Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 37
Ritdómur Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðhjúkrunarsviðs á Landspítala háskólasjúkrahúsi Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi Mál og menning, Sæunn Kjartansdóttir, 148 bls. - isbn 9979-3-1952-6 Bókin „Hvað gengur fólki til?“ eftir Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini og hjúkrunarfæðing, er einstaklega aðgengileg og skemmtileg bók um annars flókinn og margbrotinn veru- leika, þ.e. heim tilfinninganna. Texti bókarinnar er skýr og þannig kemst hugmyndafræði sálgreiningar og lýsingar á viðfangsefnum hennar vel til skila til lesandans. Ég tel að Sæunn hafi náð markmiði sínu með bókinni, eða eins og hún segir í upphafi bókarinnar, að hún vilji „vekja forvitni fólks á hugmyndaheimi sálgreiningar, fyrst og fremst kenningum um viðfangstengsl" (bls.13). Um þessar mundir beinast rannsóknir á sálrænum við- fangsefnum og einkennum að líffræði- og atferlislegum skýringum þar sem „hlutleysi vísindanna" er haft í háveg- um. Ætla mætti að hugmyndir sálgreiningar bættu engu við þær vísindalegu skýringar. Vitneskjan um samsetningu gena einstaklinga útrýmir ekki flóknu tilfinningalífi þeirra. Ég er því sammála Sæunni sem heldur því fram að hug- myndafræðigrunnur sálgreiningar auki við skilning okkar á fólki þrátt fyrir að erfitt sé að meta fræðin með raun- vísindalegum mælikvörðum. Fyrstu kaflar bókarinnar eru í heimildaritgerðastíl og fjalla um kenningar sálgreiningar sem Sæunn gerir á skýran og hefðbundinn hátt. í seinni hluta bókarinnar skrifar Sæunn meira frá eigin brjósti og bregður á mörg viðkvæm viðfangsefni ijósi sálgreiningar. Hún gerir það á einstaklega læsilegan hátt og heldur þannig lesandanum vel við efni bókarinnar. Mér fannst síðasti kafli bókarinnar „Óðurinn til fíknarinnar" vera hátindur bókarinnar. Gagn- rýnin, ögrandi, rökföst og opin umræða um áfengismeð- ferðarmálin á íslandi er einkenni kaflans. Sæunn hefur áræði til að fjalla um þá forboðnu umræðu sem áfengis- meðferð á íslandi hefur verið. Sú umræða hefur löngum verið hafin yfir gagnrýni samkvæmt fullyrðingum stýrenda og áhangenda áfengismeðferðarstefnunnar hér á landi. Sæunn tengir þá umræðu við skilgreiningu á fíkn og fíknar- hugtakinu. Hún segir: „Vandamálið er fíkn og lausnin bindindi, en það fellur vel að dálæti okkar á skjótum og einföldum úrræðum. En tilvera okkar og vandamál eru flóknari og margslungnari en svo að við getum sett þau inn í einfalda formúlu" (bls. 129). Ég er ekki í neinum vafa um að efni bókarinnar höfðar til hjúkrunarfræðinga á ölium sérsviðum hjúkrunar. Kjarni sálgreiningar er að „hlusta, skilja og setja í samhengi" en það eru allt áhersluþættir sem þekktir eru innan geðhjúkr- unar. Þetta eru gildi og áhersluþættir sem eiga oft erfitt uppdráttar í hraða nútímasamfélags og þjónustustofnana þess þar sem kjarni umræðunnar er gjarnan meiri árangur fyrir minna framlag. Sýnt er að hugmyndafræði sálgrein- ingar á erfitt uppdráttar í þeim hugsunarhætti. í heild sinni er bókin vel upp sett þó á stöku stað saknaði ég nokkurra samantekta eftir umfjöllun eða kafia. Einnig fannst mér að heimildaskráin eftir kaflana ætti að vera „ein með öllu“ alveg eins og aftast í bókinni. Ég óska Sæunni til hamingju með það þrekvirki að skrifa bók sem fjallar um kenningar og viðfangsefni sálgreiningar á þann hátt að unun var að lesa á íslensku. ' áttuv,n Já i vandavn í) f Á F C N B I S - 0 C ' VÍMUVHBNHRÁO Vandamál sem tengjast áfengis- og vímuefnanotkun geta verið margskonar. Hér eru upplýsingar um úrræði sem standa til boða. Stofnun, félag Heimilisfang Sími Félagsþjónustan í Reykjavík, unglingaráðgjafar Sjá hverfaskrifstofur Vesturbær 535 3100 Austurbær, Árbær, Kjalarnes 535 3200 Breiöholt 535 3300 Grafarvogur 587 9400 Fjölskyldumiðstöð Heilsuverndarstöðin v/ Barónsstíg, 101 Reykjavfk 511 1599 Fjölslylduþjónusta þjóökirkjunnar Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík 562 3600, símatími alla daga kl. 12.45-13.30 Götusmiðjan Fræðslu- og Qölskyldudeild Stórhöfða 15, 110 Reykjavík 520 2048 sM Armúli 18, Síðumúli 3-5, 108 Reykjavík 581 2399 Stígamót Vesturgata 3, 101 Reykjavík, 562 6868, 562 6878 Trúnaöarslmi Rauðakrosshússins 800 5151 Umboðsmaður barna Laugvegur 13, 101 Reykjavík 552 8999, 800 5999 Vfmulaus æska, foreldrasamtök Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík 511 6160, 581 1799 Að auki má nefna að heilsugæslustöðvar um allt land, námsráðgjafar og skólahjúkrunarfræöingar í skólum landsins og prestar veita ýmsa ráðgjöf og geta vísaö til sérfræðinga utan sinna stofnana. www.vimuvarnir.is Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000 217

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.