Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Síða 43
UTDRÆTTIR Meistaraverkefni í hjúkrunarfræði vorið 2003 merkingu. Greind voru fjögur yfirþemu sem lúta að reynslu kvennanna af samskiptum við heil- brigðisfagfólkið: 1) skilningur á líðan, 2) þöggun, 3) fordómar, 4) eigin útgönguleiðir. Niðurstöður sýna að tilfinningaleg líðan kvenn- anna sé samofin reynslu þeirra af samskiptum við heilbrigðisfagfólkið. Þátttakendum þótti það mikilvægt í samskiptunum að fagfólkið gæfi sér tíma til að tala við þær og öðlast þekkingu á til- finningalegri vanlíðan þeirra og aðstoða þær við að bæta úr því. Þátttakendur, sem reynslu höfðu af andlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi ásamt innlögnum á geðdeildir, töldu mikilvægt að eiga samskipti við einn ákveðinn fagaðila sem þeir gátu myndað tengsl við. Ollum þátttakendum var mikilvægt að ,,halda reisn sinni“ þrátt fyrir veikindin. I huga þeirra fólst það m.a. í því að vera metin sem einstakl- ingur þrátt fyrir veikindin. Allir þátttakendur höfðu kynnst ópersónulegum samskiptum þar sem viðmótið var kuldalegt, jafnvel niðurlægj- andi. Það var skoðun kvennanna að fagfólkið hefði ekki lagt sig fram um að leita að rótum til- finningalegrar vanlíðanar þeirra. Konur, sem leg- ið höfðu á geðdeildum, töldu að réttur þeirra til að taka ákvarðanir um eigin meðferð hefði verið skertur. I fyrsta lagi gaf fagfólkið sér ekki tíma til að hlusta á það sem konurnar höfðu sjálfar að segja um eigin líðan þannig að það gat ekki brugðist við á réttan hátt og meðferðarúrræði skorti. Enda fannst fagfólkinu það vita betur um líðan og þarfir kvennanna. I öðru lagi þótti kon- unum notkun á þunglyndislyfjum, róandi lyfjum og svefnlyfjum óhófleg. Loks tengdu konurnar útskriftir af geðdeildum við þá skoðun að réttur þeirra hefði verið skertur. Allar konurnar höfðu orðið fyrir þeirri reynslu að skammast sín fyrir tilfinningalegt ójafnvægi og úrræðaleysi sem því fylgdi og tengdu það við eigin fordóma. Hlíf Guðmundsdóttir Óformlegur og formlegur stuöningur sem langlífir ís- lendingar, sem búa á eigin heimilum, njóta með hlið- sjón af færni Mikilvægt er að kanna aðstæður aldraðra sem búa í heimahúsi og þann stuðning sem þeir njóta. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða líkamlega, félagslega og andlega færni langlífra Islendinga og hvort munur væri á sjálfsbjargargetu eftir landshlutum, kyni, sambúðarformi og búsetuformi. Enn HllfGuömundsdóttir. fremur að skoða þann óformlega og formlega stuðning seml langlífir íslendingar fá og tengsl stuðnings við sjálfsbjargar- getu, kyn, sambúðarform og búsetuform. Niðurstöður af höf- uðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni voru bornar saman. Um var að ræða nánari úrvinnslu á þversniðsrannsókn á erfð- um langlífis. Safnað var upplýsingum um heilsufar og hjúkr- unarþarfir allra Islendinga 90 ára og eldri (539 manns) sem bjuggu á eigin heimili. Notuð voru atriði úr RAI-mælitækjun- um við söfnun upplýsinga. Niðurstöður sýndu að líkamleg, andleg og félagsleg færnil þátttakenda var yfirleitt góð. Fjölbreytudreifigreiningu var| beitt til að skoða mun á sjálfsbjargargetu milli hópa. I ljós kom að þeir sem bjuggu með öðrum en maka voru skertari en þeir sem bjuggu einir, þeir sem bjuggu í þjónustuíbúð aldraðral voru skertari en þeir sem bjuggu í íbúðum fyrir aldraða og konur voru skertari en karlar. Tengsl sjálfsbjargargetu, kyns, sambúðarforms (eða búsetuforms) við stuðning voru skoðuð með fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Af niðurstöðum má álykta að skerðing á getu skýri mest þann stuðning sem veittur var, en kyn, aldur, sambúðarform (eða búsetuform) skýrðu mLin minna. Með aukinni skerðingu á getu jókst óformlegur stuðn- ingur bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en ein- ungis formlegur stuðningur á höfuðborgarsvæðinu. Því virðist sem aðrir þættir en skerðing á getu ráði miklu um hvaða form- lega þjónusta er veitt á landbyggðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að grundvallarþáttum í samskiptum heilbrigðisfag- stétta við konur sé ekki nægjanlega sinnt og að fordóma gæti í garð kvenna þar sem tilhneiging sé til að sjúkdómsgera líkamlega og tilfinninga- lega vanlíðan þeirra. Þessar niðurstöður eru hvatning til heilbrigðisstarfsfólks um að taka til- lit til sérþarfa kvenna þegar vandamál þeirra eru greind og meðhöndluð. Athyglisverðast var að langlífir, sem bjuggu í þjónustuíbúðum | sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fengu meiri formleganl stuðning en aðrir sem bjuggu á eigin heimilum, að teknu tíl- liti til skerðingar á getu, aldurs og kyns. Rætt er mikilvægi þess að skoða nánar hvaða þættir hafa áhrif á stuðning sem veittur er veikburða öldruðu fólki. Hvatt er til notkunar á RAI -mælitækinu fyrir heimaþjónustu, til að meta þörf fyrir stuðn- ing og þjónustu hjá veikburða öldruðum er búa heima. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.