Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Qupperneq 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Qupperneq 16
langar til að taka hana og hrista hana og segja: „Ef þér líkar ekki það, sem þú ert að starfa við, hættu þá.“ En auðvitað vitum við raunveruleikann, ætti ég að fara að fara til baka og tala við hana? Það er fáránlegt! Eða ef ég mætti henni aftur þá held ég að ég myndi ekki einu sinni nefna þetta við hana því hún myndi horfa á mig eins og ég væri nýlent frá Mars. „Hvað er ég að tala um?“, „Ég var ekkert vond við þig“, því hún barði mig ekki, hún kleip mig ekki. Það er mjög erfitt að lýsa því sem hún gerði mér. Af þessari tilvitnun sést að það getur verið erfitt fyrir sjúklinga að lýsa því þegar valdbeiting og valdníðsla á sér stað eingöngu í samskiptunum sjálfum. Ahrifin sitja eftir og auka varnarleysi sjúklinganna, þagga einhvern veginn niður í þeim og brjóta niður baráttuþrek þeirra. Eins og ein kona sagði eitt sinn við mig í viðtali: „Þá ert þú ekki lengur bara að berjast við sjúkdóminn heldur ertu einhvern veginn farin að berjajt við „kerfið" líka.“ Þeirri konu fannst sú orka ekki aðeins fara til spillis heldur fannst henni sú orkusóun tefja fyrir bata. Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta þó ekki aðeins þaggað niður í sjúklingum heldur einnig gefið þeim rödd og styrkt þá rödd sem þeir þegar hafa, eins og fyrrverandi sjúklingur lýsti þegar honum fannst loksins hlustað á sig: Það eina sem ég man er að mér fannst loksins vera hlustað á mig. Eg man ekki hvað hún gerði en mér varð ljóst að hún tók mig alvarlega og var ákveðin í að gera eitthvað í málunum. Annar fyrrverandi sjúklingur, kona á fertugsaldri, lýsti því hvernig hún hafði öðlast „fulla rödd“ í gegnum opnar sam- ræður við geðhjúkrunarfræðinginn sinn sem henni fannst eiga mikinn þátt í sínum bata. Ég tel það afar mikilvægt að hún reyndi ekki að verða besta vinkona mín, eða foreldri eða valdaaðili sem var að gefa mér ráð. Við vorum jafningjar, og öll umræðuefni voru leyfi- leg en þó venjulega aðeins að minni beiðni. Efling eða niðurbrot? Samskiptahættir og áhrif þeirra I kenningunni sé ég gerandann sem persónu sem hefur vald og samskiptahættirnir fimm fjalla um það hvernig þetta vald er notað - það gefið, því deilt með öðrum, ekki notað, mis- notað eða misbeitt. Ég kalla þessa fimm grundvallarsam- skiptahætti: Eflandi samskiptahátt (empowering), hvetjandi (encouraging), hlutlausan (passive), letjandi (discouraging) og niðurbrjótandi (disempowering) samskiptahátt (sjá töflur II og III). Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003 Eftirfarandi lýsing á þessum samskiptaháttum er venjulega með tvennum hætti: hvernig einstak- lingurinn, sem valdið hefur, notar það vald og áhrifin sem það hefur á hinn aðilann. Undantekningin frá þessu er eflandi samskipta- háttur þar sem gagnkvæmni ríkir vegna þess að í þessum samskiptahætti breytist ég ívið. Þar ríkir algjör samkennd, samvinna og eining, ásamt eflandi tengslum. Skilgreining á eflingu og niðurbroti Skilgreining á eflingu (Empowerment): Efling er eigin reynsla af þvi aö einstaklingurinn, sem hefur vald yfir þér ber raunverulega umhyggju fyrir þér og gefur þér valdiö sem hann hefur yfir þér - gefur þér frelsi. Þetta gerist í samskiptum þar sem kærleikur og viröing ríkja og samskipti fara fram meö eflandi sam- ræöum þar sem gagnkvæmni rikir, tengsl og full þátt- taka beggja í samskiptunum. Efling eykur tilfinningu beggja aöila fyrir stjórn á eigin lífi og aöstæðum, eyðir tilfinningu fyrir því aö vera varnarlaus og báöir aðilar hafa tilfinningu fyrir því aö hafa fulla rödd. Skilgreining á niðurbroti (Disempowerment): Niðurbrot er eigin reynsla af samskiptum þar sem ein- staklingnum sem valdið hefur viröist algjörlega standa á sama um þig og misbeitir valdi sínu. Þetta gerist i samskiptum þar sem valdaaöilinn kúgar og niðurlægir, krefst undirgefni og algjörrar stjórnar. Ekkert þol er fyrir andstæöum skoöunum. Niöurbrot brýtur niður til- finningu þess sem fyrir veröur fyrir stjórn á eigin lífi og eigin aöstæðum og þolandanum finnst hann kúgaður, algjörlega berskjaldaöur og rödd hans þögnuö. Þessí kenning um meginsamskiptahætti er aðferð til að sýna þá staðreynd að það getur verið stigsmunur á því hversu mikil efling á sér stað í samskiptum og hversu mikið niðurbrot. Ég sé hvetjandi samskiptahátt skref í áttina að eflandi samskiptahætti en hann er enn ekki að sönnu eflandi þar sem það vantar hin eflandi tengsl, hinar eflandi samræður, jafnréttið og gagnkvæmnina. A sama hátt álít ég letjandi sam- skiptahátt ekki eins slæman og niðurhrjótandi samskiptahátt þar sem ekki er um að ræða sömu augljósu þörfina fyrir algjöra stjórn yfir hinni persónunni, það er ekki sama þvingunin, niður- lægingin og niðurbrotið. I síðari greininni mun 14

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.