Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 51
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins Kulnun í starfí Föstudaginn 8. febrúar síðastliðinn gekkst Vinnueftirlitið fyrir ráðstefnu um kulnun í starfi. Aðilar vinnumarkaðarins og lyfja- fyrirtækið GlaxoSmithKline styrktu ráðstefnuna en aðalfyrir- lesari var dr. Wilmar B. Schaufeli, prófessor í félags- og skipu- lagssálffæði við háskólann í Utrecht í Hollandi. Svo virðist sem áhugi á málefninu sé mikill því færri komust að en vildu á ráðstefnuna sem haldin var í fyrirlestrasal Norræna hússins. Fyrirlestur dr. Schaufelis bar heitið Kultmn: alvara eða ímyndun. í útdrætti úr fyrirlestri hans, sem dreift var á ráð- stefnunni en undirrituð þýddi, sagði m.a.: „Enda þótt einkenna kulnunar hafi gætt á öllum tímum er orðið kulnun tiltölulega nýtt af nálinni - enska orðið „burnout“ kom fyrst til fyrir um það bil 25 árum. í upphafi var heilkenninu lýst ffemur ónákvæmt og almennt en smám saman hafa menn orðið á eitt sáttir um hvað einkenni kulnun: örmögnun, andleg firring Brautskráning 2. febrúar 2002 BS-próf í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og lokaverkefni Auðbjörg Reynisdóttir: Þroskamat - Denver If. Guðný Margrét Sigurðardóttir: Reynsla kvenna af MS- sjúkdómnum. Harpa Lind Hilmarsdóttir: Mæðravemd fyrir verðandi foreldra af erlendum uppruna. Hildur Árnadóttir: Að hafa mörg jám í eldinum. Heilsufar kvenna. Gmnnskólakennarar og hjúkrunar- ffæðingar. Forprófun mælitækis. Kristín Jóhannesdóttir: Aðgerðartengdur sársauki barna á vökudeild: Könnun meðal hjúkmnarffæðinga og lækna. Rósa Friðriksdóttir: Þýðing og forprófun á vinleysiskvarða Becks. Sigríður Lovísa Sigurðardóttir: Forprófun á spumingalistanum Jnfertility reaction scale“. Upplifun og líðan af árangurslausum glasaffjóvgunum. (þ.e. missir áhuga, hollustu, eldmóðs) og minnkun starfsgetu. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið með sannprófuðum spurningalistum (Maslach Burnout Inven- tory - MBI) er talið að 4% Hollendinga á atvinnumarkaðinum séu haldnir alvarlegri starfskulnun, en 16% til viðbótar eru í bráðri hættu. Svo virðist sem þeim sem vinna í heilsugæslu og við kennslu sé sérstaklega hætt við kulnun. Til þess að fást við kulnun í heilbrigðisþjónustunni hefur hollenska læknafélagið gefið út opinberar leiðbeiningar fyrir lækna, sem sinna atvinnuheilbrigði, og heimilislækna um það hvernig þeir eigi að greina kulnun - með því að nota m.a. fyrrgreindan spurn- ingalista. Þessar leiðbeiningar aðgreina þrjú mismunandi stig vinnutengdrar streitu: leiða, ofálag og kulnun. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum, hafa leitt í ljós að margt getur valdið kulnun, svo sem of mikið vinnuálag, tilfinningalegt álag, óljós hlutverk, vöntun á félagslegum stuðningi og skortur á ákvörðunarrétti. Afleiðingar þessa geta haft áhrif á einstaklinginn (depurð, sállíkamlegar kvartanir), fyrirtækið eða stofnunina (þ.e. starfsmannaveltu, veikindafjar- vistir og hollustu við fyrirtækið). Þegar gripið er til aðgerða til að draga úr kulnun ættu þær að beinast að einstaklingnum (þ.e. slökun, tímastjórnun, einstaklingsbundinni ráðgjöf) og að fyrirtækinu eða stofnuninni (þ.e. gera störfin áhugaverðari, bæta stjórnunina, lagfæra vinnutíma). Dr. Schaufeli sagði að niðurstöður rannsókna bentu til þess að hægt sé að draga úr einkennum kulnunar með einstaklingsmiðuðum aðgerðum sem minnka streitu og hafa áhrif bæði á hugsun og hegðun. Hópstarf, sem miðar að því að vinna gegn kulnun, virðist einkum koma að gagni gegn aðaleinkenni kulnunar, þ.e. örmögnun. Vísbendingar eru um að aðgerðir innan fyrirtækja eða stofnana geti dregið úr veikindafjarvistum og skilað þannig ijárhagslegum ábata.“ Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur, Bjarni Jónasson, heilsugæslu- læknir, Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri, Þórður Óskarsson, vinnusálffæðingur, Yrsa Þórðardóttir, framkvæmdastjóri, og Kristinn Tómasson, yfirlæknir. Þau fjölluöu um kulnun frá mismunandi sjónarhomum fræða og reynslu. Óneitanlega vaknar grunur um að á tímum sameiningar og mikils vinnuálags á heilbrigðisstofnunum hérlendis sé hætta á kulnun yfirvofandi. Fólk þarf að vera vakandi fyrir líðan sinni og leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið. Ýmis ráð eru til sem vel hafa dugað. Til frekari upplýsingar má benda á grein eftir Kristin Tómasson, yfirlækni, á www. netdoktor.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 hkg@ver.is 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.