Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 12
Kenning um samskiptahætti og áhrif þeirra Efling eða niðurbrot: Kenning um samskiptahætti og áhrif þeirra Fyrri grein: Kynning á kenningunni, bakgrunni hennar og aðferðinni við þróun hennar. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor HA Útdráttur Á undanförnum árum hef ég reynt að átta mig á samskiptaháttum og áhrifum þeirra á fólk. I rannsóknum mínum, samstarfskvenna minna og nemenda hefur glöggt komið fram hve samskipti eru mikið lykilatriði í lífi sjúklinga og hvernig hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta notað vald sitt á mismunandi vegu - ýmist byggt fólk upp eða brotið það niður í gegnum samskipti sín. í þessari fyrri grein mun ég kynna nýja samskiptakenningu sem ég hef þróað út frá sjö birtum rannsóknum. Eg segi frá bakgrunni kenningar- innar, aðferðinni við þróun hennar og skilgreini helstu hugtök. Eg set kenninguna fram í yfirlitsmynd/líkani þar sem fram koma fimm grundvallarsamskiptahættir þeirra sem valdið hafa og áhrifum hvers samskiptaháttar á þá sem fyrir verða, einkum á 'rödd' þeirra og varnarleysi, í Ijósi þess hvernig valdið er notað — til góðs eða ills. Þessi fyrri grein er nánari útfærsla á kenningunni. I síðari greininni ræði ég um lykilþætti kenningarinnar í Ijósi þess sem aðrir hafa skrifað og rannsakað. Eg leyfi mér síðan að velta því fyrir mér hvernig greina má mannlegt samfélag í Ijósi hennar og lýsi slíkum samfélögum eins og ég sé þau fyrir mér. Lykilorð: Kenningarsmíði, samskipti, áhrif samskipta, sjúklingar/þjónustuþegar í fræðigrein eins og hjúkrunarfræði, sem hefur það hlutverk að veita þjónustu sem á að auka heilbrigði og vellíðan skjól- stæðinga (ICN, 1973), eru þær rannsóknir mikilvægar sem beinast að því hvað styrkir sjúklinga í varnarleysi þeirra og þjáningu og hvað veikir þá - hvað eflir þeirra eigin skynjun á heilbrigði og vellíðan og hvað gerir hið gagnstæða. Það hefur oft komið fram í rannsóknum mínum, samstarfskvenna minna og nemenda að sjúklingurinn er auðsærður og það er auðvelt að misbeita valdi innan heilbrigðisþjónustunnar. Allir hjúkrunar- fræðingar, sem og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, búa yfir miklu valdi. Spurningin er hvernig þeir beita því, hvort þeir búa yfir manngöfgi og umhyggju fyrir öðrum eða láta illt af sér leiða - hvort samskipti þeirra efla sjúklinginn eða brjóta hann niður. Á undanförnum áratug hef ég leitast við að kynnast þessum málum frá sjónarhóli sjúklingsins með rannsóknum. Þeir fyrrverandi sjúklingar, sem ég hef átt samræður við, hafa lýst mörgu sem fylgir því að vera sjúklingur: Varnarleysinu; þörf- inni fyrir faglega umhyggju sem felur í sér fag- lega færni, umhyggju og tengsl; styrkingunni þegar þeirri þörf er fullnægt; og niðurbrotinu þegar þeir verða fyrir umhyggjuleysi og vald- níðslu. í doktorsritgerð minni, sem byggð er á 91 viðtali við 57 meðrannsakendur (Halldórsdóttir, 1996), kom glöggt fram hve samskipti eru mikið höfuðatriði í lífi sjúklingsins og hvernig hjúkr- unarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta ýmist aukið eða minnkað varnarleysi þeirra - ýmist byggt þá upp eða brotið þá niður með samskiptum. Þessi meginniðurstaða hefur aftur og aftur komið fram í rannsóknum mínum (sjá t.d. Halldórsdóttir, 1997, 2000 og 2001). Þess má geta að í öllum þessum rannsóknum hefur vegvísirinn í aðferðafræðinni verið Vancouver- skólinn í fyrirbærafræði (Halldórsdóttir, 2000a). Ábyrgðarmaöur: 0r. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, HA Netfang: sigridur@unak.is Timarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.