Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 44
Sigríöur Hafberg AF ERLENDUM VETTVANGI Hjúkrunarfræöingur í háloftunum Ahuginn á hinum stóra heimi hefur alltaf verið mikill í mín- um huga rétt eins og áhuginn á öllu því sem mannlegt er. Allt frá því ég hóf nám í hjúkrun hef ég að mestu unnið á geðdeild og því óneitanlega kynnst ýmsum hliðum mannlífsins. Eftir stóðu alltaf spurningar í kollinum á mér eins og: Hvernig lifir fólk í fjarlægum löndum? Hvernig býr það, hvernig er menningin, trúarbrögðin, matar- ræðið? Hvernig þætti mér að dvelja erlend- is? Til að reyna að svara þessum spurning- um ákvað ég að sækja um starf sem flug- freyja hjá Atlanta.. Haustið 2000 sótti ég um starfið og var kölluð í viðtal. Eftir viðtalið tók við 6 vikna námskeið og eftir það fóru hlutirnir að gerast. I byrjun árs 2001 fór ég í fyrsta skiptið til Saudi- Arabfu því fram undan var pílagrímaflug. Mekka er í Saudi- Arabíu og þangað koma milljónir manna á ári hverju til að fara í sína pílagrímsferð sem er æðsti draumur múslima. Til lands- ins kemur fólk hvaðanæva úr heiminum og felst pílagrímaflug einmitt í því að sækja fólk, flytja það til Saudi-Arabíu og svo aftur til síns heima þegar það hefur lokið sínum helgiathöfn- um. Sigríður Hafberg Lífið í Saudi-Arabíu er mjög frábrugðið því sem við eigum að venjast hér á Fróni. Ut á götu fer kvenmaður ekki nema í- klæddur svörtum, síðum, víðum, serk, svokallaðri abaju og með slæðu á höfði til að hylja hár sitt. Innfæddar hylja oftast einnig andlit sitt og jafnvel hendur. Augun eru því oft það eina sem maður sér af konunni en þó ekki einu sinni alltaf. Það getur nú reyndar verið ágætt að hafa bara einn klæðnað, ekki þarf að hugsa í hvað skal fara né hafa áhyggjur af einu eða tveimur aukakílóum né heldur hárgreiðslunni. Ekki má ég vera með karlmanni opinberlega, t.d. úti á götu, nema hann sé bróðir minn, faðir eða eiginmaður og eins gott er að hafa hjúskaparvottorðið tiltækt því annars gæti maður lent í vandræðum. Innfæddir karlmenn klæðast flestir síðum, hvítum kjólum og eru með köflóttan klút á höfði. Frá þvi í janúar 2001 hefur Sigriður ýmist unnið sem flugfreyja eða hjúkrunarfræðingur Atvinna er í höndum karlmanna í landinu. Þeir afgreiða í stórmörkuðum, snyrtivöruverslunum, undirfataverslunum, alls staðar þar sem við erum vön að kvenmenn sjái um störfin. Vinnu- afl er líka að mestu innflutt, m.a. frá Pakistan og Bangladesh. Það getur tekið talsvert á að vera kona í þessu landi. Konur mega ekki keyra, á veitingahúsum eru sérstök fjölskyldusvæði sem eru lokuð af, annars staðar megum við ekki borða. A hótelum í landinu mega konur yfirleitt ekki nota sund- laugar eða líkamsrækt nema í undantekningartil- fellum stuttan tíma á degi hverjum. En áfangastaðirnir eru margvíslegir og tækifærin til að sjá fjölbreytileika mannlífsins eru mörg. Staðir, sem ég hafði áður aðeins heyrt um í frétt- um eða jafnvel aldrei heyrt um hvað þá heldur dreymt um að koma á, hef ég nú heimsótt. Ég 42 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.