Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Page 45
tengslum við grundvallarmarkmið Rauða krossins, s.s.
mannúð og sjálfstæði. Vin er fyrsta athvarfið sinnar tegundar á
íslandi því þegar það var stofnað fyrir 9 árum var ekki í mörg
önnur hús að venda en opinberar stofnanir. Síðan hafa bæst
við Dvöl í Kópavogi, sem hefur verið starfandi í rúm 3 ár og
er rekin af Kópavogsdeild RKI, svæðisskrifstofú málefna
fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbæ, og Laut á Akureyri sem
hefur verið starfandi í rúmt 1 ár og er rekin af Akureyrardeild
RKÍ og Akureyrardeild Geðverndarfélags íslands. Markmiðið
með athvarfi eins og Dvöl er að draga úr félagslegri einangr-
un, endurinnlögnum á geðdeildir og skapa aðstæður sem
byggja á virðingu og gagnkvæmu trausti. Á seinni árum hefur
ákveðið málsvarahlutverk verið að bætast við, þ.e. að vekja
athygli á aðstæðum og málefnum geðsjúkra. Við höfum líka
hjálpað fólki að leita þess réttar sem það á samkvæmt lögum.
Það er alltof oft sem bæði félagsþjónustan og heilbrigðiskerfið
bregst því.
Það er mjög ólíkt að koma frá geðdeild og fara að vinna á
svona stað. Á geðdeild erum við í faglegu umhverfi, ákveðnu
formi og hugmyndafræði og höfum þar ákveðinn faglegan
bakhjarl. Og ef allt gengur vel þá erum við að vinna í þverfag-
legu teymi. Hér stöndum við afitur á móti meira jafnfætis gest-
unum, eins og við köllum þá. Hér er allt opið og fólk kemur
hingað á eigin forsendum. Segja má að ég hafi þurft að „af-
stofnunarserast" þegar ég kom hingað fyrst. Ég ætlaði að byrja
með alla vega hópa og meðferð, hafa form og ramma. En þá
fóru bara allir. Við því gat ég ekkert gert því þetta er opið hús
þar sem fólk kemur og tekur þátt í því sem það vill og fer
þegar það vill. Ég fór þá að hugsa minn gang. En í raun eru
grundvallarsjónarmiðin alltaf þau sömu því að mínu mati
snýst geðhjúkrun um tengsl og hvernig maður notar sjálfan
sig sem verkfæri.“
Bágar félagslegar aðstæður geðsjúkra
- Hvernig starf fer hér fram?
„í áranna rás höfum við byggt upp ákveðna hugmyndafræði;
hér er ekki veitt meðferð, í orðsins fyllstu merkingu, heldur
stuðningur og ráðgjöf. Fólk, sem hefur verið lengi í geðkerfinu
og er búið að fara í gegnum margs konar meðferð, vill yfirleitt
ekki vera í stifu prógrammi þegar það kemur á svona stað. Vill
kannski bara fá að lesa blöðin, spjalla, fara með okkur í leikhús,
út að borða eða í ferðalög. Hér erum við að styrkja sjálfsmynd
gestanna og viljum því að þeir finni að þeir hafi eitthvað um
reksturinn að segja og það sem hér fer fram.
Segja má að meira en 90% þeirra sem hingað koma séu
einir. Þar af eru karlmenn 70% og konur 30%. Flestir eru í
litlu sambandi við sína nánustu eða eiga enga að svo við erum
oft í ákveðnu fjölskylduhlutverki. Hér er heitur matur í hádeg-
inu sem við sjáum sameiginlega um að kaupa inn fyrir og það
eldar alltaf einhver gestur með okkur. Við erum með húsfund
einu sinni í viku og við viljum hafa vinnuna við reksturinn
sameiginlega. Það er alveg ljóst að við erum að virkja fólkið
en það fær að gera þetta á sínum eigin hraða og forsendum.
Það að virkja einhvern til að hella sjálfur upp á kaffi getur
verið risaverkefni fyrir viðkomandi. Svo eru aftur surnir farnir
að taka þátt í öllu sem býðst. Þetta er því talsvert ólíkt því að
vinna í deildarsamhengi þar sem fólk kemur oft í mikilli krísu
eða gegn vilja sínum. Fólkið hér er mjög misjafnlega statt
félagslega og sumir eru í mikilli áfengis- eða vímuefnaneyslu.
Við erum hér með fólk sem ætti að vera á geðdeild en það
kemst ekki þangað einhverra hluta vegna. En þegar fólk er
veikt þá á það rétt á að leggjast inn hvort sem starfsfólki líkar
við það eða ekki.“
- Áttu við að fólk fái ekki að leggjast inn?
„Já, og rökin geta þá verið að fólkið sé ekki meðferðar-
heldið og það vilji ekki lyf. Það hafi því engan tilgang að
leggja það inn. En einmitt eitt af því sem mér líkaði ekki
þegar ég var að vinna á geðdeild var að mér fannst við alltaf
vera að laga sjúklingana að kerfinu. Annað sem ég var svo
óánægð með var þetta svokallaða lyflæknisfræðilega módel
sem er svo ríkjandi í geðkerfinu. Að rnínu mati er það mjög
takmarkað og það þarf svo miklu meira. Að taka einhvern úr
sínu umhverfi, setja á geðdeild og láta hann bíða þar þangað
til lyfin fara að verka, á meðan allt er í kalda koli í kringum
hann, finnst mér rnjög ódýr lausn. Líka að koma til geðlæknis
og mestur tími fer í að tala um hvaða pillur þurfi að endur-
nýja. Gestirnir hér kvarta mikið undan þessu og nefna að þeir
hefðu t.d. viljað sjá meira unnið með fjölskyldu þeirra, sam-
talsmeðferð og hópa - að þeim hefði verið kennt á lífið aftur.“
- Er enn þá skortur á þessu?
„Já, það má segja. Auðvitað má samt ekki gleyma því að
það eru deildir með endurhæfingu þar sem heilmikið gott starf
fer fram, sem og á göngudeildunum. En af því að við erum
með tvö kerfi - heilbrigðiskerfi og félagslegt kerfi - sem
vinna ekki saman þá strandar svo margt. Eftir alla mína
reynslu þýðir t.d. ekkert að segja við mig að geðdeild eigi ekki
að sinna félagslegum þáttum. Ég hef aldrei hitt langveika,
geðsjúka manneskju sem ekki býr við bágar félagslegar að-
stæður. Svo eru aftur sjúklingar á Kleppi sem ekki ættu að
vera þar heldur á sambýlum úti í þjóðfélaginu.“
Nýtist ekki í klínískri vinnu
- Finnst þér að geðdeildir ættu eingöngu að vera bráða-
sjúkrahús?
„Nei, ekki eingöngu. Þau verða líka að starfa á endurhæf-
ingarsviði. í löndunum i kringum okkur er farið að tíðka það
að láta fólk sjálft hafa heilmikið um meðferð sína að segja. Ég
held t.d. að endurhæfing eigi að heljast um leið og viðkom-
andi stígur fæti inn á geðdeild. Þetta á auðvitað ekki við þegar
fólk kemur inn svo hámanískt, sturlað eða svo þunglynt að
það vill drepa sig. Þá verður að taka af því völdin enda erum
við þar að tala um gjörgæsluhjúkrun. Við verðum svo að vita
hvenær henni er lokið. Þá þarf að ýta undir að fólk verði aftur
sjálfbjarga og hjálpa því við að taka málin í sínar hendur. Það
þarf að vera íjölbreytileiki og það þarf að mennta fólkið sem
vinnur á geðdeildunum. Það hefur ekkert batnað. Það sé ég
109
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002