Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREIN Downsheilkenni Myndin er birt með leyfi foreldra 1999). Á íslandi er áætlað að nýgengi þessa litn- ingagalla sé 1:850 lifandi fæddum börnum og er það svipað og verið hefur síðustu áratugi (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Orsök með 47 litninga í frumum sínum en ekki 46 og barnið fæðist með downsheilkenni (Roizen, 2002). Aðrir litningar, sem virðist hætt við ófullkomnum aðskilnaði, eru litningar 13 og 18. Afleiðingar af þrístæðu 13 eða 18 eru oft alvarlegri vitræn skerðing heldur en við þrístæðu 21 og þessir einstaklingar lifa oft skemur en börn með downsheilkenni af völdum þrístæðu 21 (Batshaw, 2002). Þekkt eru þrenns konar afbrigði litningagalla sem valda downsheilkenni. Þau eru: ófullkom- inn aðskilnaður, yfirfærsla og tíglun (mosaic): (Shonkoff og Marshall, 2000). Algengasti gallinn er ófullkominn aðskilnaður litninga og algengasta afleiðingin er þrístæða 21 eða downsheilkenni (Batshaw, 2002). Þegar ófullkominn aðskilnaður verður í rýriskiptingu (meiósu) kynfrumu fara bæði eintökin af litningi 21 í aðra frumuna í stað þess að litningarnir skiptist jafnt á milli frumnanna. Hvor fruma á að fá 23 litninga en þegar þessi galli verður fær önnur dótturfrum- an 24 litninga en hin fær aðeins 22 (Batshaw, 2002). Þegar frjóvgun verður við sáðfrumu sem inniheldur 24 litninga verður afleiðingin sú að fóstrið verður með þrjú eintök af litningi 21, svo- kallaða þrístæðu 21. Einstaklingurinn verður því Meirihluti barna með downsheilkenni, eða um 90%, fá heil- kennið vegna ófullkomins aðskilnaðar í rýriskiptingu (meiósu) eggsins, en aðeins 5% fá heilkennið vegna ófullkomins aðskiln- aðar sáðfrumna. Þau 5% einstaklinganna, sem eftir eru, fá heilkennið vegna ófullkomins aðskilnaðar í jafnskiptingu (mít- ósu) fóstursins (Roizen, 2002). I 1% tilfella verður afleiðingin svokölluð tíglun (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Tíglun verður vegna truflunar í skiptingu í okfrumu (byrjunarstigi frjóvgaðrar kynfrumu). Afleiðing tíglunar er að einstaklingurinn er með blöndu af eðlilegum frumum og frumum með þrístæðu, þann- ig getur barnið verið með þrístæðu 21 í blóðfrumum en ekki til dæmis í húðfrumum, eða í sumum heilafrumum en ekki öðrum (Roizen, 2002). Börn með tíglun eru oft með útlitsein- kenni downsheilkennis en líkamleg og vitsmunaleg skerðing getur verið mun minni en hjá öðrum með heilkennið (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Einkenni þessara einstaklinga fer eftir Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.