Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Side 61
um allan heim og eru mikils metnir á svæðum þar sem
stríðsátök eða náttúruhamfarir hafa átt sér stað. Þeir
stjórna aðgerðum og í samvinnu við íbúa staðarins
byggja þeir upp fjölþætta starfsemi sem svæðið býr að
eftir að þeir hverfa á braut. Athugaðu málið!
www.hiukrun.is
Eins og sést þá er á öllum kortunum vísað í heimasíðu
félagsins. Þar hafa flestar fagdeildir og svæðisdeildir
unnið gott starf við að kynna sig. Innan hverrar fagdeild-
ar/svæðisdeildar hafa svo nokkrir hjúkrunarfræðingar
kynnt sín störf. Hvet ég alla hjúkrunarfræðinga til að
skoða heimasíðuna. Einnig er öllum hjúkrunarfræðingum
boðið að senda inn lýsingu á sér og sínum störfum sem
við myndum setja á viðeigandi stað á síðunni.
Tilgangurinn með kortunum er að vekja athygli á
hjúkrunarstarfinu. Kortunum er ekki ætlað að kynna
starfið heldur fá fólk til að fara á heimasíðuna. Þar fer
kynningin sjálf fram.
Kynningin í framhaldsskólum hefur verið í höndum
jafnréttisfulltrúa Háskóla íslands, Rósu Erlingsdóttur, og
karlhjúkrunarfræðinga, en Háskóli íslands hefúr í vetur
unnið að átaki þar sem verið er að kynna hefðbundin
kvennastörf.
í maí verða störf hjúkrunarfræðinga auglýst í dag-
blöðum og á strætisvögnum í Reykjavík. Jafnframt hafa
dagblöðum og flestum þáttagerðamönnum fjölmiðla
verið send bréf þar sem vakin er athygli á þessari kynn-
ingu og óskað eftir umQöllun um hjúkrun.
Síðari hluti kynningar: Átak meðal hjúkrunar-
fræðinga
í samvinnu við fagdeildir, svæðisdeildir og heilbrigðis-
stofnanir verði unnið með hjúkrunarfræðingum í svo-
kölluðum rýnihópum þar sem farið verður í störf hjúkr-
unarfræðinga, hvað þeir eru að gera, hvað þeir sjá
jákvætt við starfið, hvað fýllir þá stolti yfir starfinu
o.s.frv. Markmiðið er að styrkja sjálfsmynd hjúkrunar-
fræðinga að þeir sjái sjálfa sig sem öfluga fagaðila sem
hafi allt að segja í heilbrigðiskerfi samtímans á íslandi.
Þessa vinnu á eftir að útfæra frekar og hún fer ekki af
stað fýrr en á vormisseri 2003.
Heilbrígðisstofnunin, Siglufirði
Hjúkrunarfræðingar
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í
fastar stöður og sumarafleysingar á sjúkrasviði strax
eftir nánara samkomulagi.
Heilbrigðisstofnunin á Siglufirði er 40 rúma sjúkrahús
sem skiptist í 24 rúma sjúkradeild, 13 rúma
öldrunardeild, 3ja rúma fæðingardeild auk
heilsugæslu fyrir íbúa Siglufjarðar og Fljótahrepps.
Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem geta unnið
sjálfstætt og geta tekið á fjölþættum verkefnum.
Ef svo er hafið þá samband og/eða komið í
heimsókn og kynnið ykkur aðstæður.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar, Siglufirði.
Sími: 467 2100
Netfang: gudny@hssiglo.is
Heimasíða: www.hssiglo.is
LANDSPÍTALI
HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
Ágætu hjúkrunarfræðingar
Höfúm opnað nýja og glæsilega 25 rúma
lungnadeild á A-6 Fossvogi. Þar önnumst við
sjúklinga með bráða- og langvinna lungna-
sjúkdóma, svefnháðar öndunartruflanir,
ónæmisbælingu o.fl. Form hjúkrunar er
einstaklingshæft. Okkur vantar áhugasamt og
metnaðarfullt starfsfólk í lið með okkur til að
veita og þróa áfram sérhæfða hjúkrun
lungnasjúklinga.
Hjúkrunarfræðingum stendur til boða þátttaka
í rannsóknum. Starfið er vaktavinna og unnið
er 8 klst. vaktir þriðju hveija helgi. Tvískiptar
vaktir standa til boða þ.e. morgun- og
næturvaktir einnig er möguleiki á föstum
kvöld- og/ eða næturvöktum.
Nánari upplýsingar veitir Alda Gunnarsdóttir,
deildarstjóri í síma 525 1633, netfang
aldagunn@landspitali.is
J
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002
125