Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Qupperneq 49
PISTILL Kunnátta í endurlífgun lífi. Því eru dregnar fram ákveðnar áherslur sem' fela í sér að kanna strax meðvitund, hringja svo í| 112 og beita að því loknu hjartahnoði þar til sér- hæfð aðstoð heilbrigðisstarfsmanna hefur borist. Endurlífgun á fullorðnum Leiðbeiningar evrópska endurlífgunarráðsins árið 2000 (þýtt úr Resuscitation, hefti 48, nr. 3, mars 2001) Tryggið öryggi björgunarmanns og sjúklings. Lítiö á sjúklinginn og athugið hvort hann bregst við. • Hristið axlirnar varlega og spyrjið hvort allt sé í lagi. Ef hann bregst við með svari eða hreyfingu: • Skiljið hann eftir í þeirri stöðu sem komið var að honum í, kannið líðan hans og kallið á hjálp ef þörf krefur. Ef hann bregst ekki við: • Kallið á hjálp. • Opnið öndunarveg meö því aö leggja hönd á ennið, halla höfði og lyfta undir hökuna. • Forðist að lyfta undir hökuna ef sjúklingurinn gæti verið með höfuðáverka. Á meðan öndunarvegi er haldið opnum skal athuga öndun með því að horfa, hlusta og finna. • Gáið að hreyfingum á brjóstkassa. • Hlustið eftir öndunarhljóöum. • Athugið hvort þið finnið fyrir lofti á kinn. • Horfa, hlusta og finna í 10 sekúndur áður en kveðið er upp úr um það hvort öndun er til staðar eða ekki. Ef hann andar: • Leggið í læsta hliðarlegu. • Fylgist með öndun. Ef hann andar ekki: • Sendið einhvern eftir hjálp eða, ef þið eruð ein, yfir- gefið sjúkling og farið sjálf eftir hjálp - komið til baka og hefjið endurlífgun. • Leggið sjúklinginn á bakið. • Fjarlægið alla sýnilega aðskotahluti úr munni (gervi- tennur). • Blásiö tvisvar - fylgist með að brjóstkassinn rísi. - haldið öndunarvegi opnum - klemmið saman nefið með vísifingri og þumalfingri; þeirrar handar sem hvílir á enninu - opnið munninn örlitið, dragið djúpt andann og setjið varir ykkar vel i kringum munn sjúklingsins - blásið upp í munn sjúklingsins i um það bil 2 sek. og fylgist með að brjóstkassann risi eins og i venju- legri öndun - slikur blástur í fullorðnum krefst 700- 1000 ml af lofti (ef blásið er með aukasúrefni => þá 400-600 ml á j 1-2 sek.) - haldið öndunarvegi opnum, færið munn ykkar frá munni sjúklings- ins og horfiö á brjóstkassann siga þegar loftið fer út - dragið aftur aö ykkur andann og endurtakið í sömu röð eins og að; ofan greinir til að ná tveimur blástrum • Ef þið eigið í vandræðum með að blása á árangursríkan hátt: - gáið aftur í munn sjúklings og fjarlægið aðskotahluti ef þeir eru sjáanlegir - sjáið til þess að að öndunarvegur sé örugglega opinn - gerið allt upp í fimm tilraunir til þess að ná tveimur blástrum - ef slíkt reynist ekki unnt reynið þá aö meta hvort blóðrás sjúk- lingsins er eðlileg Metið hvort blóðrás sjúklingsins er eðlileg: • Gáið hvort öndun er eðlileg og hvort sjúklingurinn hóstar eöa hreyf- j ir sig. • Athugið púls á hálsi (eingöngu heilbrigðisstarfsfólk skal athuga slíkt). • Eyðið ekki meira en 10 sekúndum í að meta blóðrás. Ef þið eruð viss um að blóörásin sé í gangi innan 10 sekúndna: • Haldið áfram öndunaraöstoð ef nauðsynlegt reynist þangað tilj sjúklingurinn fer aö anda af sjálfsdáðum. • Athugið púlsinn eftir um þaö bil 10 blástra (u.þ.b. einu sinni á mín-j útu) - eyðið ekki meira en 10 sekúndur í þá athugun. • Ef sjúklingurinn byrjar að anda af sjálfsdáðum en er meðvitundar- j laus setjið hann þá i læsta hliðarlegu. Fylgist með sjúklingnum ogj verið tilbúin að hefja aftur öndunaraðstoð ef hann hættir að anda.j Ef engin merki eru um aö blóðrás sé í gangi eöa þið mjög óörugg að finna púls hefjið þá hjartahnoð - á miöjum brjóstkassa á milli geirvartanna. - setjið annan lófann á brjóstkassa sjúklingsins og hina hendina ofan á handarbak neðri handarinnar - læsið fingrum beggja handa og lyftið þeim til að forðast þrýsting á rifbein sjúklingsins - varist að þrýsta á efra hluta kviöarhols eða á neðsta hluta bringubeins - komið ykkur fyrir lóðrétt yfir brjóstkassa sjúklings með beina handleggi, þrýstið niður á bringubeinið u.þ.b. 4-5 cm - slakiö á þrýstingnum án þess aö missa takiö milli handa og bringubeins, og endurtakiö 100 sinnum á mínútu. Hnoð og slökun á j að taka jafnlangan tíma. • Tengiö öndun og hnoö: - eftir 15 hnoð hallið þá höfði sjúklings, lyftið höku hans og blásið tvisvar - færið hendurnar án tafar aftur að bringubeininu og hnoöið 15 sinnum. Haldið áfram hnoði og blæstri í hlutfallinu 15 á móti 2. Haldið áfram endurlífgun þangað til: • Sérhæfð aðstoð berst • Sjúklingurinn sýnir merki um líf • Þið örmagnist Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.