Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 27
Fréttamolar... stuðningi og fræðslu en fræðsla fer einnig fram í hópum. Hjúkrunarfræðingur veitir viðtöl reglu- lega eftir þörfum hvers og eins. Hjúkrunarfræð- ingur veitir einnig hugræna atferlismeðferð í samráði við sálfræðing teymisins. Álgengt er að ; skjólstæðingar þurfi að breyta lífsstíl sínum frá því sem áður var í lífsstíl hins vinnandi manns og j þá eru þau hjúkrunarviðfangsefni, sem talin eru hér að ofan, mjög mikilvæg. Bækur og bæklingar Lyfjastofnun vill vekja athygli á þvi aö Sérlyfjaskrá 2002-2003 er kom- in út. Ákveðiö var að minnka umfang bókarinnar og fækka köflum til birtingar í bókinni en um leið er unnið að því að birta öll SPC (Summary of Product Characteristics eöa samantekt á eiginleikum lyfs) fyrir sérlyf sem eru á markaði á íslandi á heimasiðu Lyfjastofnunar (www- lyfjastofnun.is). í bókinni er verð við hverja pakkningu lyfsins. i lok hvers kafla er dagsetning sem gefur upplýsingar um þaö hvenær kaflanum var síðast breytt. Bókin er 1824 bis. og eru í henni upplýsingar um öll sérlyf sem buið var að markaðssetja fyrir 1. mars 2003. Hjúkrunarfræðingur situr teymisfundi þar sem lagt er mat á stöðu hvers skjólstæðings og fram- haldið ákveðið. Markmiðsfundir með hverjum og einum eru mikilvægir og nýtast skjólstæðingum og meðferðaraðilum vel við að stilla saman strengi sína. Skipulagning innra starfs er mikil- vægur þáttur í teymisvinnu og þar er mikil þró- unarvinna unnin þannig að árangur megi verða sem mestur af endurhæfingunni. Árangur af starfsendurhæfingu Alls hafa 104 einstaklingar farið í starfsendur- hæfingu frá upphafi. Við árangursmælingar hef- ur komið fram að færri hafa farið til vinnu en j vonir stóðu til í upphafi. Ástæðuna fyrir því telj- um við vera að þeir sem til okkar komu voru búnir að vera of lengi frá vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að því lengur sem fólk er frá vinnu þeim mun minni líkur eru á að það snúi aftur til vinnu. I samtölum 3 og 6 mánuðum eftir með- j ferð hefur komið fram að skjólstæðingar okkar telja sig hafa haft gagn af endurhæfingunni í bættri líðan andlega og líkamlega. j Starf starfsendurhæfingar er í stöðugri þróun til að fleiri skili sér í skóla eða út á vinnumarkaðinn. Mín skoðun er sú að starf hjúkrunarfræðings í starfsendurhæfingu sé bæði spennandi og krefj- andi. Samvinna við aðra teymisaðila er í senn árangurs- og lærdómsrík og eykur víðsýni. Athugasemd í síðasta tölublaði birtist vinnuverndarpistill eftir Hólmfríði Gunnarsdóttur. Þegar pistillinn var skrifaður lá fyrir Alþingi breytingartillögur á lögum nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem höfðu tekið gildi þegar pistillinn birtist. Hólmfríður og lesendur eru beðin velvirðingar á þessu. Bókin er seld hjá Bóksölu stúdenta við Hringbraut. Bæklingur um brjóstagjöf Bæklingurinn „Brjóstagjöf, ánægjulegur tími fyrir þig og barniö þitt" er kominn út. Höfundur er brjóstagjafarráðgjafi og hefur hann verið þýddur á fjölmörg tungumál, nú einnig á íslensku. í bækl- ingnum er fjallað um brjóstagjöf, brjóstgjafa- stellingar, brjóstgjafarvandamál og ýmislegt annað er varöar þetta efni. S Bæklingurinn er ókeypis og mun liggja frammi i Brjóstagjöf Móðurást, Þumalínu og öllum apótekum og lyfja- verslunum um allt land. Bæklingnum verður einnig dreift til allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Guðrún Jónasdóttir, brjóstagjafarráðgjafi IBCLC hjá Móðurást, þýddi bæklinginn og Arnheiður Sigurðardóttir hjá Ýmus ehf. stóö fyrir útgáfu hans. Bæklingurinn er litprentaður og er 42 síöur. Norrænir hjúkrunarstjórnendur í heimsókn Föstudaginn 5. september sóttu norrænir hjúkrunarstjórnendur heim skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fræddust um starf- semina. Hjúkrunarstjórnendur á Norðurlöndunum, íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóö, hafa með sérsamstarf, LNN (Ledernes Netverk i Nor- den). Tilgangurinn með samstarfinu er að miöla þekkingu og reynslu og hafa áhrif á þróun stjórnunar á Norðurlöndum og heilbrigöismál á Norðurlöndum og í heiminum öllum. Þeir fóru einnig á Barnaspítala Hringsins og fræddust um starfsemina þar, fengu fyrirlestra um heilsu- gæsluna í Reykjavík, uppbygginguna og starfsemina i heild. Laugardaginn 6. september hittust formenn deildanna, sem jafnframt mynda framkvæmda- nefnd fyrir ráðstefnu í Kaup- mannahöfn sem haldin verður 3. og 4. maí 2004, til að skipuleggja ráðstefnuna. Yfirskrift þeirrar ráðstefnu er „Pulsen i nordisk sygeplejeledelse". Ráðstefnur eru haldnar á tveggja ára fresti, til skiptis á Norðurlöndunum. Á þessum ráöstefnum eru fluttir tveir fyrir- lestrar frá hverju landi. Ráöstefna verður haldin hér á landi 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.