Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 13
Christopher Johns
hjúkrunarfræðingur
'RM
Christopher Johns var
aðalfyrirlesari á hjúkr-
unarráðstefnu sem haldin
var á Akureyri í júní á sl.
ári. Hann fjallaði þar m.a.
um rýni og birtast vanga-
veltur hans um það hugtak
hér á eftir.
Rýni geta menn ýmist beitt á stað og stund í daglegum störf-
um eða til að kafa í liðin atvik og læra af þeim betri vinnu-
brögð. Rýni í daglegum störfum felst í því að koma auga á
þungamiðjuna í hverju atviki meðan það á sér stað til að geta
brugðist við á sem skynsamlegastan hátt. Rýni í liðin atvik fer
fram eftir að atburðirnir hafa átt sér stað og tilgangurinn er þá
að læra af reynslunni. Þegar rýnirinn nýtur kerfisbundinnar
aðstoðar annars reynds rýnis við könnun liðinna atvika getur
sú könnun orðið eins konar samstarfsverkefni í sjálfsathugun
og umbreytingu rýnisins. Umbreyting rýnisins felst í því að
hann finnur hvernig rýnin leiðir til breytinga hjá honum sjálf-
um, við rýnina hefur hann öðlast nýjan skilning, athygli hans
beinst að nýju atriði, og þessari nýju þekkingu beitir hann
síðan í starfi. Rýnina þarf að setja fram í frásagnarstíl og beina
sjónum sérstaklega að þeim atriðum sem gætu komið sér vel í
starfi.
Rýni með aðstoð annars rýnis nefnist rýni með leiðbein-
anda. Hún hefst á því að rýnirinn rifjar upp hversdagsleg
atvik. Lærdómsríkustu atvikin tengjast oft einhverju sem
vekur geðshræringu eða áhyggjur. Svo er þó ekki nærri alltaf
og rýnin getur snúist um ósköp venjulega hluti. Ég er forfalla-
hjúkrunarfræðingur' á líknardeild og sný mér yfirleitt að rýn-
inni að lokinni vakt og skrifa þá eins konar skýrslu. Lítið á
hvað ég skrifaði eftir tvær vaktir sem ég tók fýrir skömmu.
Hafið eftirfarandi atriði í huga meðan þið lesið frásagnirnar:
• Hvað gæti skipt máli til að bæta verklagið?
• Augljósar mótsagnir milli æskilegra og raunverulegra
vinnubragða.
• Hvað kemur í veg fyrir að æskileg vinnubrögð séu tekin
upp?
• Hvemig sjálf rýnin er byggð upp - má þekkja kunnugleg
mynstur?
• Hvort ykkar reynsla kemur heim við mína.
• Hvaða atriðum þið vilduð taka á.
Jóhann, Margrét, Guðlaug og Vilborg
Þriðjudagur 12. apríl
Jóhann er 88 ára ekkjumaður, bifvélavirki. Okkur (morgun-
vaktinni) er sagt að hann sé „geðvondur“ þótt hann hafi verið
með skárra mótinu í nótt. Hann er á líknardeildinni í hvíldar-
innlögn meðan dóttir hans er í fríi. Hún kemur heim á mið-
vikudaginn. Ætlunin er að senda hann á hjúkrunarheimili á
næstunni. Sjálfur vill hann komast í þjónustuíbúð en „talið er“
að hann ráði ekki við það. Hann er þögull, situr úti í homi.
Við gefum lyfin. Jóhann er á nokkrum lyfjum sem hann tekur
orðalaust, hann kvartar ekkert um verki að þessu sinni en þeir
hafa bagað hann að undanfornu.
Ég vinn með Guðlaugu á þessari morgunvakt og fjórir
sjúklingar eru í okkar umsjá. Guðlaug fer að baða Söndru.
Rétt áður en hún fer segir hún: „Spurðu Jóhann hvort hann
vilji fara í bað og impraðu í leiðinni á þessu með hjúkrunar-
heimilið." Hún brosir í kampinn, veit greinilega eitthvað sem
hún vill ekki láta uppi.
Jóhann er með dagblað á náttborðinu fyrir framan sig.
Hann situr á stól. Ég spyr hann ósköp meinleysislega hvort
eitthvað merkilegt sé í fréttum. Hann lítur á mig og þeytir
blaðinu reiðilega yfir borðið til mín. Hann hrópar: „Vertu ekki
með neina hótfýndni við mig.“ Ég hrekk i kút og hopa á hæl, á
ekki von á svona löguðu. Þetta er sko meira en venjuleg geð-
vonska! Ég afsaka mig: „Ég vissi ekki að þetta væri hót-
fyndni...ég kom til að spyrja hvort þú vildir fara í bað.“ Hann
segir: „Já...og svo vil ég fá að vera í friði.“ Greinilegt hvað
klukkan slær. Ég segi: „Ég skal ekki trafla þig,“ og forða mér,
veit ekkert hvernig ég á að tjónka við karlinn. Sný mér þess
vegna að öðrum sjúklingi.
Guðlaug segir: „Nú, þama ertu.“ Hún er búin að sinna
Söndru. Ætli sé tímabært að baða Jóhann núna? Ég spyr hann
varfærnislega hvort hann sé tilbúinn. Ég verð eiginlega aftur
hissa á honum því hann svarar játandi. Hann gengur að bað-
herberginu. Kerlaugin er nærri full. Ég spyr hvort hann vilji
vatnsnudd. Hann hreytir út úr sér: „Það er út af því sem ég vil
fara í bað.“ Aftur líður mér illa út af fruntaskapnum í honum.
Ég læðist með veggjum til að styggja hann ekki frekar. Ég er
óvanur rafknúnum lyftustólum svo ég hringi bjöllunni og bið
Guðlaugu að hjálpa mér. Allt gengur vel með stólinn en samt
hreytir karlinn út úr sér að sér sé kalt. í þetta sinn svarar Guð-
laug geðvonsku hans fullum hálsi. „Ætlaðirðu ekki að hætta
þessari fýlu?“ Hún er gagnrýnin en jafnframt móðurleg við
óþekktarpúkann hann Jóhann. Hún segir þetta illskulaust enda
er hún í ágætis skapi, en ég er viss um að hann finnur brodd-
77
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002