Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Síða 43
Inga Valborg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á
hjartadeild LSH við Hringbraut
PISTILL
ÞANKASTRIK
Sköpun í hjúkrun
Áður en ég hóf nám í hjúkrunarfræði hafði ég
stundað nám í fatahönnun og gluggaútstillingum
og starfað við það í fullu starfi í þrjú ár. Margir
hafa undrað sig á því hvernig ég sem fatahönn-
uður og gluggaútstillingahönnuður get þrifist íj
hjúkrunarstarfinu og mörgum finnst þessi störf
vera mjög ólík. En ég fæ mikla útrás fyrir sköp-
unarþörfina í mínu starfi sem hjúkrunarfræðing-
ur og hefur það fengið mig til að skoða aðeins
hvort þetta séu í raun svo ólík störf.
List er samkvæmt íslensku orðabókinni sú íþrótt
að búa til eitthvað fagurt og orðið er einnig not-
að um leikni, færni og hæfileika. Flórens
Nightingale talaði oft um Iistina að hjúkra en
það eru skiptar skoðanir um það hvort hjúkrun
er listgrein og ætla ég ekki út í þá sálma hér. En
eitt er víst að hjúkrun krefst oft mikillar sköpun-
argáfu og getur starfið verið góður farvegur fyrir
sköpunargleðina.
Það að mynda tengsl við skjólstæðinga okkar og
vinna traust þeirra er oft heilmikil kúnst og það
krefst mikillar útsjónarsemi og sköpunargáfu að
hjálpa þeim í gegnum erfiðleika eins og veikindi.
Það er ákveðin list að fá einstaklinga til að breyta
lifnaðarháttum sínum og verða ábyrga fyrir eigin
heilbrigði. Og það er ákveðið sköpunarferli í
sjálfu sér að stunda hjúkrunargreiningu og gera
hjúkrunaráætlun með skjólstæðingum okkar með
ákveðna útkomu í huga og að framkvæma áætlun-
ina. Segja má að hjúkrunarfræðingar vinni að
vellíðan skjólstæðinga sinna, séu eins og lista-
menn, skapandi og frumlegir við að ná ákveðnu
markmiði. Hjúkrunarfræðingurinn erþá listamað-
urinn, tilteknar athafnir, t.d. til að auka vellíðan
(áætlunin og framkvæmdin), eru sköpunarferlið
og aukin vellíðan skjólstæðingsins (markmiðið) er
listaverkið.
Hjúkrun snýst einnig um það að skapa snyrtilegt
og fallegt umhverfi utan um sjúklinginn svo hon-
um Iíði sem best miðað við aðstæður. Við reynum
að skapa honum það umhverfi og það andrúmsloft
sem gerir honum kleift að slaka vel á, taka á móti
Inga Valborg Ólafsdóttir
fræðslu, stuðningi, meðferð og lækningu.
Æ fleiri hallast að því að litir f umhverfinu
hafi áhrif á líðan okkar og því hefur verið
haldið fram að sjúklingar nái sér fyrr eftir
veikindi ef umhverfið veitir þeim einhværja
örvun, t.d. þar sem eru myndir á veggjum,
lituð gluggatjöld, gott útsýni og fleira í þeim dúr. En örvunin
má ekki vera of mikil, þá er hún orðin truflandi og getur kom-
ið í veg fyrir að sjúklingurinn geti hvílst. Þvf velti ég fyrir mér
hvort það sé ekki hluti af hjúkrunarstarfinu að hafa áhrif á
þessa þætti í umhverfi skjólstæðinga okkar.
Eftir því sem ég hef kynnst í starfi mínu sem hjúkrunarfræð-
ingur síðastliðin fjögur ár á LSH þá getum við hjúkrunarfræð-
ingar haft nokkuð um umhverfi sjúklinga okkar að segja. Við
getum komið hugmyndum okkar á framfæri þegar breytingar
eiga sér stað, við getum komið með tillögur að úrbótum þegar
okkur finnst eitthvað betur mega fara og við getum raðað
lausamunum eftir því sem við á. Eg tel það því í okkar verka-
hring að vera vakandi fyrir umhverfinu og hvetja til úrbóta
þegar þess er þörf og sjá til þess að umhverfi sjúklingsins sé
snyrtilegt og fallegt.
Við getum einnig haft heilmikil áhrif á starfsumhverfi okkar.
Við getum skapað okkur snyrtilegt og fallegt starfsumhverfi
með því að ganga vel um og skipuleggja hlutina með snyrti-
mennsku og fagurfræði í huga, t.d. að vera ekki með mislitar
og slitnar möppur eða bækur skakkar uppi í hverri hillu, laus
blöð á öllum borðum og kaffibolla úti um allt. Reyna að gera
umhverfið stílhreint og þægilegt og draga úr óþarfa áreiti í
umhvefinu og þá sérstaklega á bráðadeildum þar sem áreitið í
andrúmsloftinu er oft töluvert.
Þá krefst það sköpunargáfu að setja saman fræðsluefni fyrir
skjólstæðinga okkar og samstarfsfólk. Við erum þá að búa eitt-
hvað til og láta hugmynd verða að veruleika, ákveðum fram-
kvæmd og þurfum að hafa hugmyndir varðandi útlit og upp-
setningu á kennslugögnum og bæklingum. Við þurfum að
semja texta, setja hann upp og ákveða hvort eigi að nota
myndir og þá hvaða myndir og þess háttar. Já, það getur verið
heilmikil kúnst að koma þekkingu á framfæri þannig að hún
sé meðtekin, ekki síst nú á tímum aukins hraða og vaxandi
kröfu um að fræðsla sé skemmtileg.
Eins og sjá má hefur hjúkrunarstarfið gefið mér tækifæri til að
kynnast nýjum víddum í sköpun og gert mér kleift að „búa til“
fleira en fallega kjóla. Hvet ég þig, lesandi góður, til að vera
meðvitaður um sköpunina í þínu klíníska starfi og til að finna
sköpunargleðinni farveg í vinnunni.
Eg skora á Rósu Jónsdóttir á lungnadeild LSH í Fossvogi að
skrifa næsta þankastrik.
Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 79. árg. 2003