Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Síða 49
é>ínkA\xkin heilbrigðisþjónusta virðist dýrari en srekín þjónusta Eftir Ólaf Ólafsson, fyrrverandi landlækni í skýrslu tveggja hagfræðinga, er Sighvatur Björgvinsson þáverandi ráðherra bauð til íslands 1993 að ósk embættis- manna, kom fram að „útgjöld íslendinga væru 4,2% neðan við meðaltal heilbrigðisútgjalda OECD ríkja, reiknuð í kaup- máttargildum (purchasing power parity), en þá er miðað við aldursdreifingu og tekjur íbúa og greiðsluhlutfall hins opin- bera til heilbrigðis- og félagsmála sem OECD reiknar með við samanburð á útgjöldum til heilbrigðismála milli þjóða. Tekið var tillit til þessara þátta og þá aðallega rauntekna og aldurs- dreifingar. Hafa ber þó í huga að Islendingar flokka ýmsa þætti félags- og hjúkrunarþjónustu ásamt greiðslum til atvinnuleysistrygginga undir heilbrigðismál, sem aðrar þjóðir flokka undir félagsmál. Island er því í raun lægra í röðinni. Öllum að óvörum var þessari skýrslu ekki dreift á íslandi og ekki var hún kynnt. Má vera að ástæðan sé sú að niður- stöður skýrslunnar komu nokkuð flatt upp á suma pólitíkusa. Árið 1998 fékk landlæknisembættið upplýsingar Ifá OECD sem hér eru nefndar. Algengustu mælikvarðarnir á kostnaði heilbrigðisþjónust- unnar eru hlutfall af vergri landsframleiðslu og kostnaður í kaupmáttargildum á íbúa. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu 1996 sem hlutfall af vergi landsframleiðslu í OECD löndum. Lönd og rekstrarform greiðsla hins heildar- Norðurlönd, aðallega opinbera kostnaður almannatryggingar V- Evrópulönd, almannatr. og 6,1 7,8 einkatryggingar Sviss/Bandaríkin, aðallega 6,9 8,3 einkatryggingar 6,7 11,0 Kostnaður mældur í kaupmáttargildum á íbúa (purchas- ing power parity) í OECD löndum 1996, mældur í doll- urum á íbúa. Norðurlönd, almannatr. 1400 1650 V-Evrópulönd, almannatr. og einkatr. 1676 2100 Sviss og Bandaríkin, aðallega einkatr. 1670 2900 Á Norðurlöndunum er ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð og Finnland. Niðurstöður OECD frá árinu 1990 eru svipaðar. Health Data Skrifstofa OECD í París til landlæknisl998. Þessar niðurstöður gefa vel til kynna að kostnaður er mestur þar sem kerfið er rekið með ffjálsum tryggingum og viðbótarkostnaðurinn leggst á herðar sjúklinga. Skýringa er að leita til þess að hluthafar, sem reka fijáls tryggingafélög, krefjast eðlilega arðs. Arðurinn skapast af upphæð iðgjalda og gróðavonin ræður ferðinni. Reynslan af rekstri frjálsra tryggingafélaga er að láglaunafólk, öryrkjar og margt aldrað fólk hafa fæst efni á slíkum iðgjöldum, nema tryggingafélagið sé ekki rekið á gróðagrunni (non-profit) eins og t.d. Kaiserstofnunin í Bandaríkjunum. Víða á Vesturlöndum hafa verið gerðir verktakasamningar við einkaaðila um rekstur á sjúkrastofnunum, m.a. hjúkrunar- deildum og ýmsum verkefnum sem ekki lúta beint að lækn- ingum nema þá minniháttar göngudeildaraðgerðum, en kostn- aður hefur aukist. Umræðan um einkarekstur hefur eflt mjög kostnaðargreiningu og er það af hinu góða. Brýnt er að hið opinbera búi það vel að almannatryggingum að unnt sé að keppa á markaði um bestu starfskraftana. Þaðan koma frum- legheitin og nýsköpunin í fræðunum. Fram kemur í skýrslunni að þjóðir, sem semja við lækna og verktaka eftir afköstum þeirra, báru hærri útgjöld en þjóðir er greiða lœknum aðallega föst laun (ísland er í þessum hópi). Allar eiga þjóðimar við biðlistavanda að striða nema vel tryggðir hópar. í löndum þar sem samfélagstryggingin vegur þyngst er meira jafnræði meðal þeirra er finnast á biðlistum en í einkarekstrarlöndum. Lýðræðið stendur ekki undir nafni nema jafnræði ríki. Einka- rekstrarmenn verða að leysa þennan vanda áður en þeir breyta kerfinu. Ég bendi stjórn og ráðamönnum vorum vinsamlegast á nýju norsku leiðina, þ.e. að auka útgjöld til heilbrigðismála, aðallega til að stytta biðlista. Gamla niðurskurðarleiðin dugði þegnum og fyrri stjórn illa og talið að langir biðlistar hafi haft veraleg áhrif á síðustu kosningaúrslit, sbr. leiðara í norskum dagblöðum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 113

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.