Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 5
■raBBBBMnSaaBHHH Hjúkrunarfræöi til framtíöar Þær vikur, sem ég hef starfað sem formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hafa verið afar ánægjulegar, sérstaklega vegna þeirra fjölmörgu samtala sem ég hef átt við hjúkrunarfræðinga vítt og breitt um landið. Það hefur reyndar komið mér skemmtilega á óvart hve mikið hjúkrunarfræðing- ar leita til félagsins með ýmiss konar fyrirspurnir. Þannig á það líka að vera - félagið á að þjóna fé- lagsmönnum sínum á sem flestan hátt. Þá þykir mér afar vænt um allar þær góðu óskir sem mér hafa borist og þakka hjúkrunarfræðingum það traust að fá að veita okkar mikilvæga og góða fé- lagi forstöðu. Eg vonast til að eiga gott og árang- ursríkt samstarf við félagsmenn. Þau ánægjulegu tíðindi berast nú frá hjúkrunar- fræðideildum háskólanna að óvenjumargar um- sóknir hafa borist á þessu vori um nám í hjúkrun- arfræði. Skráðir nýnemar á fyrsta ár í hjúkrunar- fræði við Háskóla Islands eru rúmlega 200 og við Háskólann á Akureyri eru umsóknir frá nýnemum um 70. Eflaust valda nokkrir samverkandi þættir þessari fjölgun, s.s. þrengingar á atvinnumarkaði sem leiða til þess að ungt fólk velur sér nám sem veitir nokkuð örugga atvinnu til framtíðar, en einnig er ljóst að ímyndarátakið, sem Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir, skilar ágæt- um árangri annað árið í röð. Þó fjölgun nýnema í hjúkrunarfræði sé mikið fagnaðarefni fylgir henni nokkur vandi. I fyrsta lagi er ljóst að húsnæði hjúkrunarfræðideildar HI rúmar ekki svo mikinn fjölda nemenda. I öðru lagi hamlar það kerfi fjöldatakmarkana, sem nú er í gildi, fjölgun braut- skráðra hjúkrunarfræðinga. Fjöldatakmarkanir f hjúkrunarfræði hafa verið umdeildar en taldar nauðsynlegar nokkur síðustu ár. Tvennt kemur einkum þar til, skortur á klínískum námsplássum í einstökum sérgreinum hjúkrunar og fjárskortur. Of lágar fjárveitingar þrengja orðið mjög að hjúkr- unarfræðinámi. A fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 15. og 16. maí sl. var sam- þykkt ályktun þar sem þess er krafist „að stjórn- völd tryggi að fjárframlög til hjúkrunarmenntunar á Islandi séu í fullu samræmi við sænska reikni- líkanið sem íslensk stjórnvöld nota við útdeilingu fjár til háskólamenntunar". Stjórnendur hjúkrun- arfræðinámsins bæði í HI og HA hafa allar götur FORMANNSPISTILL Elsa B. Friðfinnsdóttir frá 1999, þegar hið sænska reiknilíkan var fyrst lagt til grundvallar við fjárveitingar til kennslu við HI og HA, mótmælt röðun; hjúkrunarfræðinnar og talið að ekki væri Eisa B. Friðfinnsdóttir tekið tillit til klíníska námsins í hjúkrunar-; fræðinni. Arið 2001 var flokkun hjúkrunar-; fræðináms í Svíþjóð breytt, í kjölfar þess að námið færðist í há-1 skóla, og það sett í dýrari flokk. Flokkun hjúkrunarfræðináms á| Islandi hefur ekki verið breytt til samræmis þrátt fyrir endur- teknar óskir um slíkt. A meðan fjárveitingar til hjúkrunar-| fræðináms eru of lágar er ljóst að ekki verður hægt að fjölga! nemendum sem fá að hefja nám á vormisseri 1. árs eftir sam-| keppnispróf. Margar þeirra breytinga, sem nú eiga sér stað í íslensku sam-1 félagi og heilbrigðisþjónustu, kalla á aukinn fjölda hjúkrunar- fræðinga til starfa. Má þar nefna fjölgun aldraðra, flóknari með- < ferðarúrræði, aukna tækni til að viðhalda lífi, eftirspurn eftir fjölbreyttri þjónustu og svo mætti áfram telja. 1 hinni ágætu skýrslu „Mannekla í hjúkrun", sem gefin var út 1999, kemur fram að árlega þarf að brautskrá 120 - 130 hjúkrunarfræðinga. til að halda í horfinu hvað hjúkrunarþjónustu varðar. Síðustu ár ] hafa hins vegar tæplega 100 kandídatar brautskráðs árlega úrj hjúkrunarfræðinámi. Það er ljóst að meðalaldur hjúkrunarfræð-! inga er að hækka og innan tiltölulega skamms tíma mun gæta alvarlegs skorts á hjúkrunarfræðingum ef ekkert verður að gert. j I þessu sambandi er rétt að benda á að fjöldi starfandi hjúkrun-: arfræðinga á hverja 100 þúsund íbúa er mun minni á Islandi en ’ á hinum Norðurlöndunum, eða 637 á hverja hundrað þúsund áj móti 721 í Danmörku, 925 í Svfþjóð, 928 í Noregi og 1361 í Finnlandi. Þá vil ég einnig nefna niðurstöður rannsóknar sem fyrirrennari j minn gerði að umtalsefni í formannspistli sínum í 3. tbl. 78.; árg. Tímaritsins, þ.e. Mönnun hjúkrunarfræðinga og gæði um- önnunar á sjúkrahúsum, en niðurstöður rannsóknarinnar birt- j ust í maí 2002 í The New England Journal of Medicine. Helstu j niðurstöður rannsóknarinnar voru í örstuttu máli þær að þvíj fleiri umönnunarstundir sem hjúkrunarfræðingar (í samanburði við aðstoðarfólk hjúkrunarfræðinga) veittu sjúklingum á dag,! því betri varð útkoman fyrir sjúklinginn og þeim mun hagstæð- ari fyrir heilbrigðiskerfið. Fylgikvillum fækkaði verulega og legutími þeirra er nutu umönnunar hjúkrunarfræðinga var styttri en hinna. Allt ber þetta að sama brunni, þ.e. að bæði er nauðsynlegt fyr- ir heilbrigðiskerfið og einnig þjóðhagslega hagkvæmt að fjölga brautskráðum hjúkrunarfræðingum. Til þess þarf að gera löngu tímabærar leiðréttingar á fjárveitingum til hjúkrunarfræðináms.: Elsa B. Friðfinnsdóttir Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.