Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2003, Page 48
46 w Uthlutað úr B-hluta vísindasjóðs og minningarsjóðum Hans Adólfs Hjartarsonar og Kristínar Thoroddsen Úthlutað hefur verið úr B-hluta vísindasjóðs. Styrki fengu: Anna Ólafía Sigurðardóttir og Sigrún Þóroddsdóttir til að vinna verkefnið Áhrif fræðslu- og stuðningsmeöferðar á aðlögun foreldra sem eiga barn með krabbamein; Anna Stefánsdóttir og Hrafn Óli Sigurðsson til að vinna rannsókn á atvinnuþátttöku hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust frá 1991-2001; Arna Skúladóttir vegna rannsóknar á tengslum dagsvefns hjá börnum við svefnvandamál þeirra; Bylgja Kærnested vegna verkefn- is um meistaranám og Dröfn Kristmundsdóttir til að vinna verkefnið Upplifun hjúkrunarfræðinga af starfi sínu viö geðhjúkrun. Eflandi og bugandi þættir; Elfa Dröfn Ingólfsdóttirog Guðbjörg Pétursdóttir vegna verkefnisins Mat á breytingum á upplifun á andnauð viö endurhæfingu sjúklinga með langvinna lungnateppu; Eygló Ingadóttir til verkefnisins Símenntun á netinu: Hentar vefrænt Ijarnámskeið hjúkrunarfræðing- um?; Elísabet Guðmundsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Linda Kristmundsdóttir, Helga Jörgensdóttir og Sólveig Guölaugsdóttir til ár- angursmælingar innan hjúkrunar á göngudeild barna- og unglingadeild- argeðsviðs LSH (BUGL); Guðrún Jónsdóttirog Lovísa Baldursdóttirtil aö vinna verkefniö Óvæntar endurinnlagnir á gjörgæsludeild Landspitala- Hringbraut; framsæ, lýsandi rannsókn; Guörún Jónsdóttir til að vinna verkefni um sérhæfða heimahjúkrun fyrir skjólstæöinga með langvinna lungnasjúkdóma; Halla Grétarsdóttir vegna verkefnis um reykleysismeð- ferö á Heilsustofnun NLFÍ; Herdís Jónasdóttir vegna verkefnisins Narratives of patient experiences of communication with health care providers during the chemotherapy period: A hermenutic reflective stu- dy; Hrafn Óli Sigurðsson og Lilja Stefánsdóttir vegna rannsóknar á yfir- færslugildi stjórnendastaöla í hjúkrun milli menningar- svæöa; Hrafn Óli Sigurðsson og Birna G. Flygenring vegna verkefnis um algengi þess og ástæður að hjúkrun- arfræðingar hættu starfi hjá LSH á árunum 2000-2002; Katrin Blöndal vegna verkefnis um reynslu hjúkrunar- fræðinga af því að annast sjúklinga meö verki; Ingibjörg K. Stefánsdóttir til að rannsaka heilsutengda hegðun 18- 24 ára ungmenna á íslandi; Ragnheiður Ósk Erlendsdótt- ir vegna verkefnis um innleiðingu á stefnumiðuðu ár- angursmati á Barnaspítala Hringsins; Sigrún Sæmunds- dóttir til að kanna upplifun einstaklinga sem misst hafa ástvin vegna krabbameins; Steinunn Gunnlaugsdóttir vegna verkefnisinsThe lived experience of being a parent of child with severe mental health problems: A phen- omenological study; Þóra Jenný Gunnarsdóttir vegna könnunar á möguleikum svæðanudds til að draga úr kvíða og verkjum hjá sjúklingum sem gangast undir hjartaaðgerð á Landspitala-háskólasjúkrahúsi og Þor- björg Sóley Ingadóttir til verkefnisins Að vera háður tækni til öndunaraðstoðar í svefni: Reynsla sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Alls var úthlutað rúmum 6 milljónum. Auk þess fengu Bergþóra Reynisdóttir, Bylgja Kærnested og Þóra Jenný Gunnarsdóttir styrki úr minningarsjóði Hans Adólfs Hjartarsonar og Herdís Jónasdóttir fékk styrk úr sjóði Kristínar Thoroddsen. IHjúkrunarfræðingar! í október fagnar Liðsinni 2 ára afmæli. Við kynnum nú nýtt merki fyrirtækisins og nýja heimasíðu, www.lidsinni.is I liXHMNI Ásamt frábærum hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá Liðsinni höfum við markvisst unnið að uppbyggingu fyrirtækisins sem hefur skilað fjölda hjúkrunarfræðinga nýjum tækifærum í hjúkrun og veitt fjölbreyttum hugmyndum þeirra farveg. Liðsinni óskar eftir fleiri hjúkrunarfræðingum til starfa við fjölbreytt verkefni. Starfsreynsla og fagleg hæfni _ I eru skilyrði, sem og góðir samskiptahæfileikar og ! I sveigjanleiki. Við bjóðum spennandi starfsvettvang ! I og góð laun. ! I LIÐSINNI | i Liðsinni ehf. Kringlunni 7, 103 Reykjavik sími: 533 6300, info @lidsinni.is, www.lidsinni.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.