Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Qupperneq 52
Þóra Björg Þórhallsdóttir r - Ahugaverð bók sem ég hef lesið - Lokagjafir Hér er hleypt af stokkunum nýjum pistli þar sem hjúkrun- arfræðingum gefst kostur á að segja frá áhugaveröri bók eða grein sem þeir hafa lesið. Það er Þóra Björg Þórhalls- dóttir, MSc, sérfræðingur í viðtalsmeðferö en hún starfar sem klínískur hjúkrunarsérfræðingur í líknarmeðferð og lungnakrabbameini viö Kingstonspítala í Surrey á Englandi, sem kynnir hér bókina Lokagjafir. ur í heimahúsi og hin á líknarheimili, og bar heitið Lokagjafir (Final Gifts). Þessir hjúkrunar- fræðingar höfðu í kaffitímum bæði sagt frá og hlustað á ýmsar frásagnir um sérstök skilaboð sem dauðvona fólk hafði gefið nokkrum dögum, jafnvel vikum, fyrir andlátið. Þessi skilaboð virt- ust oft fela í sér mikilvægar upplýsingar um það sem sjúklingurinn var að upplifa eða um það sem hann þurfti til að geta dáið í friði. Samstarfskona mín sagði mér yfir morgunkaffinu frá atviki sem hafði gerst nýlega þegar hún hafði tekið aukavakt á líkn- arheimili. Sjúklingur, sem átti að fara heim nokkrum dögum síðar, sagði þegar honum var boðið að velja hvort hann færi í bað þennan dag eða þann næsta, að best væri að hann þægi bað í dag þar sem hann myndi ekki verða hérna á morgun. Hjúkrunarfræðingurinn spurði hvort hann ætlaði fyrr heim en hafði verið áætlað en hann bara endurtók að hann myndi ekki vera hérna á morgun og eftír baðið gaf hann manni í næsta rúmi rakdótið sitt. Hann dó um nóttina. Þessi frásögn rifjaði upp fyrir mér bók sem ég las fyrir nokkrum árum og fannst áhugaverð. Bókin var skrifuð af tveim hjúkrunarfræðingum sem unnu við líknarhjúkrun, önn- Iðulega voru þessi skilaboð hunsuð af heil- brigðisstarfsfólki, talin merki um hugarvíl eða óróleika og viðbrögðin þau að gefa róandi lyf. Þegar höfundarnir áttuðu sig hvað þetta var al- gengt ákváðu þeir að skoða sérstök samskipta- mynstur/skilaboð dauðvona fólks á nákvæman hátt. Þeir söfnuðu yfir tvö hundruð tilfellum og greindu hvert tilfelli út frá sjúkdómi, efnaskipta- ástandi, aldri, kyni og menningarheimi en fundu ekkert sameiginlegt sérkenni meðal þessa fólks (lifrar/nýrna/heilabilun eða efnaskiptaójafnvægi var til dæmis ekkert endilega til staðar). Ekki kemur fram hvort þessi athugun þeirra var fram- kvæmd af vísindalegri nákvæmni. 50 Tímarit íslcnskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.