Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 36
Það sem mestu skiptir í samskiptum við fólk með heilabilun-j arsjúkdóma er ekki hvernig gengur að breyta hegðun þeirraj eða hvernig við stjórnum hegðun þeirra. Tom Kitwood segir að mestu skipti hvernig umönnunaraðilum og öðrum þeim sem í j kringum þann sjúka eru, tekst að fást við eigin viðbrögð og varnir þannig að hægt sé að ræða við þann sjúka þar sem hann er og á hans forsendum. Þannig og aðeins þannig geta lifandi! samskipti átt sér stað, segir Kitwood. Skert starfsemi heilans j Tom Kitwood vann árum saman með fólki sem vegna heilabil- j unarsjúkdóma átti við ýmsa örðugleika að stríða. Hann reyndij að skilja og skýra hegðun hinna sjúku út frá tveim ferlum, j annars vegar út frá þeirri líkamlegu og andlegu skerðingu sem heilabilunarsjúkdómurinn hefur í för með sér og hins vegar út frá persónubundinni aðlögun einstaklingsins að þeim breyt- ingum í tilverunni sem skerðing á færni veldur. Þetta gefuri nýjan og óhefðbundinn grundvöll sem við getum notað til að j aðstoða fólk með heilabilunarsjúkdóma í öllum þeim vand-j kvæðum sem tilvera þess mótast af. Við getum e.t.v. brugðist betur við afbrigðilegri hegðun sem or- j sakast af skertri heilastarfsemi ef við leggjum okkur meira fram j við að skilja að atferli hins sjúka er ekki bara afleiðing þessj skaða sem sjúkdómurinn hefur valdið heldur einnig viðbrögð } hans við því sem skert persónuleg færni hefur í för með sér. | Lykillinn að árangursríkum samskiptum við fólk með heilabil- j unarsjúkdóma er að koma fram við það þar sem það er, í nú-j | inu og veita því þann stuðning sem það þarfnast hér og nú, aðj skilja tengslin milli sjúkdómsins og aðferða einstaklingsins tilj að tjá sig. Sjálfsmynd Fólk með skerta hæfni vegna heilabilunarsjúkdóma hefur tak-j markaða möguleika til athafna og til að öðlast nýja reynslu. Þetta fólk er meira eða minna háð umhverfi sínu og þeim sem þar eru. Skynjun þess kemur í gegnum sambönd við nánustu j fjölskyldu og þá starfsmenn sem eru ráðnir til að sjá um á- j kveðin verkefni sem hinn sjúki þarf hjálp við. Tom Kitwood: j heldur fram að það, hvernig þessi verkefni séu leyst af hendi, j j skipti sköpum um hvernig hinn sjúki einstaklingur skynjarj sjálfan sig og umhverfi sitt. Hann segir að mörg af þeim við- j brögðum, sem starfsmenn og ættingjar sýna, geti haft svo nei- j kvæð áhrif á þann sem er háður hjálpinni, að afleiðingin verðij að persónuleikinn brotni niður í stað þess að styðja við ogj styrkja sjálfsmyndina. Grundvallarhugsunin í kenningu Toms Kitwoods er að um- hverfið, og þá sérstaklega sú umönnun sem starfsfólkið veitir, j hafi úrslitaþýðingu fyrir þróunina á einkennum heilabilunar-1 Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003 sjúkdómsins. Um leið og Kitwood talar um „ill- kynja félagssálfræði" leggur hann áherslu á að slíkt þurfi ekki að fela í sér meðvitaðan illvilja umhverfisins. j Við skulum alltaf gera ráð fyrir að umönnunarað- j ilar og aðrir sem umgangast hinn sjúka, geri það j besta sem hægt er miðað við þær forsendur sem j þeir hafa. Séu aftur á móti þær forsendur byggð- ar á vanþekkingu eða óhagkvæmum aðstæðum skal betur að gætt. Kitwood hefur sett upp dæmi um óæskileg við- j brögð umönnunaraðila sem geta leitt til versn-1 j andi ástands einstaklingsins, það sem hann j I nefnir „illkynja félagssálfræði": • Umönnunaraðili ruglar eða beitir einstakling- inn klækjum til að hann verði auðveldari viðureignar. • Umönnunaraðila finnst auðveldara að geraj hlutina sjálfur en að hjálpa hinum skerta ein- : stakling sem þar með er sviftur sjálfræði sínu. j • Umönnunaraðili kemur fram við sjúklinginn eins og hjálparvana barn sem þarf að læra hvernig á að haga sér. • Umönnunaraðili sáir óöryggi og hræðslu í hug sjúklingsins með þvf að nota hótanir eða beita valdi. • Umönnunaraðili kemur fram við sjúklinginnj út frá eigin fordómum, stimplar hann út frá skerðingu hans, en lítur ekki á hann sem per- sónu með sjálfsímynd og persónuleika. • Umönnunaraðili lætur eins og sjúklingurinn sé ekki til, virðir hann að vettugi. i • Umönnunaraðili er svo mikið að flýta sér að: sjúklingurinn nær ekki að hugsa eða bregðast við, álagið verður meira en hann þolir og hon- um finnst hann ömurlegur á allan hátt. | • Umönnunaraðili gerir lítið úr og vanmeturj þær tilfinningar og þann huglæga veruleika sem sjúklingurinn skynjar. : • Umönnunaraðili lítur meðvitað fram hjá ósk- um sjúklingsins um hjálp, eða sinnir ekki aug- j Ijósum þörfum hans. : • Umönnunaraðili ásakar sjúklinginn fyrir að framkvæma eða framkvæma ekki við aðstæð- ur þar sem sjúklingurinn getur ekki eða skilur ekki vegna skerðingar sinnar hvers umönnun- j araðilinn ætlast til. : • Umönnunaraðili brýtur almennar umgengnis- og samskiptareglur með því að blanda sér

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.