Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Qupperneq 60
Veístu útkkvAð um hjúkrun? Herdís Sveinsdóttir í starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir árin 2001-2003 stendur: • Unnið verði að því að fjölga starfandi hjúkrunar- fræðingum í samræmi við tillögur nefndar þar um. • Unnin verði kynning á hjúkrun fyrir hjúkrunar- fræðinga og almenning. í ljósi þessa hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga nú á vormisseri unnið að stóru átaksverkefni í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, háskólana tvo, Landspítala- háskólasjúkrahús, heilsugæsluna í Reykjavík, landlækni og flestallar heilbrigðisstofnanir á landinu. Tildrög þess að stjórn Fíh ákvað að vinna að þessu er skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og minnkandi aðsókn í hjúkrunarnám. Eins og hjúkrunarfræðingar vita er þessi vandi alls ekki einskorðaður við ísland heldur er hann alþjóðlegur. Tilgangur verkefnisins er að kynna störf hjúkrunar- fræðinga á raunsæjan og jákvæðan hátt, að efla ímynd hjúkrunarfræðinga gagnvart þegnum þjóðfélagsins og hvetja ungt fólk til náms í hjúkrunarfræði. Lokamark- miðið er að útskrifuðum hjúkrunarfræðingum fjölgi í 116 árlega frá og með árinu 2006. Er það í samræmi við niðurstöður nefndar á vegum Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga sem skoðaði manneklu í hjúkrun á árinu 1999. í þessu átaksverkefni verður lögð áhersla á að kynna störf hjúkrunarfræðinga á sem fjölbreyttastan máta, bæði fjölbreytni í starfsvettvangi og jafnframt fjölbreytni innan starfs, t.d. innan þess að vinna á almennri sjúkra- deild. Fyrri hluti kynningar á störfum hjúkrunarfræðinga Meginvinnan í þessu átaki hefur í vor falist í kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga meðal nemenda í framhalds- skólum. Unnin hafa verið 5 póstkort sem dreift hefur verið í framhaldsskóla. Á framhlið þeirra allra er ritað Veistu eitthvað um hjúkrun? Á bakhliðina eru mismun- andi áherslur eftir störfum hjúkrunarfræðinga. Þar stendur: Endalausir möguleikar. Nám í hjúkrunarfræði nýtist í 124 fleiri greinum þjóðlífsins en þú heldur. Möguleikar þínir að loknu hjúkrunarnámi eru endalausir. Athugaðu málið! www.hiukrun.is Vilt þú ráða? Mjög margir hjúkrunar- fræðingar eru í stj órnunarstöðum. Vilt þú ráða á þínum vinnustað? Athugaðu málið! www.hjukrun.is Viltu ferðast? íslenskt hjúkrunar- próf er hátt metið á alþjóðavettvangi. Þú kemst hvert sem er með það upp á vasann. Athugaðu málið! www.hjukrun.is Þú getur orðið meist- ari! Nú er hægt að taka meistarapróf í hjúkrun í Reykjavík og á Akureyri. Að því loknu er staða þín sterkari á vinnumarkaðnum. Athugaðu málið! www.hiukrun.is Viltu hjálpa? Hjúkr- unarfræðingar starfa um hjúkrun? Veistu Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.