Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Side 7
RITSTJÓRAPISTILL Valgerður Katrín Jónsdóttir Mikilvægi samskipta „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,” sagði skáldið. Alltaf þarf að gæta vel að þeim orðum sem látin eru falla og ekki síst þegar um er að ræða ein- staklinga sem standa höllum fæti, eru á einhvern hátt minni máttar í samfélaginu, hvort sem það er tímabundið eða til lengri tíma. I matarboði fyrir skömmu var rætt um þau samskipti sem viðstaddir höfðu átt við heilbrigðisstarfsmenn. Valgerður Katrín Jónsdóttir hjúkrunarfræðinga en ný stjórn hefur tekið til starfa og vekur athygli að tveir karlar í hjúkrunarstétt eiga sæti í henni. Flestir áttu bæði góðar og slæmar minningar um þau samskipti. Athyglisvert var þó hve mikil sár- indi voru enn til staðar þegar rifjuð voru upp ónærgætnisleg orð. I sumum tilfellum höfðu þau haft í för með sér að viðkomandi hafði ekki leit- að sambærilegrar þjónustu aftur. Þeir sem leita eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins eru í flestum tilfellum í viðkvæmri og valdalítilli stöðu. Læknismeðferð, sem er veitt við tilteknum kvill- um, skiptir vitaskuld miklu máli varðandi bata sjúklingsins en líðan hans mótast einnig af mannlegum samskiptum, jafnvel ekki síður. Ný ritnefnd hefur einnig tekið til starfa og eiga tveir karlmenn einnig sæti í henni í fyrsta sinn í 10 ára sögu sameiginlegs tímarits Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Fljúkrunarfélags Islands. Haldið var uppá 10 ára afmælið með því að bjóða fyrrverandi ritnefndarmönnum í sjóstangaveiði 20. júní síðastliðinn. Mig langar í lokin að bjóða nýja fólkið velkomið til starfa og síðast en ekki síst nýjan formann, Elsu B. Friðfinnsdóttur, og óska henni farsældar í nýju og mjög mikilvægu starfi fyrir hjúkrunarfræðinga og heilbrigðis- þjónustuna alla. Valgerður Katrín Jónsdóttir Það hefur löngum verið vitað að unnt er að hjúkra fólki til lífs og sjaldan höfð jafnmörg orð um það og læknisfræðilegu aðgerðirnar sem fram fara. Hjúkrun er, eins og Kristín Björns- dóttir benti á í grein í síðasta tölublaði m.a. sam- skiptastarf. Miklu skiptir hvernig staðið er að þeim samskiptum. Það er því að mínu viti mikill fengur í því fyrir hjúkrunarfræðinga þegar sett er fram kenning um mikilvægi þessara samskipta. Kenningin gerir ráð fyrir að samskiptin geti ver- ið allt frá því að vera mjög uppbyggileg til hins að vera niðurbrjótandi og beinlínis lífshættuleg. I þessu tölublaði er fyrri grein af tveimur eftir Sigríði Halldórsdóttur þar sem hún setur fram nýja kenningu um samskipti. Hún fjallar einkum um samskipti heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem njóta þjónustu þess, en segir unnt að yfir- færa kenninguna á samfélagið allt. I þessu tölublaði er auk þess grein eftir Helgu Jónsdóttur og fleiri um álit sjúklinga á gæðum hjúkrunar á lungnadeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss á Vífilsstöðum. Hrafn Oli segir frá magnetviðurkenningu sjúkrahúsa í Bandaríkjun- um og Svava Aradóttir frá umönnun heilabilaðra. Þá er sagt frá fulltrúaþingi Félags íslenskra 9/ BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhraun 10 * sími 565 1000 • bedco@bedco.is úðir æra • Græöa Veita sárinu hreinsimeðferð í allt aö 24 klst. Henta m.a. vel á; • gömul/ ný sár • fótasár • sýkt sár • dauðan vef • fibrin í sári • brunasár Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.