Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Qupperneq 38
é>flíikA frAmMAstíÁms uíS
Háskóla íslands
Við upphaf nýs kennsluárs 2000-2001 boðaði rektor Háskóla
íslands, Páll Skúlason, stóraukið átak á sviði framhalds-
menntunar í skólanum. Þessi stefna rektors fer afar vel
saman við þá uppbyggingarvinnu sem á sér stað í
hinni nýstofnuðu hjúkrunarfræðideild. Árið 1998 hófst nám til
meistaragráðu í hjúkrunarfræðideildinni. Nú er því komin
töluverð reynsla á þetta nám, fyrsti árgangurinn að Ijúka námi
og ekkert virðist vera því til fyrirstöðu að við getum tekið þátt í
áformum rektors um að efla framhaldsnám. Á undanförnum
misserum höfum við einmitt unnið að tillögum um leiðir til að
auka fjölbreytni í námsvali í framhaldsmenntun hjúkrunar-
fræðinga og Ijósmæðra.
í uþþhafi var meistaranámi í hjúkrunarfræði, líkt og í öðrum
deildum Háskóla íslands, sniðinn þröngur stakkur
fjárhagslega og takmarkaði það mjög möguleika á fjölbreyttu
Heilbrigðisstofnunin,
Siglufirði
Hjúknuiarfræðingar!
Okkur vantar hjirkrunarfræðinga
strax 1 fastar
stöður og til afleysinga.
Mikil vinna fyrir þá sem það vilja.
Góð laun í boði.
Hafið samband og/eða komið í
heimsókn og kynnið ykkur
aðstæður.
Upplýsingar veitir hjúkmnar-
forstjóri í síma 467 2100.
námsframboði. Nú hefur fjárveiting til framhaldsnáms aukist
og það gerir okkur aftur kleift að fjölga valmöguleikum. Við
höfum m.a. ákveðið að bjóða nám sem leiða mun til klínískrar
sérhæfingar í hjúkrunarfræði og er vonast til að slíkt nám geti
hafist haustið 2001. Einnig vinnum við að skipulagi
námsleiðar á sviði upplýsingatækni og hjúkrunar og erum að
kanna möguleika á samstarfi um stjórnunarnám og hjúkrun.
Eins og verið hefur fram til þessa vonum við að
aðaleinkenni framhaldsnáms í hjúkrunarfræðideild Háskóla
íslands verði sveigjanleiki. Lögð er áhersla á að hver nemandi
geti fundið leið til að aðlaga námsval að áhugasviðum sínum
og námsframvindu að þeim fjölbreyttu skuldbindingum sem
flestir þeirra hafa. Reikna má með að stór hluti nemenda vinni
með námi og er námið skipulagt þannig að það bjóði upp á
töluverðan sveigjanleika. Þannig er t.d. hægt að Ijúka 60
eininga námi á 4 árum. Ekki hafa verið sett skilyrði um röðun
námskeiða , þ.e. forkröfur, og drjúgur hluti námsins er val. Því
gefst hverjum nemanda töluvert svigrúm til að velja
samsetningu námskeiða.
í kjarna, sem allir nemendur taka, eru 17 einingar, þar af 12
einingar úr hjúkrunarfræðinni. Með þeim einingum teljum við
tryggt að nemandinn hafi kynnst þeim stefnum og aðferðum
sem liggja til grundvallar fræðimennsku í hjúkrun.
Annað atriði, sem við höfum leitast við að efla, er þverfag-
legt samstarf og erlend samskipti. í þeirri viðleitni hvetjum við
nemendur til að sækja námskeið í öðrum deildum, t.d. í
félagsvísindum, heimspeki, tölvunarfræði, viðskiptafræði og
guðfræði og ýmislegt annað kemur auðvitað til greina. í
meistaranámsnefndum hvers nemanda eru gjarnan kennarar
úr öðrum deildum og þá helst þeir sem nemendur hafa tekið
námskeið hjá. Hefur það samstarf gengið vel. Við höfum
einnig áhuga á samstarfi við aðra háskóla á íslandi og
erlendis. Gert er ráð fyrir að hver nemandi Ijúki a.m.k. 5
einingum við erlenda mennta- eða rannsóknarstofnun
erlendis og nemendur hvattir til að dvelja eitt misseri utan-
lands. Við viljum gjarnan að námsdvalir nemenda okkar
erlendis lengist frá því sem nú er og munum halda áfram að
bæta möguleika þeirra til þess, t.d. með þátttöku í Sókrates-
neti. Sambönd okkar við skóla erlendis styrkjast stöðugt og
vonumst við til að í framtíðinni verði ýmsir spennandi
möguleikar í boði. Nú í haust verður unnið að nánari útfærslu
á hinum nýju námsleiðum og verður vonandi hægt að kynna
þær nánar í desemberhefti tímaritsins.
Kristín Björnsdóttir.
218
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000