Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2000, Page 45
Kveðja frá Akureyri
A vordögum árið 2000 var haldin á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) námsstefna um
bætta þjónustu við krabbameinssjúklinga á
landsbyggðinni.
Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar frá
umdæmum eftirfarandi heilbrigðisstofnana:
Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki,
Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum
og Neskaupstað.
Námsstefnunni var ætlað að leggja grunn að bættri þjón-
ustu við krabbameinssjúklinga á þessum tilteknu lands-
svæðum. Samvinna hefur verið meðal hjúkrunarfræðinga
hvar sem er á landinu um þjónustu við krabbameins-
sjúklinga. Samt sem áður er Ijóst að stuðla þarf að enn
frekari samvinnu til að tryggja samfellu í þeirri þjónustu sem
veitt er einstaklingum með krabbamein og fjölskyldum
þeirra. Það sem ýtti undir að þessi námsstefna varð að
veruleika var einkum þrennt. í fyrsta lagi niðurstöður rann-
sóknar sem gerð var á umfangi þjónustu við krabba-
Hluti námsstefnugesta.
meinssjúklinga á FSA þar sem einnig voru könnuð viðhorf
starfsfólks til þjónustunnar, í öðru lagi ráðning klínísks
sérfræðings í krabbameinshjúkrun við stofnunina og í þriðja
lagi aukinn áhugi krabbameinssjúklinga víða á landsbyggð-
inni á heimahlynningu. FSA stóð myndarlega að baki
námsstefnunnar og er þetta framtak ánægjuleg viðbót við
aðrar jákvæðar framfarir sem stjórnendur sjúkrahússins hafa
staðið að á síðustu árum í þágu þessa sjúklingahóps og
þeirra fjölskyldna. Námsstefnan var haldin í samvinnu við
starfsfólk heimahlynningar á Akureyri sem lagði til margs
konar fróðleik sem féll í góðan jarðveg hjá þátttakendum.
Námsstefnan hófst með ávarpi Ólínu Torfadóttur, fram-
kvæmdastjóra hjúkrunar á FSA, þar sem fram kom að
innlagnir krabbameinssjúklinga á FSA eru um fjögur
hundruð á ári. Ólína nefndi í ávarpi sínu mikilvægi þess að
hlustað sé á það fólk sem hefur þá reynslu að hafa greinst
með krabbamein enda sé það grundvöllur þess að
forræðishyggju sé ekki beitt. Elísabet Hjörleifsdóttir, klínískur
sérfræðingur í krabbameinshjúkrun á FSA, greindi frá því
hvað felst í starfinu og um það hvernig áherslur í hjúkrun
hafa breyst í tímans rás. í því sambandi nefndi hún hvernig
sérfræðiþekking innan hjúkrunar getur komið til móts við
þær breytingar. Kristín Bjarnadóttir, formaður Norðaustur-
landsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, ávarpaði
því næst fundinn. Hún sagði hugmyndafræðina að baki
námsstefnunni samræmast í öllu stefnu Norðausturlands-
deildarinnar um að efla fræðslu á svæðinu og styrkja tengsl
hjúkrunarfræðinga á hinum ýmsu stofnunum. Að lokum
tilkynnti Kristín að sú ákvörðun hefði verið tekin í stjórn
deildarinnar að kosta fræðslu fyrir hópinn á haustdögum.
Því næst hófust fyrirlestrar sem voru fjölbreyttir og
sköpuðust bæði skemmtilegar og gagnlegar umræður í
kjölfar þeirra. Sigrún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á
lyflækningadeild II FSA og heimahlynningar á Akureyri, bar
saman hjúkrun dauðvona sjúklinga á sjúkrahúsum og í
heimahúsum. Hún leitaðist við að svara tveimur megin-
spurningum, annars vegar hvort sjúklingar og fjölskyldur
þeirra hafi valmöguleika og hins vegar hver vilji sjúklinga
og fjölskyldna þeirra er. Rut Retersen, deildarstjóri heima-
hjúkrunar við Heilsugæslustöðina á Akureyri, kynnti fyrir-
komulag og starfsemi heimahjúkrunar. Þorbjörg Jónsdóttir,
verkjahjúkrunarfræðingur á FSA og hjúkrunarfræðingur
heimahlynningar á Akureyri, flutti erindi um verki og
meðferð þeirra. Að lokum skýrði Sigrún Rúnarsdóttir frá
þróun á starfsemi heimahlynningar á Akureyri og þar kom
fram að umfang starfseminnar hefur aukist gríðariega frá
upphafi hennar, sífellt fleiri sjúklingar og aðstandendur leita
eftir slíkri þjónustu. Fyrra degi námsstefnunnar lauk síðan
með sameiginlegum kvöldverði þátttakenda.
Seinni dagurinn hófst með því að Bryndís Þórhalls-
dóttir, hjúkrunarfræðingur á slysadeild FSA og nýráðinn
hjúkrunarfræðingur heimahlynningar á Akureyri, talaði um
viðhorf sín til hins nýja starfs og tveir reyndari hjúkrunar-
fræðingar heimahlynningar ræddu um reynslu sína að því
að vera sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingar í heima-
hlynningu krabbameinssjúkra. Því næst flutti Elísabet
Hjörleifsdóttir fyrirlestur þar sem hún fjallaði um samskipti
við mikið veika sjúklinga og fjölskyldur þeirra og mikilvægi
tengslamyndunar. í fyrirlestrinum kom fram hvernig líðan
og viðbrögð unglinga geta verið við þessar aðstæður og
225
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 76. árg. 2000