Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Page 60
Veístu útkkvAð um hjúkrun? Herdís Sveinsdóttir í starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir árin 2001-2003 stendur: • Unnið verði að því að fjölga starfandi hjúkrunar- fræðingum í samræmi við tillögur nefndar þar um. • Unnin verði kynning á hjúkrun fyrir hjúkrunar- fræðinga og almenning. í ljósi þessa hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga nú á vormisseri unnið að stóru átaksverkefni í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, háskólana tvo, Landspítala- háskólasjúkrahús, heilsugæsluna í Reykjavík, landlækni og flestallar heilbrigðisstofnanir á landinu. Tildrög þess að stjórn Fíh ákvað að vinna að þessu er skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og minnkandi aðsókn í hjúkrunarnám. Eins og hjúkrunarfræðingar vita er þessi vandi alls ekki einskorðaður við ísland heldur er hann alþjóðlegur. Tilgangur verkefnisins er að kynna störf hjúkrunar- fræðinga á raunsæjan og jákvæðan hátt, að efla ímynd hjúkrunarfræðinga gagnvart þegnum þjóðfélagsins og hvetja ungt fólk til náms í hjúkrunarfræði. Lokamark- miðið er að útskrifuðum hjúkrunarfræðingum fjölgi í 116 árlega frá og með árinu 2006. Er það í samræmi við niðurstöður nefndar á vegum Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem skoðaði manneklu í hjúkrun á árinu 1999. í þessu átaksverkefni verður lögð áhersla á að kynna störf hjúkrunarfræðinga á sem fjölbreyttastan máta, bæði fjölbreytni í starfsvettvangi og jafnframt fjölbreytni innan starfs, t.d. innan þess að vinna á almennri sjúkra- deild. Fyrri hluti kynningar á störfum hjúkrunarfræðinga Meginvinnan í þessu átaki hefur í vor falist í kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga meðal nemenda í framhalds- skólum. Unnin hafa verið 5 póstkort sem dreift hefur verið í framhaldsskóla. Á framhlið þeirra allra er ritað Veistu eitthvað um hjúkrun? Á bakhliðina eru mismun- andi áherslur eftir störfum hjúkrunarfræðinga. Þar stendur: Endalausir möguleikar. Nám í hjúkrunarfræði nýtist í 124 fleiri greinum þjóðlífsins en þú heldur. Möguleikar þínir að loknu hjúkrunarnámi eru endalausir. Athugaðu málið! www.hiukrun.is Vilt þú ráða? Mjög margir hjúkrunar- fræðingar eru í stj órnunarstöðum. Vilt þú ráða á þínum vinnustað? Athugaðu málið! www.hjukrun.is Viltu ferðast? íslenskt hjúkrunar- próf er hátt metið á alþjóðavettvangi. Þú kemst hvert sem er með það upp á vasann. Athugaðu málið! www.hjukrun.is Þú getur orðið meist- ari! Nú er hægt að taka meistarapróf í hjúkrun í Reykjavík og á Akureyri. Að því loknu er staða þín sterkari á vinnumarkaðnum. Athugaðu málið! www.hiukrun.is Viltu hjálpa? Hjúkr- unarfræðingar starfa um hjúkrun? Veistu Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.