Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Side 45
FRÁ FÉLAGINU
Launaleynd - besti vinur
launagreiöandans
eftir því að hann haldi slíku samkomulagi leyndu
fyrir öðrum starfsmönnum, að öðrum kosti verði
ekki um umframkjör að ræða. I því tilviki er
launaleynd ekki tæki til að umbuna „góðu“
starfsfólki, eins og hér að ofan var greint frá,
heldur miklu frekar tæki til að leyna ákveðnu
samkomulagi hans og starfsmannsins til að aðrir
starfsmenn njóti ekki þessara umframkjara.
Stéttarfélög
Almennt er litið á launaleynd sem eðlilegt fyrir-
bæri á almenna markaðnum þar sem kjörin eru
oft og tíðum hærri en á opinbera markaðnum.
Ut frá sjónarmiðum stéttarfélaga er litið á kröfur
um launaleynd sem leið til að komast hjá óeðli-
legum launaleiðréttingum. Skiptir þá ekki máli
hvort starfsmaður starfar á almennum eða opin-
berum vinnumarkaði. Launaleynd getur skapað
óþarfa tortryggni og jafnvel deilur milli starfs-
manna á vinnustað. Stéttarfélög líta á launa-
leynd sem besta vin atvinnurekandans til þess að
halda launum niðri. A þann hátt komast þeir hjá
því að starfsmenn beri saman laun sín og klifri
þannig upp launastigann. Því er talið eðlilegra að
starfsfólk haldi ekki launakjörum sínum leynd-
um þar sem slíkt spilli fyrir þeirri samstöðu og
félagsþroska sem starfsemi stéttarfélaga grund-
vallast á.
Þetta hefur leitt til þess að laun hjúkrunarfræðinga hafa
hækkað umtalsvert á síðustu árum, eins og laun annarra opin-
berra starfsmanna, og er það vel. Forsenda þeirrar hækkunar
má hins vegar ekki vera launaleynd.
I þessu sambandi er ágætt að vísa í grein er birtist í 3. tbl.
Tímarits hjúkrunarfræðinga árið 1998. Yfirskrift þeirrar grein-
ar er Trampólín á krukkubotninn og segir dæmisöguna um
flærnar sem settar voru í krukku og lokið skrúfað á. Að venju
hoppuðu flærnar en lentu alltaf á lokinu. Þetta gekk um sinn
en síðan var lokið tekið af. Flærnar hoppuðu áfram en þó
aldrei hærra en sem nam hæðinni sem lokið var í áður. Hjúkr-
unarfræðingar eiga að nýta sér tækifærin sem nýja launakerf-
ið gefur til launahækkunar og hoppa hærra en áður, en þeir
ættu ekki að halda því fyrir sig heldur tala um það, öðrum til
hvatningar.
Það hefur ætíð verið stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga að launaleynd eigi ekki að ríkja á opinbera markaðnum.
Hún birtist m.a. í því að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
lagði mikla áherslu á að úttekt færi fram á launamun karla og
kvenna með tilkomu nýs launakerfis. Með því að samþykkja
launaleynd er hætta á því að lokið á krukkunni haldist í sömu
hæð hjá flestum. Nokkrir gætu hoppað hærra þegar lokið
losnar óvart af en aðrir gætu haldið áfram að hoppa í sömu
hæð og lokið var því enginn hefur upplýst þá um möguleik-
ann. Hverjum er greiði gerður með því? Væri ekki nær að
hjúkrunarfræðingar tækju höndum saman og settu trampólín
á krukkubotninn og mældu stökkhæð hvers og eins?
Hjúkrunarfræðingar hafa frá árinu 1997, þegar
samið var um nýtt launakerfi í kjarasamningum,
þurft að breyta hugsunarhætti sínum til kaupa
og kjara. Þeir hafa þurft að læra að verðleggja
sjálfa sig og gera launakröfur sér til handa.
Hjúkrunarfræðingar hafa einnig þurft að viður-
kenna að eðlilegt sé að launakjör séu mismun-
andi, t.d. vegna vinnuálags, hæfni, ábyrgðar og
vinnuaðstæðna. Ekki er langt síðan hægt var að
hringja á skrifstofu félagsins og spyrja um launa-
kjör óháð vinnustað. Launakjörin voru þá nánast
eins á öllum vinnustöðum, þau réðust af aldri,
stöðu og menntun hjúkrunarfræðingsins. Nú
bregður svo við að þeirri einföldu spurningu er
ekki eins létt að svara og áður. Svörin eru mis-
munandi eftir stofnunum með tilkomu stofnana-
samninga sem eru hluti af kjarasamningum fé-
lagsins. Þessi þróun hefur leitt til þess að hjúkr-
unarfræðingar hafa haft tækifæri til að leita eft-
ir mismunandi kjörum milli stofnana og ráða sig
þar sem kjör og aðrir þættir eru fýsilegastir.
Heimildir:
Arnmund Backman og Gunnar Eydal (1986). Vinnuréttur, bls. 156-157.
Reykjavik: Mál og menning.
Láru V. Júlíusdóttur (1993). Réttindi og skyldur á vinnumarkaði bls. 78-79.
Reykjavík: Alþýöusamband íslands.
Timarit hjúkrunarfræöinga, 3. tbl. 1998, bls. 181.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíó 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
með þjónustu allan Kistuskreytingar
1 Dánarvottorð
sólarhringinn. Erfidrykkja
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003
43