Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Qupperneq 36
vandamál. Heilbrigðisþjónustan komi á fót skipulögðu
kerfi úrlausna fyrir þolendur jafnt sem gerendur. Kanna
hvort heppilegt sé að nota sem fyrirmynd í þessu
sambandi neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis fyrir
sérstaka móttöku þolenda heimilisofbeldis.
3. Endurskoða, með samstarfi fagfélaga og menntastofn-
ana, nám heilbrigðisstétta með tilliti til kynjamunar í ein-
kennum og meðferðarþörf sjúkdóma með það að
markmiði að gera þær hæfari í að greina kynbundinn
mun í heilsufari, einkennum og meðferðarþörf sjúkdóma.
Meta skal þörf fyrir endurmenntun á völdum sviðum.
4. Kanna aðstöðu erlendra kvenna er flytja til landsins
(nýbúakvenna) með það að markmiði að auðvelda
aðlögun þeirra að íslensku þjóðfélagi. Tryggja að nýbúa-
konur séu meðvitaðar um réttindi kvenna á íslandi.
4. Brugðist verði með markvissum hætti við margvís-
legum vandamálum sem áberandi eru hjá konum og
tengjast m.a. heilsufari þeirra.
Tillögur um framkvæmd:
1. Skilgreina reykingar kvenna sem heilsufarslegt vanda-
mál og grípa til viðeigandi ráðstafana.
2. Efla rannsóknir á atvinnusjúkdómum meðal kvenna,
atvinnutengdri vanlíðan þeirra og að bætur verði
tryggðar vegna atvinnusjúkdóma.
3. Bregðast með aðgerðum við bágri stöðu tiltekinna
hópa kvenna, s.s. fatlaðra, aldraðra og nýbúa, og leita
úrræða til að styrkja stöðu þessara hópa.
4. Styrkja viðbrögð við vangreindum og vanmeðhöndl-
uðum geðrænum vandamálum kvenna.
5. Styrkja þjónustu við fjölskyldur.
6. Efla heilbrigðisþjónustu við konur vegna líffræðilegs
hlutskiptis þeirra.
7. Tryggja þarf jafna aðstöðu kynja til íþróttaiðkunar og
átaks er þörf til að efla þátttöku unglingsstúlkna og
ungra kvenna í íþróttum.
8. Endurskoða þarf áfengismeðferð kvenna á íslandi.
fdjSk Hjúkru nai þing
^ Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga £, vcr^ur haldið föstudaginn 10. nóvember 2000 í Borgartúni 6. °)Var?^ Á þinginu verður fjallað um lijúkrunarmeðferð frá ýmsum sjónarhornum
Dagskrá: 10:30 Hópvinna. Niðurstöður hópanna til sýnis.
8:00 Skráning. 12:00 Hádegisverður.
8:30 Setning hjúkrunarþings: Herdís Sveinsdóttir, 13:00 Framsöguerindi: Hjúkrunarfræðingar sem
formaður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stunda kjörmeðferð f hjúkrun lýsa meðferðinni,
8:40 Framsöguerindi: hver eru rökin fyrir henni, hver er útkoman og
• Hjúkrunarmeðferð: Umfjöllun um skilgreiningar og hvernig styður hún þá hjúkrun sem er veitt.
innihald hjúkrunarmeðferðar og vangaveltur í • Guðrún Hauksdóttir; Höfuðbeina og
tengslum við faglega þróun hjúkrunar. spjaldhryggsjöfnun
Helga Jónsdóttir, dósent við HÍ. • Rósa Guðmundsdóttir, Helga Hinriksdóttir;
• Rannsóknir og hjúkrunarmeðferð: Mat á árangri, Hugræn atferlismeðferð
vandamál við að meta eða mæla árangur eða • Salbjörg Bjarnadóttir, Unnur Heba
hvort á mæla árangur. Steingrímsdóttir; Dáleiðsla
Auðna Ágústsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri • Rósa Jónsdóttir; Reykleysismeðferð
Landspítala-Fossvogi. • Hrund Helgadóttir; Nudd og pólun
• Þróun hjúkrunarmeðferðar. • Margrét Hákonardóttir; Bæn
Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala- 14:40 Kaffi.
Fossvogi. 15:00 Rallborðsumræður.
• Flokkun hjúkrunarmeðferða. 16:00 Samantekt á niðurstöðum og þingi slitið.
Ásta Thoroddsen, lektor við HÍ. 16:10 Léttar veitingar.
10:00 Kaffi.
Þátttökugjald er 1.500,- kr. og er innifalið hádegisverður og kaffi.
Þátttöku skal tilkynna fyrir 1. nóvember 2000 á skrifstofu félagsins í síma 540 6400 eða I netfangi:
hjukrun@hjukrun.is þar sem fram kemur nafn og kennitala.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 200.
Skrifstofa félagsins verður lokuð 10. nóvember vegna Hjúkrunarþings.
216
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000