Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 40
Anna Birna Jensdóttir
sviðstjóri öldrunarhjúkrunar Landspítala - háskólasjúkrahúss
// I
hratt vaxandi málaflokkur
Öldrunarþjónustan er vaxandi þjónustugrein í takt við
hlutfallslega fjölgun þeirra sem elstir eru í hópi íslendinga.
Gífurleg uppbygging hefur orðið í öldrunarþjónustu íslend-
inga síðastliðin 20 ár. Um landið allt hafa verið byggð eða
endurgerð hjúkrunarheimili og sjúkrahús sem sinna
öldruðum með virkri meðferð og/eða langtímaumönnun sé
þess þörf. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið hérlendis,
sýna að þjónustan á stofnunum hér á landi er almennt til
fyrirmyndar í samanburði við stofnanaþjónustu í vestræn-
um löndum. Enn fremur er húsakostur víða með því besta
sem gerist og nýtísku tækjabúnaður til að létta störfin
nánast alls staðar til reiðu.
Þjónustuúrræðum fjölgar bæði í heimaþjónustu sem og á
stofnunum. Þar af leiðandi er vaxandi þörf fyrir fólk til starfa í
öldrunarþjónustu, bæði faglærða sem almenna starfsmenn.
Öldrunarþjónustan er að langstærstum hluta rekin fyrir
almannafé nema að því leyti sem aldraðir sjálfir taka þátt í
kostnaði eftir tekjum. Ríkið sér öldrunarstofnunum, sjúkra-
húsum og heilsugæslustöðvum fyrir rekstrarfé en sveitar-
félögin annast heimilishjálpina og rekstur þjónustumiðstöðva.
Mikil þensla á atvinnumarkaði ásamt vaxandi velmegun
hér á landi hefur leitt til þess að skortur er á starfsfólki,
einkum í þjónustugreinum. Áætlað er að starfsfólk vanti í
u.þ.b. 400 störf á höfuðborgarsvæðinu, þar með talið í
heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarforstjórar öldrunarstofnana á
höfuðborgarsvæðinu leituðu í ársbyrjun til Ingibjargar
Þálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, til
ráðagerða um hvernig skynsamlegast væri að bregðast
við. Ráðherra ákvað að skipa nefnd er ynni að því að:
• stuðla að viðhorfsbreytingu meðal almennings til öldr-
unar og þess að starfa í öldrunarþjónustu
• bæta þá ímynd sem störf í þágu aldraðra hafa meðal
ungs fólks og heilbrigðisstarfsmanna almennt.
Nefndina skipa: Anna Birna Jensdóttir, Birna K.
Svavarsdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skipaðar af ráð-
herra, Vilborg Ingólfsdóttir og Aðalsteinn Guðmundsson,
skipuð af landlækni, Jóhann Árnason, skipaður af deild
forsföðumanna innan Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu,
og Sigþrúður Ingimundardóttir, skipuð af deild hjúkrunar-
forstjóra innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
220
Leitað verður til öldrunarstofnana um markvissa þátt-
töku í verkefninu.
Annað brýnt verkefni, sem Ijóst var að vinna þyrfti
samhliða, eru menntunarmál. Leitað var til Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra og lögð áhersla á eftirfarandi:
a) fjölga þarf námsplássum í hjúkrunarfræði á íslandi
b) koma þarf á skipulögðu/starfstengdu íslensku nám-
skeiði fyrir erlenda starfsmenn í öldrunarþjónustu í
samvinnu við öldrunarstofnanir.
c) lágmarksskilyrði fyrir ráðningu til starfa við umönnun
aldraðra sé að hafa farið á námskeið í grundvallar-
umönnun aldraðra
d) vinna þarf að því að almennir starfsmenn, sem hafa
reynslu í umönnun aldraðra og sótt hafa námsskeið, fái
reynslu sína og þekkingu metna til sjúkraliðanáms.
Útbúa þarf sérleið fyrir þá þannig að þeir geti stundað
sjúkraliðanám með starfi þar til réttindum er náð.
Til Ráls Péturssonar félagsmálaráðherra var enn fremur
leitað með lið b).
Félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra lögðu
strax fram fjármagn til að koma á farandverkefni varðandi
íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn öldrunarþjónustu.
Skilyrði var að íslenskukennslan væri tengd því að starfa
með öldruðum. Skipaður var stýrihópur með verkefninu og
koma þar að fulltrúi starfsmenntaráðs, Vinnumálastofn-
unar, Miðstöðvar nýbúa og öldrunarstofnana. Námsflokkar
Reykjavíkur voru fengnir til að annast námsgagnagerð og
kennslu. Fyrsta námskeiðið fer af stað á Landakoti í
október og er það 7 vikna námskeið.
Þriðja verkefnið, sem unnið var að, voru launamálin.
Hjúkrunarforstjórar og forstöðumenn öldrunarstofnana
héldu á fund Geirs Haarde fjármálaráðherra og lögðu
áherslu á að hraðað yrði að ganga frá kjarasamningi við
Eflingu. Markmiðið var að tryggja að lágmarkslaun í
umönnunarstörfum stæðust samkeppni við launakjör sem
í boði eru á almenna vinnumarkaðnum þannig að
öldrunarþjónustan væri samkeppnisfær um starfsfólk.
Fjármálaráðuneytið gekk frá samningi við Eflingu í sumar,
nokkrum mánuðum áður en samningurinn var laus.
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 76. árg. 2000