Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Side 33
2. Veitið athygli ummerkjum um ofbeldi og misbeitingu og
fylgið málinu eftir.
3. Sé uppi grunur um líkamlegt ofbeldi, gerið það þá að
venju að spyrja hvort sjúklingurinn hafi nokkra reynslu
af ofbeldi eða misbeitingu.
4. Tryggið að konum og stúlkum, sem beittar hafa verið
líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, sé veitt læknis-
meðferð og að ofbeldisins sé getið I læknaskrám.
5. Vísið sjúklingum á viðeigandi félagsþjónustu, neyðar-
athvarf eða stuðningshópa.
6. Berið virðingu fyrir þörf sjúklingsins fyrir trúnaðartraust
og gætið þagnarskyldu um læknaskrár eða aðrar
upplýsingar.
Spurningar fyrir fórnarlömb
Því er haldið fram af háifu WHO að hægt sé að auka færni
starfsfólk í heilbrigðisstéttum við að aðstoða konur og
stúlkur, sem eru fórnarlömb ofbeldis og/eða misbeitingar,
með þjálfun og með því að leggja fram skriflegar ieiðbein-
ingar um hvernig hægt sé að koma fórnarlömbum til
hjálpar. Það sannar dæmi frá sjúkrahúsi í Bandaríkjunum
þar sem fimmfalt fleiri konur, sem orðið hafa fyrir ofbeldi,
finnast nú en áður en farið var að framfylgja ákveðnum
vinnureglum.
Eftirfarandi spurningar eru dæmi um það sem
hjúkrunarfólk og læknar á sjúkrahúsi á Þennsylvaníufylki
spurðu konur. Þessar spurningar má nýta að vild því konur
um allan heim búa að mestu leyti við sömu vandamál.
„Ofbeldi er mjög algengur þáttur í lífi kvenna og því
spyr ég allar konur sem ég ræði við um heimilisofbeldi.
Hefur maki þinn nokkru sinni barið þig eða misþyrmt?"
„Stundum ræði ég við konur sem hafa fengið áverka
eins og þú ert með vegna þess að þær voru barðar. Kom
það fyrir þig?“
„Þegar fólk kemur á deildina með sömu einkenni og þú
ert með, má stundum rekja það til vandamála heima fyrir.
Hefur einhver gert þér mein?“
„Þú nefndir að maki þinn drekkur áfengi. Hættir honum
stundum til að beita ofbeldi?"
Almennar vinnureglur fyrir starfsfólk heilbrigðis-
stétta
WHO hefur tekið saman lista yfir leiðbeiningar fyrir starfs-
fólk heilbrigðisstétta til að komast að raun um hvort konur
hafi verið beittar ofbeldi.
1. Óttist ekki að spyrja. Öfugt við það sem almennt er
talið eru konur yfirleitt viljugar til að opna sig og fletta
ofan af líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, séu þær
spurðar á beinan hátt og án fordóma. Margar þeirra
bera reyndar í brjósti þá duldu ósk að einhver spyrji
þær.
2. Mótið umhverfi sem styður við konuna án fordóma.
Leyfið henni að segja sögu sína og leggið áherslu á að
enginn eigi undir nokkrum kringumstæðum barsmíðar
eða nauðgun skilið.
3. Verið vakandi fyrir viðvörunarmerkjum. Ákveðin meiðsl
eða ástand ættu að vekja grunsemdir um ofbeldi og
kynferðislega misbeitingu. Sem dæmi má nefna: 1)
sífelldar, óljósar kvartanir án neinnar sjáanlegrar
ástæðu; 2) meiðsl sem ekki ber saman við útskýring-
una á hvernig þau komu til; 3) maka sem er
ofurnærgætinn, stjórnsamur eða vill ekki yfirgefa konu
sína; 4) líkamleg meiðsl við þungun; 5) tilraunir til
sjálfsvígs og 6) bið á því að slys verður og þar til konan
hefur samband við sjúkrastofnun eða slysadeild.
4. Leggið mat á hvort konan og börn hennar eru í
yfirvofandi hættu og aðstoðið þau við að íhuga hvaða
leiðir eru færar. Gæti vinur eða ættingi verndað hana
eða ætti að vísa henni á t.d. kvennaathvarfið?
5. Gerið konunni grein fyrir að heilbrigðis- og dómskerfið
standi með henni. Samkvæmt hegningarlögum flestra
ríkja eru nauðganir og líkamlegt ofbeldi glæpsamlegt
athæfi, jafnvel þótt ekki séu til sérstök lög um heimilis-
ofbeldi. Reynið að komast að því hverra kosta konan á
völ um lögfræðilega aðstoð.
6. Bjóðið konunni nýjan tíma til að fylgja eftir aðstoðinni
við hana.
7. Látið liggja frammi veggspjöld og bæklinga um
heimilisofbeldi, nauðganir og kynferðislegar misþyrm-
ingar ásamt upplýsingum um hvar sjúklingar geta leitað
hjálpar og stuðnings.
8. Farið gætiiega í að ávísa róandi lyfjum því þau geta
dregið úr færni sjúklings til að sjá fyrir og bregðast við
árásum makans og þannig sett hana í enn meiri hættu
en annars.
9. Mótið og haldið vakandi tengslum við bæði opinber og
óháð samtök sem aðstoða konur sem verða fyrir
ofbeldi.
Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar starfsfólki heilbrigðis-
stétta. WHO leggur áherslu á að samþætta verður baráttu
gegn ofbeldi gegn konum almenna heilbrigðiskerfinu,
bæði í héraði og á landsvísu, og að óháð samtök tengist
starfseminni. Aðalmarkmið þessarar baráttu er að breyta
viðhorfum bæði kvenna og karla. Sem dæmi má nefna að
í Uraco Rueblo í Hondúras eru bæði leikræn tjáning,
umræður og hlutverkaleikir þættir í þjálfunaráætlun fyrir
starfsfólk heilbrigðisstétta um heimilisofbeldi og kynferðis-
lega misbeitingu kvenna og barna.
Lesið meira á: www.who.int/frh-whd/VAW
infopack.htm
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000
213