Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 17
VIÐTAL
Fagdeild endurhæfingar-
hjúkrunarfræöinga
Silvía Ingibergsdóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Lára M. Siguröardóttir og Hulda Sigurlína Þóröardóttir
ann. Hugmyndafræðin byggir á hugsun náttúru-
lækningamanna sem áttu sér viðhorfið: „Við ber-
um ábyrgð á eigin heilsu.“ I dag, nánast 50 árum
siðar, er þetta almennt viðurkennt lífsviðhorf.
Það þykir mér einna merkilegast við stofnunina.
Mér þykir einnig mjög merkilegt að sá sem
stofnaði heilsuhælið á sínum tfma, Jónas Krist-
jánsson, innleiddi þar mataræði sem í stórum
dráttum er enn á borðum, að vísu hefur fiski ver-
ið bætt á matseðilinn."
Varðandi þjónustuna sagði Sigurlína: „Við sinn-
um framhaldsendurhæfingu margvíslegri, svo
sem við vefjagigt, slitgigt, viðhaldsendurhæfingu
hjartasjúklinga og krabbameinssjúklinga bæði
eftir aðgerðir og geislameðferð. Reyndar fáum
við einnig fólk beint af sjúkrahúsum eftir lið-
skiptaaðgerðir og erum að jafnaði með tíu slíka á
hvorri deild. Þetta fólk gæti farið beint heim til
sín með einhverri aðstoð. Sambandið við sjúkra-
húsin er gott og við tökum sjúklingana svo til
strax eftir útskrift þaðan. Innlögn er flóknara
ferli í öðrum tilfellum.“
Allir sem njóta þjónustu í Hveragerði greiða sjálf-
ir hluta kostnaðarins. Hann er mismunandi eftir
gæðum aðstöðunnar eða 1.700 til 3.000 kr. á sól-
arhring. Það er um 20-25% af heildarkostnaði.
Til viðbótar ofangreindu hefur Heilsustofnunin í
Hveragerði sinnt forvarnastarfi af ýmsu tagi. Þar
hafa verið haldin námskeið í því skyni að hætta
að reykja, megrunarhópar hafa fengið þar inni,
auk þess að fólk getur kúplað sig frá erfiðleikum
í lífinu með innlögn í Hveragerði þegar allt virð-
ist vera að hrynja í kringum það. Sigurlína sagði
i að vaxandi þörf væri fyrir þessa þjónustu og fyrirbyggjandi
starf ekki síður mikilvægt til að koma í veg fyrir sjúkdóma.
Þyngsta deildin, frumendurhæfingin
Þórdís Ingólfsdóttir er sviðsstjóri hjúkrunar á endurhæfingar-
sviði Landspítala-háskólasjúkrahúss. Hún tók við stöðunni
1. okt, 2000. Á Grensásdeild hefur hún starfað allt frá 1981
sem hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri og í ýmsum sérverk-
efnum. Hún sagði: „Grensásdeild á sér 30 ára sögu. Þar er
Iegudeildarþjónusta endurhæfingarsviðsins. Á Grensási eru
tvær legudeildir, báðar 24 rúma. Onnur er með 24 rúm, hin
14 rúm og 10 rúma dagdeild. Á 14 rúma deildinni eru fyrst og
fremst sjúklingar sem hafa fengið heilablóðfall. Þeir koma frá
taugalækningadeild Landspítalans og í framhaldi af því í end-
urhæfingu til okkar.
24 rúma deildin er blönduð endurhæfingardeild. Þar er
meðal annars eina mænuskaðaeiningin sem sinnir frumendur-
hæfingu hérlendis. Þar eru einnig þeir sem skaðast á heila af
völdum slysa eða sjúkdóma.
Þá eru eftir liðskiptaaðgerðirnar en til okkar koma fyrst og
fremst þeir sem gengur verst með í og eftir aðgerð. Þar eru
einnig þeir sem hafa misst neðri útlimi. Reykjalundur tekur
við þeim sem hafa misst efri útlimi. Enn fremur koma til okk-
ar einstaklingar sem hafa verið lengi á legudeildum spítal-
anna, bæði skurð- og lyfjadeildum, og þurfa almenna upp-
byggingu. Einnig kemur fólk eftir stórar skurðaðgerðir, þar
með taldir krabbameinssjúklingar. Við sinnum fyrst og fremst
þessari þungu frumendurhæfingu,“ sagði Þórdís.
Um 80 manns vinna á Grensásdeild, þar af eru 25 stöðugildi
hjúkrunarfræðinga.
- Er þessi deild ekki þung í rekstri?
„Jú, hún getur verið svolítið þung. Umönnun er mikil, t.d. koma
sjúklingarnir mjög fljótt eftir bílslys eða strax á tíunda degi. Það
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003