Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Page 37
FRÆÐSLUGREIN
Umönnun fólks með heila-
bilunarsjúkdóma
snögglega og truflandi inn í það sem sjúkling-
urinn er að gera eða segja.
• Umönnunaraðili gerir litið úr sjúklingnum
með því að skemmta sér yfir „undarlegu"
háttalagi sjúklingsinSj stríðir eða auðmýkir.
• Umönnunaraðili niðurlægir persónuna með
því að sýna og segja að hún sé vanhæf, ónot-
hæf, einskis virði.
Fyrir manneskju með skerta heilastarfsemi,
manneskju sem er háð hjálp annarra, getur ó-
nærgæti annarra orðið til að skerða enn frekar
færni viðkomandi og vera þá um leið vanræksla
sem er alveg eins slæm fyrir sálina og líkamleg
vanræksla er fyrir kroppinn.
Að sögn Toms Kitwoods þarf neikvæða háttsem-
in, eins og nefnd er hér að ofan, ekki að vera
langvinn eða sífelld til að áhrifin á persónuna
geti orðið örlagarík fyrir hinn sjúka. Það getur
verið nægilegt að sjúklingnum sé persónulega
misboðið, að sjálfsvitundin verði fyrir áfalli eða
að hann sé hvað eftir annað minntur á vanhæfni
sína og getuleysi. Það getur verið nægilegt til að
koma af stað og viðhalda neikvæðri þróun í sjúk-
dómsmynstrinu.
Hegðun og geðræn einkenni
Einkenni heilabilunarsjúkdóma eru mismuun-
andi, allt eftir um hvaða sjúkdóm er að ræða. Þó
eru ýmis einkenni sammerk flestum þeirra. Það
sem verður fyrir áhrifum er:
1. Hæfileikinn til að hugsa, skilja og túlka skyn-
áhrif.
2. Færni við athafnir daglegs lífs.
3. Hegðun og geðrænt ástand.
Algengast er að hegðun og geðrænt ástand séu
þau áhrif sjúkdómanna sem umönnunaraðilum
veitist erfiðast að fást við. Það er svoköiluð
„vandamálahegðun“ sem oftast veldur togstreitu,
heftingu og oft og tíðum þvingun eða valdbeit-
ingu í umönnuninni. Nils Gulmann gerir þess-
um einkennum góð skil í bók sinni „Praktisk
Gerontopsykiatri“ og varar við að grípa til lyfja-
gjafar sem fyrstu og iðulega einu lausn vandans.
Eins og Tom Kitwood bendir hann á hve um-
hverfið skipti miklu máli um geðrænt ástand á
heildarmynd heilabilunarsjúkdómsins og þá um
leið á líðan og ánægju hins sjúka einstaklings.
Uppfylling þarfa
Enginn efi er á að einhverjir hæfileikar skerðast eða tapast við
heilabilunarsjúkdóma, enginn efast um að skapgerð og hegð-
unarmynstur breytist. Það umdeilda er hvernig túlka beri
þessi einkenni og hvernig þau skuli meðhöndluð. Kitwood
segir að hegðunar- og geðbreytingar séu í mörgum tilfellum
viðbrögð hins sjúka við óuppfylltum þörfum, þörfum sem hinn
sjúki getur ekki látið í ljós og sem umönnunaraðilar ná ekki að
túlka á réttan hátt. Þessar þarfir eru að sögn Kitwood sam-
tengdar og uppfylling þeirra er grundvöllur þess að hinn sjúki
nái að halda utanum „sjálfið“, nái að líta á sig sem heila mann-
eskju (sbr. mynd 1).
Eins og sjá má er samræmi á milli hugmynda Kitwoods og
þarfakenningar Maslows sem líka leggur áherslu á sambandið
milli uppfyllingu þarfa og sáttar við lífið og tilveruna.
Kröfur til umönnunaraðila
Umönnun einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma er ekki
auðvelt starf. Verkefnin eru flókin og margþætt og lausn á
þeim, ef vel á að takast til, krefst bæði faglegrar og persónu-
legrar færni umönnunaraðilans. Sú færni er ekki öllum gefin.
I sambandi við meðhöndlun á hegðunar- og geðbreytingum
hefur Nils Gulmann sett fram þá grundvallarþætti sem þurfa
að vera til staðar hjá umönnunaraðilunum þannig að áhrifa
einkennanna gæti sem minnst í daglegu lífi hinna sjúku ein-
staklinga (sbr. mynd 2).
Skoðun Gulmanns samræmist fullkomlega kenningum Toms
Kitwoods: viðhorf umönnunaraðilans til sjúkdómsins og hins
sjúka einstaklings, hæfileiki hans til að fylgjast með og túlka,
þekking hans á sjúkdómnum og persónunni á bak við sjúk-
dóminn. Þetta eru grundvallaratriði ef vel á að takast til við
umönnun fólks með heilabilunarsjúkdóma.
Það verður að búa vel að umönnunaraðilunum, það er ekki
nægilegt að krefjast persónulegrar færni og þekkingar af þeim.
Það verður líka að sýna þeim umhyggju og virðingu, það verð-
ur að gera þeim kleift að nýta þá færni sem þeir búa yfir.
Vinnustaðurinn hefur ekki síður skyldur við starfmenn sína en
starfsmennirnir hafa við sjúklingana sem þeir eru ráðnir til að
hugsa um. Hvernig ætti annars að fá hæft fólk til umönnun-
arstarfa? Og það sem meira er: að halda þeim í starfi!
Svavo Aradóttir rekur Nordic-lights sem sérhœfir sig i frœóslu um umönnun sjúklinga meO
heilobilunarsjúkdóma. svava@nordic-lights.dk
Heimildir:
Kitwood, T. (1997). Dementia reconsidered-the person comes first. Buekingham: Open
University Press.
Kitwood, T. (1999). En Revurderiung afDemens - personen kommer i ferste række.
Frederikshavn: Dafolo.
Buber, M. (1997). Jeg og Du. Kaupmannahöfn: Hans Reitzel Forlag.
Gulmann, N. C. (2001 3. útgáfa). Praktisk Gerontopsykiatri. Kaupmannahöfn: Hans
Reitzel Forlag.
Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003
35