Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 13
Bakgrunnur kenningarinnar Upphafleg áhersla í samskiptarannsóknum mínum var að spyrja fyrrverandi sjúklinga um eigin reynslu af umhyggju og umhyggjuleysi (sjá Halldórsdóttir, 1989, 1990, 1990a). Mörg þeirra sem ég ræddi við sögðu að sumir sýndu hvorki umhyggju né umhyggjuleysi. Þá voru einnig mörg sem sáu stigsmun í umhyggjunni og líka í umhyggjuleysinu. Fyrir um það bil áratug komst ég því að þeirri niðurstöðu við nánari greiningu (secondary analysis) á rannsóknarniðurstöðum mínum úr tveimur fyrirbærafræðilegum rann- sóknum (Halldórsdóttir, 1990, og Halldórsdóttir, 1990b) að það væru fimm grundvallarveruhættir í mannlegum samskiptum (Halldórsdóttir, 1991). Eftir að hafa gert enn frekari rannsóknir í doktorsnámi mínu (Halldórsdóttir, 1996) og eftir að ég lauk því (t.d. Halldórsdóttir, 2001) hef ég haldið áfram að rannsaka samskipti og velta fyrir mér áhrifum þeirra. Þegar ég fór að líta til baka yfir farinn veg eftir að hafa stundað samskiptarannsóknir í rúmlega áratug velti ég því fyrir mér hver meginatriðin væru í hinum ýmsu samskiptaháttum og því hvaða áhrif þau hefðu á þá sem fyrir þeim verða. Sú samskipta- kenning, sem ég kynni í þessari grein, er ávöxtur af þessum pælingum. Frá rannsóknum til kenningarsmíöi Kenningin er byggð á sjö tímaritsgreinum og bókarköflum sem allar birta rannsóknir sem ég hef ýmist unnið að ein eða með öðrum. Allar ofangreindar rannsóknir fólu meira eða minna í sér reynslu fólks af samskiptum við mismunandi aðstæður (sjá töflu I). Ekki er rými til að lýsa þessum rannsóknum nánar en áhugasömum er bent á að afla sér þeirra. Þær verður allar að finna á heimasíðu minni í nánustu framtíð. Ávöxtur kenningarsmíðarinnar er ný samskiptakenning um samskiptahætti og áhrif þeirra. Kenningin byggir á rannsóknum á reynslu fólks af samskipt- um (rannsókn I, II, IV og VI - sjá töflu I) ásamt reynslu fólks af aðstæðum sínum sem sjúklingar eða þjónustuþegar innan heilbrigðisþjónustunnar (rannsókn V og VII - sjá töflu I) - sem einkennist af varnarleysi og er nátengt því hvernig heil- brigðisstarfsmenn nota eða misnota vald sitt í samskiptum sínum og áhrif þess á „rödd“ sjúkl- ingsins eða þjónustuþegans. Að auki byggir kenningin á nánari greiningu minni (rannsókn III) á rannsókn I og II ( sjá töflu I). Þessi greining er megingrundvöllur kenningarinnar. Tafla I. Rannsóknir notaöar til aö þróa kenninguna N= 18 12 Aldur 33-59 28-47 28-59 41-72 38-69 33-42 23-42 Rannsókn - Lýsing á úrtaki - Fjöldi samræöna - Birting Ranns. I. Reynsla sjúklinga af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum viö hjúkrunarfræöinga. Fyrrverandi sjúkl- ingar. Þátttakendur höföu haft samskipti viö hjúkrunar- fræöinga á ýmsum deildum sjúkrahúsa. Rætt tvisvar viö hvern þátttakanda. (Halldórsdóttir, 1989, 1990, 1990a) Ranns. II. Reynsla hjúkrunarfræðinema af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum við kennara. Fyrrverandi hjúkrunarfræðinemar. Fjórir höföu BS-gráöu í hjúkrunar- fræöi, fjórir höföu MS-gráöu og einn var í doktorsnámi. Rætt við hvern þátttakanda einu sinni eða tvisvar. (Halldórsdóttir, 1990b). Ranns. III. Meginveruhættir. Nánari greining á rannsóknum I og II meö sérstöku tilliti til samskipta og áhrifa þeirra. (Halldórsdóttir, 1991). Ranns. IV. Reynsla af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum viö hjúkrunarfræðinga og aöra heilbrigðis- starfsmenn. Þátttakendur höföu þjáðst af ýmsum tegund- um krabbameina. Rætt viö hvern þátttakanda einu sinni til þrisvar (Halldórsdóttir og Hamrin, 1996). Ranns. V. Reynslan af því aö vera meö krabbamein. Fólk sem haföi haft eöa var meö krabbamein. Rætt viö hvern þátttakanda einu sinni til þrisvar (Halldórsdóttir og Hamrin, 1997). Ranns. VI. Umhyggja og umhyggjuleysi í samskiptum við hjúkrunarfræöinga/ljósmæður. Konur sem höföu fætt heil- brigö börn. Konurnar höföu átt 1-4 börn hver. Samtals áttu þessar konur 21 barn á aldrinum 2 mánaða til 20 ára. Meðaltími frá siöustu fæöingu var um 3 ár. Rætt einu sinni viö hverja konu. (Halldórsdóttir og Karlsdóttir, 1996). Ranns. VII. Reynsla af því aö fæöa börn. Konurnar höföu átt heilbrigö börn. Samtals áttu þessar konur 28 börn. Meöaltími frá síöustu fæðingu voru 2 ár. Rætt einu sinni viö hverja konu. (Halldórsdóttir og Karlsdóttir, 1996a). Tímarit islenskra hjukrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.