Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2003, Side 55
BREF FRA LESENDUM
Krafa um lækkun skattlagningar ávöxtunarhluta
lífeyrisgreiöslna fyrir dómi
Margir hjúkrunarfræöingar búa viö lélegar lífeyrisgreiöslur og
má þá vera aö þeir hafi áhuga á eftirfarandi efni
Einn af félagsmönnum Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni hefur stefnt ríkinu
vegna skattlagningar lífeyrisgreiöslna. Stjórn
FEB fól lögmanni félagsins, Jónasi Þór Guö-
mundssyni hdl., aö annast málareksturinn.
Máliö var þingfest í Fléraðsdómi Reykjavíkur
22. október 2002 en um prófmál er aö ræða.
Ólafur Ólafsson
í stefnunni er þess kraf-
ist að álagning tekju-
skatts á stefnanda árið
2002 vegna tekjuársins
2001 verði felld úr gildi
en með henni voru líf-
eyrisgreiðslur hans skatt-
Iagðar með almennu
tekjuskattshlutfalli, þ.e.
38,78% skatti, og á það
bæði við um inngreidd
iðgjöld og uppsafnaða vexti. Skv. lögum um fjár-
magnstekjuskatt frá 1996 skal hins vegar greiða
10% skatt af öllum öðrum fjármagnstekjum en
vöxtum af iðgjöldum í lífeyrissjóðum, s.s. vöxt-
um, arði, leigu og söluhagnaði.
Byggt er á því, í fyrsta lagi að mismunandi skatt-
prósenta á samkynja tekjur, þ.e. fjármagnstekjur,
feli í sér mismunun sem ekki fái staðist nema
málefnaleg sjónarmið liggi henni að baki. Slík
aðgreining mismuni stefnanda en honum hafi
verið lögskylt að greiða í lífeyrissjóð.
I öðru lagi að skattareglurnar mismuni stefnanda
vegna þess að áður en öllum varð skylt að greiða
hluta launa sinna í lífeyrissjóð, hafi aðrir en
launþegar getað lagt fyrir til efri áranna með t.d.
fjárfestingu í hlutabréfum. Stefnandi, sem hafi
verið launþegi, hafi ekki haft þetta val. Hann
standi nú frammi fyrir því að greiða skuli 10% skatt af öllum
fjármagnstekjum öðrum en ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna.
Því er haldið fram að þessi mismunun brjóti gegn jafnræðis-
reglu 65. gr. og eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar
svo og 1. gr. I. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr.
14. gr. sáttmálans, sem var lögtekinn hér á landi með lögum
62/1994, enda séu skattareglurnar ekki reistar á neinum mál-
efnalegum sjónarmiðum sem réttlætt geti þessa mismunun.
Samkvæmt útreikningum tryggingastærðfræðings, sem eru
lagðir fram í málinu, námu uppsafnaðir vextir og verðbætur
81% af útborguðum lífeyri stefnanda árið 2001. Ef fallist
verður á sjónarmið stefnanda ættu skattgreiðslur hans að
lækka um 33% vegna tekna á árinu 2001.
I dag er staðan sú að ríkið skilaði greinargerð af sinni hálfu í
janúar sl. og nú er beðið eftir því að dómari ákveði hvenær
munnlegur málflutningur fari fram. Krafa um gjafsókn var
samþykkt.
Reykjavtk, 3. mars 2003.
Olafur Ólafsson
formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Frábær á grillið
www.ostur.is
íslenskir ostar - hreinasta afbragð
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 79. árg. 2003
53