Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Page 30
Arsfundur Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði: '3rt$kitAAAr Á reks'tvwfomi keilbv*í^ði«s[?jónu<s-tiAHRAY' Ársfundur Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði var haldinn 19. mars sl. Á fundinum var fjallað um breytingar á rekstrar- formi heilbrigðisþjónustunnar og setti Helga Jónsdóttir, for- maður Rannsóknarstofnunarinnar, fundinn, en Erla Kolbrún Svavarsdóttir var fundarstjóri. Þá veitti Marga Thome, deildar- forseti hjúkrunarfræðideildarinnar, þeim Bjarneyju Tryggva- dóttur og Önnur Stefánsdóttur viðurkenningar fyrir stuðning við hjúkrunarrannsóknir. Aiina Stefánsdóttir og Bjarney Tryggvadóttir hlutu viðurkenn- ingar fyrir stuðning við hjúkrunarrannsóknir. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, fjallaði um tengsl rekstrar- og þjónustuforma við gæði, hagkvæmni og aðgengi að heil- brigðisþjónustunni. Rúnar sagði vandamál heilbrigðiskerfisins m.a. felast í ósamfelldri og ósamhæfðri þjónustu, ófullnægj- andi tengslum sérfræðinga og heimilislækna og ófullnægjandi tengslum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Hann sagðist gera ráð fyrir aukinni einkavæðingu í framtíðinni, annaðhvort í formi einkareksturs eða einkafjármögnunar. Kristín Bjömsdóttir, dósent, fjallaði um áhrif samdráttar í opinberri heilbrigðisþjónustu á einstaklinga og ijölskyldur. Hún rakti m.a. þær breytingar sem orðið hafa á íslenska velferðar- kerfinu ffá upphafi 20. aldar þegar stofnanir vom nánast ekki til og heimilin vom miðstöð umönnunar. Um miðja öldina mynd- aðist gmnnur að velferðarríki og á 8. og 9. áratugnum átti sér stað tilfærsla á umönnun og hið opinbera tók mjög afgerandi ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni. í lok 20. aldar verða vísbend- ingar um breytingar, aukin áhersla er lögð á ábyrgð fólks á eigin heilsufari og tilhneiging er til að draga úr stofnanaþjónustu og flytja þjónustuna í auknum mæli inn á heimilin og ræddi Kristín m.a. áhrif þeirra breytinga á aðstandendur, einkum þó konur. Er hægt að tengja saman viðskipti og fræðimennsku? var efni erindis Önnu Bimu Jensdóttur, hjúkmnarforstjóra og fram- kvæmdastjóra Öldungs hf. - Sóltúns, hjúkrunarheimilis. Hún sagði m.a. frá þeirri hugmyndafræði sem Sóltún byggir á, en það er umhyggja fyrir einstaklingnum, að sjálffæði þeirra sé virt, öryggi tryggt og einkalíf virt og að íbúar fái sjálfir að ráða í athöfnum daglegs lifs. Helstu markmið Sóltúns em að hjúkmn sé veitt á faglegan og ábyrgan hátt, sjálfsbjargargetu íbúanna sé haldið við og að veitt sé einstaklingshæfð hjúkrun. Byggt hefði verið á rannsóknamiðurstöðum við uppbyggingu heimilisins. Að loknum veitingum voru pallborðsumræður um hvert stefnir í rekstri heilbrigðisstofnana á íslandi. Þátttakendur vom Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítala-háskólasjúkra- húss, Jónína Bjartmarz, fonnaður heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis, Magnús Pétursson, forstjóri Landspitala- háskólasjúkrahúss, og Vilborg Ingólfssdóttir, yfirhjúkrunarffæð- ingar hjá landlæknisembættinu. Stjómandi umræðnanna var Her- dís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga. Vilborg sagði m.a. að heilbrigðisþjónusta á Islandi væri mjög góð en tók undir þau sjónarmið sem komið höfðu fram í máli Rúnars Vilhjálmssonar að það vantaði meiri samhæfingu og samfellu í þjónustuna og það þyrfti að bæta. Anna Stefáns- dóttir sagði að það væri nauðsynlegt að skilgreina betur ýmsa þjónustu og hugtök. Þannig þyrfti að skilgreina göngudeildar- þjónustu þar sem almenningur vissi ekki nægilega vel hvað væri verið að bjóða upp á. Sömuleiðis þyrfti að skilgreina hvaða þjónustu við viljum veita í heimahúsum og nauðsynlegt væri að endurskilgreina hvað sjúkrahús væri. Jónína Bjartmarz tók undir að auka þyrfti samfellu innan heilbrigðiskerfisins og þar sem slíkt hefði að öllum líkindum ekki í för með sér kostnað væri ef til vill ekki svo erfitt að vinna að því að breyta því. Markmið þjónustunnar væri jafnræði og jafn réttur til þjónustunnar. Magnús ræddi að lokum m.a. um hvað kæmi almenningi best í heilbrigðisþjónustunni og væru ýmsar tilraunir í gangi í því sambandi. Á komandi árum mætti búast við breyttri sam- setningu íbúanna, breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og aukinni hátækniþjónustu. Taka þyrfti afstöðu til ýmissa þátta varðandi opinbera þjónustu og þjónustu einkaaðila og starfsemi t.d. Landspítala, þ.e. hvort hann ætti að vera í samkeppni við aðra þjónustu eða sinna sérhæfðum verkefhum. -vkj 94 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.