Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 19
Skoðanaskipti Það sem fram fer við rýni með leiðbeinanda má með nokkrum sanni kalla skoðanaskipti sem rekja sig af hverju sviðinu á annað. Svið Eitt Skoðanaskipti milli mín og annarra meðan atvikið á sér stað Tvö Skoðanaskipti við minn innri mann (rýni á stað og stund) Þrjú Rýni í liðna atburði Fjögur Samanburður við fræðikenningar Fimm Skoðanaskipti við leiðbeinandann Sex Vangaveltur lesandans þegar hann les textann Fyrsta og annað svið skoðanaskiptanna eiga sér stað þegar rýnt er við vinnuna. Þriðja sviðið kemur fram þegar rifjað er upp hvaða þýðingu fyrstu tvö sviðin hafa og við það skilja menn betur eðli árekstranna milli hins æskilega og þess sem raunverulega er gert og sjá e.t.v. leiðir til að forðast þessa árekstra. Þetta leiðir mann að fjórða sviðinu þar sem kíkt er í kenningamar til að bera hugleiðingarnar saman við fræðin. Þetta kallar Lather7 „constmct validity". Fimmta sviðið snýr að leiðbeinandanum. Þegar ég er með mínum leiðbeinanda lesum við og túlkum mína eigin reynslu og reynum að fá ein- hvern botn í hana en þetta kallar Gadamer samræmingu sjón- arhornanna. Við slíkar vantaveltur8 þvingar leiðbeinandinn ekki tiltekinn skilning upp á rýninn. Leiðbeinandinn þarf sífellt að víkja eigin skoðunum til hliðar. Þó er leiðbeinandinn ekki hlutlaus áhorfandi heldur verður hann virkur þátttakandi við að fá botn í málin meðan frásögninni vindur fram. Frásagan I rýni minni nota ég ávallt frásagnir af eigin lífi og reynslu. Þar er ekkert greinilegt upphaf né endir. Þar eru margsnúnir þræðir og ekki reynt að greiða úr þeim öllum. Frásagan þarf að sýna að hversdagslífið er bæði margbrotið og þverstæðu- kennt. Frásögnin er lika afar huglæg. Hún er andartak af eilífð tímans, fært í frásögubúning, mótað af leiðbeiningum skipu- lagðrar rýni. Getið þið ímyndað ykkur hvernig frásögnin liti út ef hún næði yfir heilt ár? Ég vinn með hjúkrunarfræðingum sem beita rýni með leiðbeinanda til að kanna með kerfis- bundnum hætti sinn eigin innri mann og umbreytingu hjá sjálfum sér. Slík frásögn er byggð á fjölda atvika þar sem rýn- arnir öðlast skilning og beita honum á nýjum vettvangi. Sjálf- skoðun er það að líta um öxl og sjá að maður hefur breyst með því að ljá því eyra að vera hjálpfúsari og betur til taks eða með því að fara kerfisbundið yfir það hvernig hægt er að bæta vinnubrögðin. Ef til vill finnið þið upphafið á þessari sjálf- skoðun í rýni minni? Frá sjónarhóli femínismans er rýnin sjálfstjáning, það að fá aftur vald yfir sjálfri sér eftir að aðrir hafa ráðið9. í huga Okri10 er ffásagan sjálfstjáning sem þarf bæði að heilla lesandann og ýta við honum með sannleikanum þar sem fegurð og hryllingur búa hlið við hlið. Hvernig stenst minn texti þær kröfúr sem Okri gerir? Getur hið hversdagslega verið bæði heillandi og fráhrindandi án þess að sveiflast milli raunveruleika og hugsmiða? Hér gildir hið sama og við allar rannsóknaraðferðir, íylgja þarf tilteknum reglum til að sam- ræmi sé í frásögninni. Sögur annarra Sjötta þrep skoðanaskiptanna lýtur að lesandanum og textan- um. Lesandinn verður spyrillinn og túlkandinn. Þegar þið lesið rýnifrásagnir mínar, hvaða hugsanir fóru þá á kreik hjá ykkur? Samræmdist saga min ykkar reynslu? Samhengið í hverri frá- sögn á að gera lesandanum eða áheyrandanum kleift að setja sig í þau spor sem sögupersónumar eru í. Auðvitað er saga hvers og eins frábrugðin sögum annarr.a því hvert okkar er einstakt. En ef við sætum kringum varðeld og segðum hvert öðm sögumar okkar þá mundum við fljótt sjá að við eigum margt sameiginlegt og getum margt af sögum annarra lært. í þessum skilningi er hver saga svolítil mannlífsrannsókn. Gildi hennar felst í að fræða aðra, ekki með því að fyrirskipa heldur einfaldlega með því að fá fólk til að rýna í eigin barm. Eðli rýni með leiðbeinanda Ef þið eruð áhugasöm um þessa aðferð við að kanna innri mann og eigin umbreytingu skuluð þið lesa Guided reflection; research in practice." Aðferðafræðin er margvísleg en þó samtvinnuð. Kjarninn í henni er þjóðfélagsrýni sem leitast við að gera fólki kleift að sigrast á þeim öflum sem þjá það eða kúga með því að upplýsa, veita vald og losa úr höffum.12 Þetta á sér hliðstæðu í þjóðháttarýninni þar sem ljósi er varpað á þjóðfélagsgerðina og hvemig hún skapar mótsagnir og heftir æskileg vinnubrögð, valddreifingu og femíniskar rannsóknar- aðferðir. Þetta á sér einnig hliðstæðu í túlkunarfræðinni því hún reynir að gá bak við fyrirbærin og atvikin sem lýst er í textanum og fá botn í atburðarásina, sem lýst er í rýninni, og það bætta verklag sem af rýninni leiðir. Samantekt Ég hef brugðið ljósi á rýni með leiðbeinanda en hún er sam- starfsverkefni um könnun á innri manni rýnisins og umbreyt- ingunni á honum/henni sem lýsir sér í betri vinnubrögðum. Rýnin byggist á hversdagsreynslu rýnisins og hana er best að festa á blað eftir ákveðnum leiðbeiningum og njóta síðan aðstoðar reynds leiðbeinanda. Með því að setja upp viðeigandi skoðunarglugga og skrá frásögu getur rýnirinn séð hvernig gengur að bæta sig. Frásagan er huglægur texti sem dregur upp líflega mynd af brasi rýnisins við að betrumbæta vinnu- brögðin auk þess sem þar kemur ffarn gagnrýni hans á það sem hefur hingað til hamlað honum í starfi. Til að leggja út í slíka könnun þarf lesandinn að rifja upp fleiri en eitt atvik eða einn dagspart, þetta þarf að vera meira í ætt við það sem ég sýndi hér að framan. Eins og glöggt kom 83 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.