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir
því. Þetta er ein þeirra yfirlýsinga sem Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin, WHO, hefur kynnt en aðildarríki hafa orðið
sammála um að það sé ofarlega í forgangsröð alþjóðlegra
heilbrigðisverkefna að vinna gegn ofbeldi gegn konum.
Sú deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem
sinnir heilbrigðismálum kvenna, DWH, hefur staðið fyrir
samræmingu þessa verksviðs og útgáfu fræðsluefnis sem
einkum er ætlað heilbrigðisstéttum.
Fræðsluefni þetta er fáaniegt á internetinu. Þar kemur
fram að ofbeldi sé alheimsheilbrigðisvandamál en efnið
byggist á röð kannana og tölfræðilegra upplýsinga alls
staðar að úr heiminum. Þar er einnig lýst heilsufarslegum
afleiðingum ofbeldis gegn konum og hvernig starfsfólk í
heilbrigðisstéttum geti tekið höndum saman við aðra í
samfélaginu til að berjast gegn vandanum.
Þjálfa þarf starfsfólk í heilbrigðisstéttum til að bera
kennsl á bæði dulin og sjáanleg merki um ofbeldi til þess
að geta komið fórnarlömbunum til hjálpar. Starfsfólk heil-
brigðisstétta er mikilvægasti og oft eini tengiliður kvenna
sem búa við misþyrmingar.
Það kemur sömuleiðis fram í efninu frá WHO að einnig
er mikilvægt að koma á fót stuðningsnámskeiðum og vel
samhæfðu lögfræðilegu og félagslegu hjálparkerfi. Þar er
lögð áhersla á grundvallarskyldur aðildarríkjanna hvað
varðar það að vernda og stuðla að bættu heilbrigði
kvenna með því að berjast gegn ofbeldi.
Allir innan heilbrigðisgeirans bera sína ábyrgð
Hjá WHO er bent á að hjúkrunarfólk og annað starfsfólk
heilbrigðisstétta geti á margan hátt komið fórnarlömbum
ofbeldis til aðstoðar, allt eftir stöðu þess innan kerfisins.
Starfsfólk við heilsugæslustöðvar og lækningastofur
fær til dæmis stundum að heyra orðróm um að eiginkonu
sé misþyrmt eða barn beitt ofbeldi, eða það kemur auga á
ummerki ofbeldis þegar konur leita lækninga af öðrum
orsökum. Starfsfólk á sjúkrahúsum eða slysadeildum er
212-------------------------------------------------------
oft fyrsti tengiliður konu sem hefur verið nauðgað eða
misþyrmt á annan hátt. Starfsfólk heilsugæslu, sem
heimsækir stofnanir á borð við fangelsi, geðsjúkrahús eða
hjúkrunarheimili, er iðulega eina utanaðkomandi hjálpar-
hella fórnarlamba líkamlegra misþyrminga.
Yfirmönnum í almennri heilsugæslu ber skylda til að
vekja athygli á ofbeldisvandanum vegna þess að hann er
ein helsta ástæða heilsuvanda kvenna í flestum löndum
heims. Þeir verða að tryggja að nægjanlegu fjármagni sé
veitt í gagnasöfnun, mótun leiðbeininga og þjálfun í færni
við að fletta ofan af ofbeldi og misbeitingu áður en það er
orðið um seinan. Þar að auki verða stjórnendur að taka á
sig ábyrgð að tryggja að starfslið þeirra fái nauðsynlega
þjálfun og þekkingu til að taka á vandanum og að skipu-
leggja samstarfsverkefni við önnur öfl innan samfélagsins,
svo sem lögreglu og félagslega þjónustu.
Grundvallaraðgerðir
WHO hefur lagt fram tillögu að því hvernig venjulegt hjúkr-
unarfólk geti tekið á því vandamáli sem líkamlegt ofbeldi
er.
Starfsfólk heilbrigðisstétta hefur hvorki tíma né þjálfun í
að taka fulla ábyrgð á að uppfylla þarfir kvenna sem sætt
hafa ofbeldi. Það getur þó greint vandamálið og stundum
tryggt að konum eða stúlkum sé vísað á staði þar sem
þær geta notið verndar eða umönnunar.
WHO hefur mótað lágmarksviðmið um þær aðgerðir
sem starfsfólk heilbrigðisstétta um heim allan getur gripið
til:
1. í fyrsta lagi er fyrir öllu að starfsfólk heilbrigðisstétta
forðist að bæta gráu ofan á svart. Sé fórnarlambinu
ekki sýnd samúð, eða því á einn eða annan hátt gefið
til kynna að því sé að hluta til sjálfu um að kenna það
sem gerst hefur, eykur það einungis á skömm þess og
niðurlægingu og leiðir til enn frekari einangrunar.
Eftir blaðakonuna Gretelise Holm. Greinin birtist
áður í „Sygeplejerskentímariti danskra
hjúkrunarfræðinga, og er birt með leyfi þess.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000