Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 22
Mariah Snyder.
bók er ég var að kenna í framhaldsnámi okkar í háskólanum í
Minnesota 1978, Indipendent Nursing Interventions sem kom
út 1985. Eitt af þeim verkefnum, sem var lagt fyrir nemana,
var að líta á hóp sem hafði fengið tiltekna sjúkdómsgreiningu,
svo sem sykursýki, og finna hjúkrunarmeðferð sem hentaði
þeim. Sumt af því sem íjallað er um myndi ekki falla undir
skilgreininguna sérhæfða meðferð í hjúkrun í dag en þar var
ýmis meðferð sem hjúkrunarfræðingar gátu gert sjálfstætt, svo
sem nudd, ímyndarvinna, upprifjun ýmissa minninga, lækn-
andi snerting, svo það var heilmargt sem myndi falla undir
þessa skilgreiningu.
Bókin var gefin út sjö sinnum og þegar hún var gefin út í
þriðja sinn, var útgefandinn látinn svo ég fór til annars
útgefanda og ritstjórinn þar spurði mig hvort ég hefði hugleitt
að nefna bókina sérhæfða meðferð í hjúkrun, svo þriðja
útgáfan kom út undir heitinu Complementary Alternative
Therapies. Bókin hefur því breyst, í seinni útgáfum er efnið
byggt á rannsóknarniðurstöðum og hvernig unnt er að nota
tiltekna meðferð. Svo höfum við bætt við þrýstinuddi, reiki og
ýmsu fleiru.“
Hún segir rannsóknir á gagnsemi sérhæfðrar meðferðar hafa
aukist mjög mikið á síðustu árum. „Við höfum t.d. gert rann-
sóknir á handnuddi, læknandi snertingu og nærveru við fólk
sem er með elliglöp til að kanna hvort það hefði áhrif á árásar-
gjama hegðun þeirra.
Og nokkrir af nemendum mínum, sem eru að ljúka
doktorsprófi, eru að rannsaka sérhæfða hjúkrunarmeðferð svo
sem tai chi, læknandi snertingu o.fl. Niðurstöður þessara rann-
sókna hafa allar verið jákvæðar varðandi gagnsemi sértækrar
meðferðar í hjúkrun."
Hún sagði aðferðirnar, sem falla nú undir sérhæfða með-
ferð margar afar gamlar, eiga rætur í heilbrigðisffæðum
Austurlanda fyrir 4-5.000 árum.
„Eg held að Kínverjar, sem nota jöfnum höndum hina vest-
rænu læknisfræði og sérhæfða meðferð, séu komnir langt á
undan okkur. Mér var einu sinni sögð saga af indíánalækni
sem fylgdist með vestrænum starfsbróður sínum afgreiða fjöl-
marga sjúklinga á mjög stuttum tíma með lyfjum eða áburði.
Hann fylgdist með þessu en sagði svo að hann myndi aldrei
treysta sér til að vera svona fljótur að sjúkdómsgreina og gefa
viðeigandi ráð. „Það myndi taka mig að minnsta kosti heilan
dag að átta mig á hvað væri að hveijum og einum og hvað ég
ætti að gera fyrir hann,“ sagði indíánalæknirinn og bætti við
að hann þyrfti að kynnast manninum og aðstæðum hans til að
vita hvernig væri hægt að lækna kvilla hans. í okkar vestrænu
læknisfræði, þar sem skil eru milli hugar og líkama, er of lítið
hugsað um hvað veldur sjúkdómunum, maður getur t.d. fengið
magasár en hvað veldur því? Er það kvíði eða rangt mataræði
eða eitthvað annað?
Eða eins og læknir einn í Arizona sagði sem hefur innleitt
þessa meðferð í stórum stíl: „Ef ég lenti í bílslysi myndi ég
vilja fara á slysavarðstofu sem væri með fullkomnum hátækni-
búnaði, en ef ég væri með ólæknandi sjúkdóm myndi ég vilja
fara á stað þar sem boðið er upp á sérhæfða meðferð sem og
hina hefðbundnu.“
Mariah er spurð hvort það kunni að vera að aukinn hraði í
samfélaginu og aukin tæknivæðing kalli á óhefðbundna með-
ferð í meira mæli nú en áður.
„Það kann að vera ein ástæðan fyrir því að fólk leitar
meira í sérhæfða meðferð en niðurstöður rannsókna okkar
sýna að í Bandaríkjunum hafa um 40% ibúa notað sérhæfða
meðferð og talið er að þeir séu jafnvel fleiri. Fólk óskar eftir
að meðferðin sé heildræn, litið sé á einstaklinginn í heild en
ekki einstaka þætti, liffæri eða líkamshluta hans. Fólki finnst
líka oft að meðferðin, sem þeim er ráðlögð eftir hinni hefð-
bundnu vestrænu læknisffæði, sé jafnvel verri en sjúkdóms-
einkennin sem henni er beint gegn.
Sumir vilja varast aukaverkanir lyfja eða jafhvel ranga
lyfjagjöf en því miður eru dæmi um að fólk fái röng lyf. Og
fólk vill líka umhyggjusaman meðferðaraðila, fólk sem vill
t.d. hlusta á það. Meðferðin er einnig notuð samhliða lyfja-
gjöf, oft má minnka lyfjagjöf með því t.d. að nudda.“
Til eru um 1800 mismunandi gerðir sem flokkast undir
sérhæfða meðferð í öllum heimshlutum, sumar vel þekktar,
aðrar minna. Meðferðarformin flokkast í fimm meginflokka
eins og fram kemur í grein Þóru Jennýjar í fyrsta tölublaði
þessa árs, þ.e. heildræn kerfi lækninga, meðferðarform sem
byggjast á tengslum hugar og líkama, lífræn meðferðarúrræði,
aðferðir þar sem líkaminn er handleikinn eða meðhöndlaður
og orkumeðferð.
Mariah Snyder er þess fullviss að í framtíðinni aukist rann-
sóknir á gagnsemi sérhæfðrar meðferðar og fram komi rann-
sóknarsnið sem hæfi þeirri hugmyndafræði sem liggi að baka
slíkri meðferð. Eigindlegar rannsóknaraðferðir eigi betur við
til að kanna gagnsemi þeirra. Meginhindrunin við að nota
sérhæfða meðferð innan heilbrigðiskerfisins séu greiðslur til
þeirra sem eru sérfræðingar á tilteknum sviðum meðferðarinn-
ar. Þessi meðferð verði að öllum líkindum í mun ríkara mæli
86
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002