Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Blaðsíða 47
MINNING j ... María Anna Pétursdóttir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn 1951 og 1954. Hún var fljótt fengin inn í stjórn Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna, en þar var hún gjaldkeri 1945-58, ritari 1958-60 og formaður 1964-74. Hún starfaði því í stjórn Hjúkrunarfélagsins í tæp 30 ár. Hún starfaði mikið með Sigríði Eiríksdóttur, sem var fyrsti ís- lenski hjúkrunarfræðingurinn sem varð formaður félagsins árið 1924, en hún var formaður í 36 ár eða til ársins 1960. Nærri aldarfjórðungur skildi þær að í aldri en Sigríður var fyrirmynd Maríu í mörgu enda var hún eldhugi eins og María og þær skildu báðar mikið eftir sig. I formannstíð Marfu var byggt við Landspítalann, Borgarspítalinn var reistur og heilsugæslustöðvar um allt land voru að byrja að rísa. Þörfin fyrir vel menntaða hjúkrun- arfræðinga var Maríu augljós, en stöðugur skortur hamlaði hjúkrunarþjónustu í landinu. María stuðlaði að því að kennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskóla Islands árið 1973 og var hún fyrsti námsbrautarstjórinn og kenndi þar að auki hjúkr- unarsögu. María var skólastjóri Nýja hjúkrunar- skólans frá því hann tók til starfa haustið 1972, allt fram til ársins 1990 þegar skólinn var lagður niður. Ég var námstjóri við skólann í mörg ár og er sérstaklega þakklát fyrir þá samfylgd sem við áttum þar. María skrifaði fyrstu og einu hjúkrun- arsöguna sem skrifuð hefur verið á Islandi. Sú bók var verðugt framlag og hefur orðið mörgum að gagni. I henni er mikill og heillandi fróðleikur. Félagsmálafrömuðurinn María María lét gott af sér leiða á ótrúlega mörgum sviðum, t.d. innan Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) og sem formaður Sam- taka heilbrigðistétta. Þá lagði hún einnig sitt af mörkum innan Krabbameinsfélagsins, Rauða krossins, Bandalags kvenna í Reykjavík, Nor- ræna húsmæðrasambandsins og sem formaður Kvenfélagasambands Islands svo fátt eitt sé nefnt. Maríu hlotnaðist einnig mikill heiður á lífsleiðinni fyrir störf sín og var t.d. kjörin heið- ursfélagi Hjúkrunarfélags íslands, Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Bandalags kvenna í Reykjavík og Kvenfélagasambandsins. Hún var heiðruð af námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Hún var sæmd Florence Nightingale orðunni, æðsta heiðursmerki hjúkr- unar, ásamt hinni íslensku fálkaorðu og stórridd- arakrossinum. Mannvinurinn og trúkonan María María var mjög trúuð kona og hún var ein af þeim sem létu verkin tala. Hún framkvæmdi gjarnan hugmyndir sínar strax og það er yfirleitt mikill kostur. Eitt sinn er ég kom inn í Nýja hjúkrunarskólann var hún að skrifa til leiðtoga Afríkuríkis í þeim tilgangi að fá hann til að láta lausan samviskufanga. Hún sagði við mig: „Eg fer áreiðanlega á einhvern svartan lista fyrir þetta en það verður bara að hafa það.“ Eg gekk í Amnesty International stuttu seinna. Þannig var María, hún var áhrifa- mikil hugsjónakona og tilbúin að leggja sitt af mörkum í öll- um málum. Ef hún trúði á eitthvað vann hún því fylgi með oddi og egg en jafnframt af kurteisi, gleði og nánast gáska. Hún var einstaklega skemmtileg og heillandi kona, hrifnæm- ur fagurkeri sem elskaði umfram allt andlega fegurð. Hún hafði mikinn eldmóð og var óþreytandi að gera öðrum gott. Hún hrósaði af einlægni og leitaðist við að styrkja alla í kring- um sig. Hún var glaðsinna og sá yfirleitt björtu hliðar lífsins. Hún var miskunnsöm og efldi miskunnsemi þeirra sem í kringum hana voru. Það er sú gjöf sem ég er ef til'Vill þakk- látust henni fyrir. Þegar ég lít til baka eftir samfylgd við Maríu í aldarfjórðung sé ég fyrir mér brosið hennar, bros sem lýsti af hlýju, velvild og jákvæðni. I þakklæti fyrir allt hið góða sem hún var okkur samferðafólki sínu skulum við lofa Skaparann sem gaf okkur svo mikið í þessari mætu heiðurskonu. * Blessuð sé minning Maríu Onnu Pétursdóttur * SigríOur Halldórsdóttir Gjöf Útskriftarhópur úr Hjúkrunarskóla íslands áriö 1943 hefur gefið 30.000 kr. í Minningarsjóö Kristínar Thoroddsen, til minningar um Maríu Pétursdóttur, heiöursfélaga Fíh, f. 19.12.1919, d. 4.9.2003. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga færir þeim Arngunni Ársælsdóttur, Árnínu Guömundsdóttur, Ástu Björnsdóttur, Hall- dóru Guömundsdóttur, Katrínu Arndal og Júlíönu Hinriksdóttur bestu þakkir. Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 79. árg. 2003 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.